Úrslitaeinvígið vonbrigði
Þetta Spurs vs Cavs einvígi er að snúast upp í vitleysu. Þegar þetta er skrifað er hálfleikur og Spurs með 25 stiga forystu. Þegar að innan við 4 mín voru eftir af 2.leikhluta lýstu íslensku lýsarnir því yfir að Spurs væru með 90% nýtingu í fjórðungnum á miðað við 22% hjá Cavs - á svipuðum tíma voru áhorfendur á bandi San Antonio farnir að öskra ,,MVP, MVP" þegar að Duncan stóð á vítalínunni.
Ég sem var vonast eftir 6-7 leikjum, sé ekki fram á nema 4-5 leiki. Lebron er kominn með 13 stig og 4-11 í skotum, steininn tók gjörsamlega úr þegar að hann tók ,,air ball" víti. Ef að dómgæslan væri eðlileg væri Spurs sennilega svona 35 stigum yfir í hálfleik, ég man samt ekki einu sinni eftir því að stórveldið Lakers hafi pakkað svona saman andstæðingnum í úrslitaeinvígi.
Cavs eru hreinlega búnir að spila yfir getu í úrslitakeppninni og fá þvílíka dómgæsla svo að slíkt hefur varla sést síðan að síðast var spilaður handboltaleikur einhvers staðar í heiminum. Þetta er búið spil, Lebron hefur gott af þessu - honum býðst sæti hjá Lakers um leið og hann vill.
Uppfært: OK þetta endaði einungis með 9 stiga sigri, sem segir enga sögu. Hvenær ætla þessir dómarar að hætta þessari Lebron sleikjuhegðun sinni. Maðurinn slær menn og gefur þeim olbogaskot og fær mjög vafasamar villur með nánast hverju skoti. Ég held að að Spurs taki þetta í 5 leikjum, vinni annað hvort leik 3 eða 4 og klári svo síðasta útileikinn.
Fáránlega tilvitnun dagsins: Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum. Valið stendur milli trúar og trúleysis á vettvangi hversdagsins, sem og viðskipta og stjórnmála. Ég er ekki í vafa um að flestir myndu að athuguðu máli velja trúna. Og viðurkenna að þegar allt kemur til alls sé einfaldlega ekkert vit í því að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni. Eða hvað?
Karl Sigurbjörnsson
Ég sem var vonast eftir 6-7 leikjum, sé ekki fram á nema 4-5 leiki. Lebron er kominn með 13 stig og 4-11 í skotum, steininn tók gjörsamlega úr þegar að hann tók ,,air ball" víti. Ef að dómgæslan væri eðlileg væri Spurs sennilega svona 35 stigum yfir í hálfleik, ég man samt ekki einu sinni eftir því að stórveldið Lakers hafi pakkað svona saman andstæðingnum í úrslitaeinvígi.
Cavs eru hreinlega búnir að spila yfir getu í úrslitakeppninni og fá þvílíka dómgæsla svo að slíkt hefur varla sést síðan að síðast var spilaður handboltaleikur einhvers staðar í heiminum. Þetta er búið spil, Lebron hefur gott af þessu - honum býðst sæti hjá Lakers um leið og hann vill.
Uppfært: OK þetta endaði einungis með 9 stiga sigri, sem segir enga sögu. Hvenær ætla þessir dómarar að hætta þessari Lebron sleikjuhegðun sinni. Maðurinn slær menn og gefur þeim olbogaskot og fær mjög vafasamar villur með nánast hverju skoti. Ég held að að Spurs taki þetta í 5 leikjum, vinni annað hvort leik 3 eða 4 og klári svo síðasta útileikinn.
Fáránlega tilvitnun dagsins: Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum. Valið stendur milli trúar og trúleysis á vettvangi hversdagsins, sem og viðskipta og stjórnmála. Ég er ekki í vafa um að flestir myndu að athuguðu máli velja trúna. Og viðurkenna að þegar allt kemur til alls sé einfaldlega ekkert vit í því að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni. Eða hvað?
Karl Sigurbjörnsson
Efnisorð: NBA
3 Ummæli:
Það kom nú smá fightback þarna í endann hjá Cavs, en þetta er nú samt til skammar. Að leikur í úrslitum NBA ráðist í 1. leikhluta er þvílíkt glatað fyrir hlutlausa körfuboltaáhugamenn og reyndar allir leikir Cavs yfir höfuð.. sem er hörmulega leiðinlegt íþróttalið. Það sást alveg strax í byrjun leiks að þetta var búið spil, eina vopnið sem þeir hafa er að láta Lebron fá boltann og láta hann dræva og veiða villur. Þú ættir nú samt að hafa gaman af því, stórkalla hreyfingar sem enda í bullskotum (Shaq). Ekki beint smoth skot sem maðurinn hefur, en helvítis fíflið má eiga það að hann er öflugur í helstu atriðum körfuknattleiks. Ég held að Cavs bíti vel frá sér á heimavelli og taki einn leik, jafnvel tvo. Þetta Spurs lið er óraveg frá því að vera ósigrandi.
Það er reyndar rétt og búast má við svakalegri heimadómgæslu eins og þegar að Cavs mættu Detriot.
Málið með Shaq var að hann var trukkur, en ef að hann notaði olbogana þá var hiklaust dæmd villa og svo varð hann heldur betur fyrir barðinu á Shaq attack og það er kominn tími á að einhver bombi Lebron þannig niður, jafnvel Horry:)
Vörnin hjá Spurs í fyrri hálfleik var skuggaleg.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim