Til heiðurs Geira El
Eftir sorgarfréttir gærdagsins, ákváðum við nokkrir fyrrum leikmenn Ásgeirs Elíassonar að koma saman í hádeginu og halda á lofti minningu þessa meistara með því að taka reitarbolta, enda hlýtur Ásgeir að eiga flest met er snerta þá æfingu - ,,enda var Ásgeir konungur reitaboltans" (eins og Hagnaðurinn kemst að orði).
Ég var klobbaður illa af Hagnaðinum snemma leiks en náði að para mig til baka með því að ,,homma" Keðjuna (eitthvað sem gæti misskilist). Að loknum reitarbolta (sem hefði ekki verið fullkomnaður nema að annað hvort ég eða Baldur hefðum snúið okkur á ökkla... Baldur í þetta skiptið) voru menn á því að gera þetta að árlegum viðburði og vonandi að fleiri sjái sér fært að mæta næst - gæti jafnvel séð fyrir mér að fyrrum leikmenn hans hjá Þrótti og ÍR tækju þátt í þessari athöfn.
Ásgeir Elíasson var stórkostlegur þjálfari og yndislegur karakter sem hafði einstakt lag á því að láta ekki myndast gjá á milli sín og leikmanna - hann átti stóran þátt í því að ég neyddist ekki til að yfirgefa Fram eftir eina af mörgum barnslegum hegðunum mínum, fyrir það framhaldslíf verð ég honum að eilífu þakklátur.
Samúðarkveðjur til fjölskyldu Ásgeirs, vina hans og allra Framara.
Ég var klobbaður illa af Hagnaðinum snemma leiks en náði að para mig til baka með því að ,,homma" Keðjuna (eitthvað sem gæti misskilist). Að loknum reitarbolta (sem hefði ekki verið fullkomnaður nema að annað hvort ég eða Baldur hefðum snúið okkur á ökkla... Baldur í þetta skiptið) voru menn á því að gera þetta að árlegum viðburði og vonandi að fleiri sjái sér fært að mæta næst - gæti jafnvel séð fyrir mér að fyrrum leikmenn hans hjá Þrótti og ÍR tækju þátt í þessari athöfn.
Ásgeir Elíasson var stórkostlegur þjálfari og yndislegur karakter sem hafði einstakt lag á því að láta ekki myndast gjá á milli sín og leikmanna - hann átti stóran þátt í því að ég neyddist ekki til að yfirgefa Fram eftir eina af mörgum barnslegum hegðunum mínum, fyrir það framhaldslíf verð ég honum að eilífu þakklátur.
Samúðarkveðjur til fjölskyldu Ásgeirs, vina hans og allra Framara.
Efnisorð: Knattspyrna, Lífið
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim