laugardagur, desember 29, 2007

Íþróttamaður ársins WTF?

Þegar kemur að vali á íþróttamanni ársins ætti dómnefnd að hafa einfalda viðmiðunarreglu þegar kemur að konum: Er þessi íþróttakona nógu góð til að bera af í sömu íþrótt í leik gegn meðalgóðum akfeitum fyrrverandi karlkyns íþróttamönnum úr sömu grein?
Svarið sem kæmi upp hjá núverandi íþróttamanni ársins er klárlega nei. Ég dreg ekki í efa að hún hafi verið langsamlega best meðal kvenna, en hún kæmist ekki í meðalgóðan 2.flokk karla og kæmist aldrei nálægt því að spila í efstu deild - hið sama á hins vegar oft ekki við um kvennmenn í frjálsum, sundi eða badminton.
Þeir/Þær sem ekki fallast á þessi rök verða að svara eftirfarandi spurningu: Hvernig þætti konum það ef að námsmaður ársins væri karlmaður þrátt fyrir mun lægri einkunn en meirihluti kvenna einungis vegna þess að hann var langbestur karla?

Aðalatriðið er auðvitað það að réttast væri að velja Íþróttamann ársins og Íþróttakonu ársins, annað er í besta falli blautt prump þegar að kona verður fyrir valinu. Sama hvað hún hefur gert, slíkt er ekki réttlætanlegt á meðan til eru betri karlmenn í sömu íþrótt og það á við um nánast hverja einustu íþróttagrein.

Niðurstaða: Að velja konu sem íþróttamann ársins er eins og að velja karlmann móður ársins.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim