Lyklar að regninu NO.1
Undanfarna þrjá morgna hef ég vaknað upp við að endurtaka í sífellu eftirtaldar línur Dylans:
And I'll tell it and think it and speak it and breathe it,
And reflect it from the mountain so all souls can see it,
Then I'll stand on the ocean until I start sinkin',
But I'll know my song well before I start singin',
Það er sérstaklega þessi dásamlega síðasta lína sem endurtekur sig í sífellu þar til ég vakna. Línurnar eru að sjálfsögðu úr einu frægasta lagi Meistarans laginu ,,A Hard Rain´s A-Gonna Fall" og ekki úr vegi að kryfja þetta lag fyrst að þessar línur virðast angra mig (þó angurvært )og vekja mig til lífs á morgnanna. Krufningin er til gamans gerð en þó stuðst við heimildir (túlkanir eru að miklu leyti úr bókum fræðimanna sem hafa stúderað Dylan, en það gerir þær ekki endilega alréttar, það eru til kenningar um að þetta sé Biblíutexti og vísun í örkina hans Nóa, að hann fjalli um mannréttindabarráttu blökkumanna, að þetta sé vísun í Opinberunarbókina o.s.frv.)
Dylan spilaði þetta lag í fyrsta skiptið fyrir almenning í Carnegie Hall 22.september 1962 og 6.desember þetta sama ár kom lagið út á annarri breiðskífu hans ,,The Freewheelin Bob Dylan" og byggir það á bresku ballöðunni ,,Lord Randall" childballad No.12. (sem er til í allskyns útgáfum) sem Dylan lærði af enska þjóðlagasöngvaranum Martin Carthy. (Heimildum ber ekki alveg saman um hvar textinn var saminn (sem er algjört aukaatriði), Bob Dylan sagði í útvarpsviðtali að hann hefði samið textann í kjallara á Village Gate en Tom Paxton vill meina að hann hafi samið textann í litlu herbergi sem þeir deildu fyrir ofan hið fræga kaffihús Gaslight í Greenwich Village.)
Hinar bresku útgáfur komast hins vegar ekki í hálfkvist við Endaloka og Opinberunartextann sem Dylan býður uppá. Raunar má velta því fyrir sér hvort að einhvers staðar sé hægt að finna jafn magnþrunginn texta á blaði, í hljóðritun eða í nokkrum miðli (ég hef áður sagt að slíkt sé ekki hægt). Bob Dylan var eingöngu 21 árs þegar að lagið kom út og hafði aðeins gefið út sína fyrstu plötu árinu áður. Var þessi texti ólíkur öllum öðrum textum sem hann hafði þá samið og sá fyrsti af fjölmörgum þar sem Dylan notar sögumannsformið (færir fréttir úr undarsamlegum ferðalögum), en lagið byggir á spurningum föðurs sem tekur við ferðalangnum og svörum frá sögumanninum sem er sonur hans og að því leyti uppgjör eins og ég mun síðar koma að á milli kynslóða a la ,, The Times They Are A-Changin' ". Textinn er einnig upphafið af súrrealísku flæði, táknum og tilvitnunum í söguna. Má þar nefna texta Allen Ginsberg bæði ,,Howl" og ,,Kaddish" en ekki síður úr listheiminum í verk Goya og ,,Guernica" eftir Picasso. Þá eru tilvísanir í frönsk ljóð, m.a. setningin ,,Heard the song of a poet who died in the gutter" sem er tilvitnun í línu eftir Charles Baudelaire sem segir ,,The Soul of an old poet wanders in the gutter" og eins má sjá glitta í verk Rimbaud ,,The Drunken Boat". Allir þeir sem hafa gaman af meiru en grunnhyggnum textum sjá því hvers konar margslungið þrekvirki þessi er.
Lagið kemur út rétt eftir að Kúbudeilan hafði náð hámarki og því ekki að undra þó að lagið næði vinsældum og var Dylan ítrekað spurður hvort að textinn fjallaði ekki (og margir gerðu ráð fyrir því) um kjarnorkustyrjöld/kjarnorkuregn en Dylan var sjálfur í viðtölum alls ekki á því og að lagið fjallaði hreinlega almennt um endi einhvers sem yrði að eiga sér stað. Línurnar ,,Where the pellets of poison are flooding their waters" og skömmu seinna ,,Where the executioner's face is always well hidden" verða öllu skiljanlegri en um fyrri setninguna sagði Dylan að eitrið eða lygarnar sem fólk heyrði daglega í útvarpi og læsi í blöðum (heilaþvottur) yrðu að verða mönnum ljósar fyrir það sem þær eru; af þeim sökum er textinn og verður til frambúðar (eins og svo margir aðrir textar hans) klassískur. Allar heimildir benda einnig til þess að Dylan hafi verið langt kominn með textann um haustið áður en Kúbudeilan náði hámarki sínu um miðjan október.
Þetta er því í senn örvæntingarfullur texti sem spannar það sem komið hefur upp á ferðum sögumanns og endar á því að spyrjandinn spyr hvað hann ætli sér eftir þessa lífsreynslu. En textinn nær lengra því að hann spannar og grípur utan um Kalda stríðið nokkuð vel (sumir myndu segja að textinn eigi jafnvel enn betur við nútímann og afleiðingar alþjóðavæðingar) þar sem sonurinn hefur farið um óraveg þar sem dauðinn er í aðalhlutverki ,, I've walked and I've crawled on six crooked highways, I've stepped in the middle of seven sad forests, I've been out in front of a dozen dead oceans, I've been ten thousand miles in the mouth of a graveyard," og aðalleikendur á sviðinu gera skilin milli andstæðra póla, hins góða og illa, ljós og myrkurs, en einkum lífs og dauða ósýnileg ,, I met a young child beside a dead pony, I met a white man who walked a black dog, I met a young woman whose body was burning, " en veröldin er þó ekki eingöngu á leið til glötunnar og það birtir til þó að andstæðurnar séu ennþá til staðar ,,I met a young girl, she gave me a rainbow, I met one man who was wounded in love, I met another man who was wounded with hatred, "
Svarið að lokum er einfalt, síðustu fjóru línurnar að ofan segja allt um vonina og það sem verður að gerast og klífur þannig bilið milli kynslóðanna og nálgunina sem átti að verða, en varð hugsanlega aldrei raunverulega hjá 68´kynslóðinni (eins og Egill Helgason bendir á í tilefni 40 ára afmælisins). Þá komum við aftur að klassísku áhrifunum, sem er þessi endalausa barátta fólks fyrir betri heimi og á meðan óréttlæti ríkir (Where hunger is ugly, where souls are forgotten,Where black is the color, where none is the number,) þá mun þessi texti verða sunginn og vonin felst ekki eingöngu í stúlkunni sem gefur drengnum regnboga heldur innblástrinum fyrir því að baráttan muni skila sér að lokum ,, I heard the sound of a thunder, it roared out a warnin', Heard the roar of a wave that could drown the whole world, Heard one hundred drummers whose hands were a-blazin', " en einnig að uppgjöfin muni engu skila ,,I saw ten thousand talkers whose tongues were all broken... Heard ten thousand whisperin' and nobody listenin' - Heard one person starve, I heard many people laughin' ".
Almennt sagði Dylan að hver lína textans hefði átt að vera fyrsta lína í nýjum texta en svo ákvað hann að henda þeim öllum í einn texta, þar sem hann sá ekki fram á að klára þessa texta. Lagið hefur verið óspart notað í heimildarmyndum um þennan tíma, varðandi Kúbudeiluna, morðið á JFK og MLK og Víetnam stríðið og þennan tíma breytinga þar sem litlu mátti muna að hið brothætta lýðræðisríki Bandaríkin riðaði til falls. Textinn hefur fylgt og verið sunginn á tónleikum hjá Dylan í gegnum hin ýmsu skeið í lífi hans sem tónlistarmanns, allt frá sjöunda áratug kjarnorkuhættunnar, yfir í trúartímabilið og til nútíðar sem áminning um það að hart regn getur skollið á hvenær sem er og í hvaða formi sem er - en það er alltaf von... jafnvel á íslenskum hlutabréfamörkuðum!
Það stórkostlega við þetta allt saman er þó sú staðreynd að þessi texti er einungis sandkorn á leikvelli Meistarans.
(Það er til fjöldinn allur af öðrum kenningum um textann (sjá t.d. hér og hér) en ég leyfi textanum að fljóta með, í von um að textinn hér með leyfi mér að njóta fulls svefns, en minni þó á sig reglulega)
Oh, where have you been, my blue-eyed son?
Oh, where have you been, my darling young one?
I've stumbled on the side of twelve misty mountains,
I've walked and I've crawled on six crooked highways,
I've stepped in the middle of seven sad forests,
I've been out in front of a dozen dead oceans,
I've been ten thousand miles in the mouth of a graveyard,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, and it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.
Oh, what did you see, my blue-eyed son?
Oh, what did you see, my darling young one?
I saw a newborn baby with wild wolves all around it
I saw a highway of diamonds with nobody on it,
I saw a black branch with blood that kept drippin',
I saw a room full of men with their hammers a-bleedin',
I saw a white ladder all covered with water,
I saw ten thousand talkers whose tongues were all broken,
I saw guns and sharp swords in the hands of young children,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.
And what did you hear, my blue-eyed son?
And what did you hear, my darling young one?
I heard the sound of a thunder, it roared out a warnin',
Heard the roar of a wave that could drown the whole world,
Heard one hundred drummers whose hands were a-blazin',
Heard ten thousand whisperin' and nobody listenin',
Heard one person starve, I heard many people laughin',
Heard the song of a poet who died in the gutter,
Heard the sound of a clown who cried in the alley,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.
Oh, who did you meet, my blue-eyed son?
Who did you meet, my darling young one?
I met a young child beside a dead pony,
I met a white man who walked a black dog,
I met a young woman whose body was burning,
I met a young girl, she gave me a rainbow,
I met one man who was wounded in love,
I met another man who was wounded with hatred,
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard, ...
It's a hard rain's a-gonna fall.
Oh, what'll you do now, my blue-eyed son?
Oh, what'll you do now, my darling young one?
I'm a-goin' back out 'fore the rain starts a-fallin',
I'll walk to the depths of the deepest black forest,
Where the people are many and their hands are all empty,
Where the pellets of poison are flooding their waters,
Where the home in the valley meets the damp dirty prison,
Where the executioner's face is always well hidden,
Where hunger is ugly, where souls are forgotten,
Where black is the color, where none is the number,
And I'll tell it and think it and speak it and breathe it,
And reflect it from the mountain so all souls can see it,
Then I'll stand on the ocean until I start sinkin',
But I'll know my song well before I start singin',
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,
It's a hard rain's a-gonna fall.
Er lífið ekki dásamlegt?
Aðal heimildir:
Keys to the Rain: The Definitive Bob Dylan Encyclopedia (Höf. Oliver Trager)
Dylan on Dylan - The Essential Interviews ( Edt. Jonathan Cott)
Chronicles Vol.1 (Höf. Bob Dylan)
No Direction Home (Höf. Martin Scorsese & Bob Dylan)
Dylan: Visions, Portraits, & Back Pages (Höf. Mark Blake)
http://bobdylan.com/moderntimes/lyrics/main.html
http://www.expectingrain.com/discussions/
http://www.songfacts.com/detail.php?id=4052
http://youtube.com/results?search_query=Bob+Dylan+-+A+Hard+Rain%27s+A-Gonna+Fall+&search=Search
And I'll tell it and think it and speak it and breathe it,
And reflect it from the mountain so all souls can see it,
Then I'll stand on the ocean until I start sinkin',
But I'll know my song well before I start singin',
Það er sérstaklega þessi dásamlega síðasta lína sem endurtekur sig í sífellu þar til ég vakna. Línurnar eru að sjálfsögðu úr einu frægasta lagi Meistarans laginu ,,A Hard Rain´s A-Gonna Fall" og ekki úr vegi að kryfja þetta lag fyrst að þessar línur virðast angra mig (þó angurvært )og vekja mig til lífs á morgnanna. Krufningin er til gamans gerð en þó stuðst við heimildir (túlkanir eru að miklu leyti úr bókum fræðimanna sem hafa stúderað Dylan, en það gerir þær ekki endilega alréttar, það eru til kenningar um að þetta sé Biblíutexti og vísun í örkina hans Nóa, að hann fjalli um mannréttindabarráttu blökkumanna, að þetta sé vísun í Opinberunarbókina o.s.frv.)
Dylan spilaði þetta lag í fyrsta skiptið fyrir almenning í Carnegie Hall 22.september 1962 og 6.desember þetta sama ár kom lagið út á annarri breiðskífu hans ,,The Freewheelin Bob Dylan" og byggir það á bresku ballöðunni ,,Lord Randall" childballad No.12. (sem er til í allskyns útgáfum) sem Dylan lærði af enska þjóðlagasöngvaranum Martin Carthy. (Heimildum ber ekki alveg saman um hvar textinn var saminn (sem er algjört aukaatriði), Bob Dylan sagði í útvarpsviðtali að hann hefði samið textann í kjallara á Village Gate en Tom Paxton vill meina að hann hafi samið textann í litlu herbergi sem þeir deildu fyrir ofan hið fræga kaffihús Gaslight í Greenwich Village.)
Hinar bresku útgáfur komast hins vegar ekki í hálfkvist við Endaloka og Opinberunartextann sem Dylan býður uppá. Raunar má velta því fyrir sér hvort að einhvers staðar sé hægt að finna jafn magnþrunginn texta á blaði, í hljóðritun eða í nokkrum miðli (ég hef áður sagt að slíkt sé ekki hægt). Bob Dylan var eingöngu 21 árs þegar að lagið kom út og hafði aðeins gefið út sína fyrstu plötu árinu áður. Var þessi texti ólíkur öllum öðrum textum sem hann hafði þá samið og sá fyrsti af fjölmörgum þar sem Dylan notar sögumannsformið (færir fréttir úr undarsamlegum ferðalögum), en lagið byggir á spurningum föðurs sem tekur við ferðalangnum og svörum frá sögumanninum sem er sonur hans og að því leyti uppgjör eins og ég mun síðar koma að á milli kynslóða a la ,, The Times They Are A-Changin' ". Textinn er einnig upphafið af súrrealísku flæði, táknum og tilvitnunum í söguna. Má þar nefna texta Allen Ginsberg bæði ,,Howl" og ,,Kaddish" en ekki síður úr listheiminum í verk Goya og ,,Guernica" eftir Picasso. Þá eru tilvísanir í frönsk ljóð, m.a. setningin ,,Heard the song of a poet who died in the gutter" sem er tilvitnun í línu eftir Charles Baudelaire sem segir ,,The Soul of an old poet wanders in the gutter" og eins má sjá glitta í verk Rimbaud ,,The Drunken Boat". Allir þeir sem hafa gaman af meiru en grunnhyggnum textum sjá því hvers konar margslungið þrekvirki þessi er.
Lagið kemur út rétt eftir að Kúbudeilan hafði náð hámarki og því ekki að undra þó að lagið næði vinsældum og var Dylan ítrekað spurður hvort að textinn fjallaði ekki (og margir gerðu ráð fyrir því) um kjarnorkustyrjöld/kjarnorkuregn en Dylan var sjálfur í viðtölum alls ekki á því og að lagið fjallaði hreinlega almennt um endi einhvers sem yrði að eiga sér stað. Línurnar ,,Where the pellets of poison are flooding their waters" og skömmu seinna ,,Where the executioner's face is always well hidden" verða öllu skiljanlegri en um fyrri setninguna sagði Dylan að eitrið eða lygarnar sem fólk heyrði daglega í útvarpi og læsi í blöðum (heilaþvottur) yrðu að verða mönnum ljósar fyrir það sem þær eru; af þeim sökum er textinn og verður til frambúðar (eins og svo margir aðrir textar hans) klassískur. Allar heimildir benda einnig til þess að Dylan hafi verið langt kominn með textann um haustið áður en Kúbudeilan náði hámarki sínu um miðjan október.
Þetta er því í senn örvæntingarfullur texti sem spannar það sem komið hefur upp á ferðum sögumanns og endar á því að spyrjandinn spyr hvað hann ætli sér eftir þessa lífsreynslu. En textinn nær lengra því að hann spannar og grípur utan um Kalda stríðið nokkuð vel (sumir myndu segja að textinn eigi jafnvel enn betur við nútímann og afleiðingar alþjóðavæðingar) þar sem sonurinn hefur farið um óraveg þar sem dauðinn er í aðalhlutverki ,, I've walked and I've crawled on six crooked highways, I've stepped in the middle of seven sad forests, I've been out in front of a dozen dead oceans, I've been ten thousand miles in the mouth of a graveyard," og aðalleikendur á sviðinu gera skilin milli andstæðra póla, hins góða og illa, ljós og myrkurs, en einkum lífs og dauða ósýnileg ,, I met a young child beside a dead pony, I met a white man who walked a black dog, I met a young woman whose body was burning, " en veröldin er þó ekki eingöngu á leið til glötunnar og það birtir til þó að andstæðurnar séu ennþá til staðar ,,I met a young girl, she gave me a rainbow, I met one man who was wounded in love, I met another man who was wounded with hatred, "
Svarið að lokum er einfalt, síðustu fjóru línurnar að ofan segja allt um vonina og það sem verður að gerast og klífur þannig bilið milli kynslóðanna og nálgunina sem átti að verða, en varð hugsanlega aldrei raunverulega hjá 68´kynslóðinni (eins og Egill Helgason bendir á í tilefni 40 ára afmælisins). Þá komum við aftur að klassísku áhrifunum, sem er þessi endalausa barátta fólks fyrir betri heimi og á meðan óréttlæti ríkir (Where hunger is ugly, where souls are forgotten,Where black is the color, where none is the number,) þá mun þessi texti verða sunginn og vonin felst ekki eingöngu í stúlkunni sem gefur drengnum regnboga heldur innblástrinum fyrir því að baráttan muni skila sér að lokum ,, I heard the sound of a thunder, it roared out a warnin', Heard the roar of a wave that could drown the whole world, Heard one hundred drummers whose hands were a-blazin', " en einnig að uppgjöfin muni engu skila ,,I saw ten thousand talkers whose tongues were all broken... Heard ten thousand whisperin' and nobody listenin' - Heard one person starve, I heard many people laughin' ".
Almennt sagði Dylan að hver lína textans hefði átt að vera fyrsta lína í nýjum texta en svo ákvað hann að henda þeim öllum í einn texta, þar sem hann sá ekki fram á að klára þessa texta. Lagið hefur verið óspart notað í heimildarmyndum um þennan tíma, varðandi Kúbudeiluna, morðið á JFK og MLK og Víetnam stríðið og þennan tíma breytinga þar sem litlu mátti muna að hið brothætta lýðræðisríki Bandaríkin riðaði til falls. Textinn hefur fylgt og verið sunginn á tónleikum hjá Dylan í gegnum hin ýmsu skeið í lífi hans sem tónlistarmanns, allt frá sjöunda áratug kjarnorkuhættunnar, yfir í trúartímabilið og til nútíðar sem áminning um það að hart regn getur skollið á hvenær sem er og í hvaða formi sem er - en það er alltaf von... jafnvel á íslenskum hlutabréfamörkuðum!
Það stórkostlega við þetta allt saman er þó sú staðreynd að þessi texti er einungis sandkorn á leikvelli Meistarans.
(Það er til fjöldinn allur af öðrum kenningum um textann (sjá t.d. hér og hér) en ég leyfi textanum að fljóta með, í von um að textinn hér með leyfi mér að njóta fulls svefns, en minni þó á sig reglulega)
Oh, where have you been, my blue-eyed son?
Oh, where have you been, my darling young one?
I've stumbled on the side of twelve misty mountains,
I've walked and I've crawled on six crooked highways,
I've stepped in the middle of seven sad forests,
I've been out in front of a dozen dead oceans,
I've been ten thousand miles in the mouth of a graveyard,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, and it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.
Oh, what did you see, my blue-eyed son?
Oh, what did you see, my darling young one?
I saw a newborn baby with wild wolves all around it
I saw a highway of diamonds with nobody on it,
I saw a black branch with blood that kept drippin',
I saw a room full of men with their hammers a-bleedin',
I saw a white ladder all covered with water,
I saw ten thousand talkers whose tongues were all broken,
I saw guns and sharp swords in the hands of young children,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.
And what did you hear, my blue-eyed son?
And what did you hear, my darling young one?
I heard the sound of a thunder, it roared out a warnin',
Heard the roar of a wave that could drown the whole world,
Heard one hundred drummers whose hands were a-blazin',
Heard ten thousand whisperin' and nobody listenin',
Heard one person starve, I heard many people laughin',
Heard the song of a poet who died in the gutter,
Heard the sound of a clown who cried in the alley,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.
Oh, who did you meet, my blue-eyed son?
Who did you meet, my darling young one?
I met a young child beside a dead pony,
I met a white man who walked a black dog,
I met a young woman whose body was burning,
I met a young girl, she gave me a rainbow,
I met one man who was wounded in love,
I met another man who was wounded with hatred,
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard, ...
It's a hard rain's a-gonna fall.
Oh, what'll you do now, my blue-eyed son?
Oh, what'll you do now, my darling young one?
I'm a-goin' back out 'fore the rain starts a-fallin',
I'll walk to the depths of the deepest black forest,
Where the people are many and their hands are all empty,
Where the pellets of poison are flooding their waters,
Where the home in the valley meets the damp dirty prison,
Where the executioner's face is always well hidden,
Where hunger is ugly, where souls are forgotten,
Where black is the color, where none is the number,
And I'll tell it and think it and speak it and breathe it,
And reflect it from the mountain so all souls can see it,
Then I'll stand on the ocean until I start sinkin',
But I'll know my song well before I start singin',
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,
It's a hard rain's a-gonna fall.
Er lífið ekki dásamlegt?
Aðal heimildir:
Keys to the Rain: The Definitive Bob Dylan Encyclopedia (Höf. Oliver Trager)
Dylan on Dylan - The Essential Interviews ( Edt. Jonathan Cott)
Chronicles Vol.1 (Höf. Bob Dylan)
No Direction Home (Höf. Martin Scorsese & Bob Dylan)
Dylan: Visions, Portraits, & Back Pages (Höf. Mark Blake)
http://bobdylan.com/moderntimes/lyrics/main.html
http://www.expectingrain.com/discussions/
http://www.songfacts.com/detail.php?id=4052
http://youtube.com/results?search_query=Bob+Dylan+-+A+Hard+Rain%27s+A-Gonna+Fall+&search=Search
Efnisorð: Dylan
4 Ummæli:
Dylan kemur á klakan í haust
Kiddi B
Já, ég sá það í einhverju kynningarmyndbandi frá að ég held Concert - það væri draumi líkast þó að ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru miklar líkur á því að þeir tónleikar standist ekki væntingar tónlistarlega... en það er hreinlega þess virði að borga nokkra þúsund kalla fyrir það eingöngu að sjá þennan mann á lífi með berum augum. Þannig að það mun allavegana 1 miði seljast jafnvel þó að hann muni einungis prumpa í míkrafóninn á næstu 20 tónleikum á undan; en svo er stefnan í framtíðinni að sjá hann á heimavelli í Bandaríkjunum.
jájájá.. ætlaru semsagt að bjóða mér til néw york e-n tímann?! ;)
Jú, það skal ég vonandi einhvern tímann gera.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim