laugardagur, janúar 12, 2008

Það er spurning

Þú ert stjóri hjá stórliði sem hefur ekki staðið undir væntingum og þú gætir verið rekinn eftir tímabilið ef þú nærð ekki árangri. Það hefur gengið vel að verjast og liðið hefur fengið á sig næst fæst mörk í deildinni. Einn besti maður liðsins og stór hluti þeirrar varnarvelgengni er á lánssamningi sem rennur út í vor og góður miðvörður er að koma tilbaka úr meiðslum og myndar þá eitt öflugasta miðvarðarparið í deildinni. Bakverðirnir þínir og kantmenn eru hins vegar ónytjungar sóknarlega og aðeins einn senter af fjórum hefur spilað af þeirri getu sem þú sækist eftir.

Hvað gerir þú?

A: Tryggir þér þennan mann sem þú ert með á lánssamningi svo að hann fari ekki annað.

B: Kaupir þér sóknarþenkjandi bakvörð.

C: Kaupir þér góðan kantmann.

D: Kaupir þér góðan senter.

E: Kaupir þér hafsent sem er 1.91 og getur líka spilað vinstri bakvörð.


En svona án gríns - hvað segir þetta okkur um stöðuna. Tvennt kemur til greina:


A: Eigendurnir treysta ekki Rafa fyrir alvöru peningum.

B: Alvöru peningar eru ekki til hjá eigendunum


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim