mánudagur, febrúar 25, 2008

Að finna lyktina af velgengni

Lakers eru í þvílíku formi eftir einhver allra bestu viðskipti seinni ára þegar að Gasol kom til Lakers. Lakers hafa unnið 11 og tapað einum eftir komu Gasol og lið sem eitt sinn var einungis Kobe er núna orðið eins og vel smurð vél. Gasol er að smellpassa inn í liðið eins og ég hef áður sagt og Odom er nánast eins og nýr leikmaður og þegar að Bynum snýr í vörnina þá verður þetta lið rosalegt. En liðið er ekki einungis þessir fjórir menn því að Lakers á líka þrjá leikmenn á topp 20 með bestu þriggja stiga nýtinguna, þá Vujacic, Fisher og Radmanovic.
Vujacic er einmitt einn þessara leikmanna sem hefur grætt á auknum styrk Lakers inni í teig og hefur hann nú skorað oftar yfir 10 stig frá komu Gasol en á rúmlega þremur og hálfu ári án hans.
Menn eru þegar farnir að finna lyktina af verulegri velgengni sem er framundan og farnir að bera saman tölfræði þessa liðs við fyrri meistaralið Jacksons undir stjórn Lakers og Bulls og það er ljóst að með besta leikmann NBA deildarinnar, einhverja albestu framherjasveit deildarinnar og þá staðreynd að ekkert lið á jafn margar þriggja stiga skyttur á áðurnefndum topp 20 lista að þá er Lakers líklegt til stórræða í ár en þó sérstaklega á næstu árum - vá þetta hljómar eins og hjá stuðningsmanni Liverpool.

Þegar maður horfir á Lakers liðið og veltir stöðu þess fyrir sér miðað við önnur stórlið er fljótlega eitt sem maður sér strax - aldur leikmanna. Kobe verður 30 ára í haust, Gasol 28 ára, Odom 29 ára í sumar og Bynum 21 árs í haust.
Meðalaldur þríeykisins hjá Boston er 32 ár, hjá Detroit er Wallace að verða 34 ára og Billups og Hamilton búnir að ná þrítugs aldri. Hjá meisturunum í Spurs eru Horry, Bowen, Finley, Thomas og Stoudamire á síðustu dropunum, Duncan 32 ár og Ginobili 31 árs. Hjá Pheonix er Nash orðinn 34 ára, Shaq á mánuð í að verða 35 ára (og er að liðast í sundur) og Grant Hill verður 36 ára í haust. Hjá Dallas verður Kidd 35 ára í næsta mánuði, Stackhouse 34 ára í maí, Eddie Jones 37 ára í haust, Howard er ný orðinn 35 ára, Dampier verður 33 ára í sumar og þeir Dirk, og Terry eru orðnir eða að verða 30 ára. Hjá Denver eru Camby og Atkins orðnir eða að verða 34 ára og Iverson er að verða 33 ára.Þá eru auðvitað eftir lið eins og Utah, New Orleans, Orlando og Cleveland (og þó, hjá Cleveland er Ilgauskas að verða 33 ára, Ben Wallace 34 ára, Eric Snow 35 ára, Joe Smith 33 ára, Damon Jones 32 ára, Szczerbiak 31 árs - lið sem hefur Lebron og Daniel Gibson er samt alltaf líklegt til að finna sér einn mann og spila um titil).

En það er í það minnsta ljóst að án einhverja verulegra áfalla að þá er Lakers að fara að vinna titla á næstu árum. Það er möguleiki í ár, enn betri líkur á næsta ári og þar næsta ári og ef að Lakers verður ekki búið að vinna deildina á þeim tímapunkti þá er það skandall. Eigum við ekki að segja þrír titlar á næstu 6 árum áður en Lebron kemur til LA og tekur við af Bryant og myndar nýtt meistaralið. Þá verður Lebron 30 ára, Bynum 27 ára, Farmar 28 ára, Vujacic 30 ára og Ariza 29 ára... Gasol (þá í stuðningshlutverki eins og Vlade Divac) og Odom (orðinn Horry týpa).

Kannski er rétt að taka eitt skref í einu?

Um að gera að hlusta á hiphop í færslunum að neðan.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

já þetta verður rosa skemmtileg úrslitakeppni og lakers á eftir að pakka öllu saman. Allaveganna yndislegt fyrir mig að sjá lakers vera koma svona sterka upp sérstaklega í ljósi þess að liverpool er alltaf að skíta á sig.
kv bf

25 febrúar, 2008 11:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já það er svo sannarlega skemmtilegt að geta loksins samglaðst með þér á íþróttasviðinu, sonur sæll, ef Laker og Fram eru undanskili þá hafa leiðir okkar ekki mikið farið saman (mistök í uppeldinu, reikna ég með) og um Fram þarf ekki að fjölyrða. Hvað um það þá er verst að vera ekki í þægilegri næturvinnu þegar NBA er annars vegar - merkileg árátta hjá kananum að spila þennann bolta svona á nóttunni :)

25 febrúar, 2008 14:00  
Blogger Gummi Jóh sagði...

Eins og mínir menn í Lakers hafa verið að spila að þá er nokkuð ljóst að á L82 verður Sýn keypt.

Að sjá Lakers spila vel og hafa gleðigjafann Svala Björgins með open mic er killer blanda.

25 febrúar, 2008 14:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahaha, þetta hljómar einmitt eins og hjá stuðningsmanni Liverpool, og þá aðallega af því að þetta mun reynast rangt.

3 titlar á næstu 6 árum? Það er ágætis krafa. Ekki gleyma liðum eins og Portland sem er með flesta 1st round picks í sínum herbúðum og mjööög ungt lið sem og Seattle sem eru með næst flesta 1st round picks. Það er ekki langt í að Seattle vélin detti í gang með Wilcox, Jeff Green og Durant (19 ára og efni í Kobe-týpu mínus stælana) í fararbroddi. Þessi lið byggja á ungum mönnum og munu e.t.v. fara upp að liðum eins og Rockets, Suns, Mavs og jafnvel Spurs á næstu árum og þá er ekki langt í efstu liðin.

Þá eru ótalin öll hin 25 liðin og það er ekki séns eins og deildin er núna að eitthvað lið sé að fara að stinga af á næstu árum og dominera deildina.

Þegar Vujacic verður 30 ára og Ariza (hver er það?) 29 ára, þá verða CP3 og Tyson Chandler hvað gamlir?

Já það er auðvelt að blindast þegar vel gengur (sbr. byrjun tímabilsins hjá Liverpool), en ef Lakers verða ekki meistarar á þessu ári eða næsta, þá fer að styttast í annan endann á þessu.

Ef Lebron færi í Lakers eftir segjum 2 ár þá þyrftuð þið að skipta Bryant + 2-3 öðrum + valrétti + pening. Þá er ekkert eftir nema pirrað sterabúnt sem á endanum tryllist og allt fer í STEIK innan félagsins þegar hann sér að hann ekki möguleika á NBA titli með öllum þessum oflaunuðu Hollywood ræflum.

Lakers eru solid núna, en ég myndi ekki reikna með að þeir verði mikið sterkari (miðað við önnur lið) eftir því sem árin líða.

P.S. Juwan Howard er að verða 35 ára, Josh Howard er 27 ára.

Kv, Wilcox

25 febrúar, 2008 16:14  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

BF: Þú veist að Liverpool vinna Meistaradeildina.

Pjotr: Það er eitt að standa sig í uppeldi og annað að heilaþvo börn og veita þeim stalinískt uppeldi:) Það hefði verið til marks um slæmt uppeldi ef að ég hefði haldið með Liverpool og þar með ekki haft nokkurn sjálfstæðan vilja :) Hins vegar kvartar Arna yfir verklegu uppeldi - skil það ekki.

Gummi: Svali Björgvins hefur verið nánast eina ástæðan fyrir því að maður hefur horft á NBA undanfarin ár. En núna verður þetta áhugavert.

Biggi: Já það er Liverpool lykt af þessu en eins og ,,uppáhalds" stjórnmálamaðurinn þinn Obama segir - hvar erum við án þess að hafa von? :)
Varðandi Portland og Seattle og fyrstu umferðarvalrétt þá minni ég á Kwame Brown sem var valinn fyrstur í fyrstu umferð og Kobe var valinn um miðja aðra umferð :)
Ef að við horfum svo á þá leikmenn sem valdir hafa verið fyrstir í fyrstu umferð að þá eru aðeins fjórir á síðustu 25 árum sem hafa borið uppi Meistaralið.
Kobe á 5 góð ár eftir og í það minnsta sama á við um Odom og Gasol.
Lebron hlýtur að enda í Lakers, hann á nú ,,einungis" 4 ár eftir af samningnum og gæti tekið Shaq á þetta og samið við Lakers þá, enda er hann algjör LA týpa.
En tökum eitt skref í einu og horfum á næstu þrjú tímabil að þessu meðtöldu... á það sama ekki við um Rafa :)

Kveðja Bjarni Þór

25 febrúar, 2008 20:13  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim