fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Krafa á Kobe

Ég verð að fá að segja það sem enginn Lakers maður hefur sagt hingað til eða hefur ekki þorað að segja. Ég veit að það er langt því frá sjálfgefið en ég set hér með kröfu á Kobe Bryant að skila titli í hús í ár og í allra síðasta lagi á næsta ári.
Þetta fer svolítið eftir því hvenær Byynum snýr til baka úr meiðslum og hversu vel það gengur, en Kobe veit að hann getur ekki kvartað yfir neinu. Ef að Byynum verður heill þá hefur hann sterkan varnar senter, en auk þess hefur hann Gasol sem er að smellpassa inn í liðið og er að hafa virkilega góð áhrif á Odom. Þá hefur Bryant þá Fisher, Vujacic, Radmanovic og Farmar til að standa fyrir utan þriggja stiga línuna, þannig að hópurinn er verulega sterkur.
Ef að Kobe vill láta bera sig saman við Jordan og aðra af bestu leikmönnum NBA sögunnar þá er þetta tíminn til að stíga upp og sanna það að hann geti borið liðið til sigurs - í allra síðasta lagi næsta vor.

Ný gullöld?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er sammála og hef enga trú aðra en að kobe eigi eftir að standa sig. Væri reyndar supercool ef það yrði lakers-boston final. Ég myndi horfa á það í bæði bird og johnson.
kv bf

21 febrúar, 2008 19:57  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það væri algjör klassi og það væri reyndar Lakers vs Detroit líka og Lakers vs Cleveland gæti orðið tveggja manna einvígi. Þetta verður allavegana spennandi og það verður vel fylgst með í vor.

Kveðja Bjarni Þór

21 febrúar, 2008 20:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ja, thetta er slaemt mal. Eg er ekki vanur ad oska monnum meidsla en fyrst thetta er bara einn aumur putti a Kobe tha ma hann alveg lidast i sundur min vegna. Thad er ekki haegt ad stoppa manninn, hann tharf bara annadhvort ad vera kaldur eda meiddur.

Annars stefnir i rosalegustu urslitakeppni i sogu NBA (vestan megin) og forvitnilegt austan megin hvad vardar Pistons og Celtics, menn tala um ad Pistons seu alveg eins liklegir til ad fara i urslit. Gaman lika ad sja ad thitt annad lid, Utah Jazz, se "in the zone".

Eg sa Karl Malone bregda a leik um stjornuhelgina, og hann kom mer skemmtilega a ovart. Eg helt alltaf ad hann vaeri leidindapesi (eda hvitur madur i svortum likama)... en nei.

Megi Lakers fara til andskotans.

Virdingarfyllst,
Chris Wilcox

21 febrúar, 2008 23:39  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Chris, þó að þú sért í einu af 5 verstu liðum NBA það sem af er vetrar er óþarfi eða að vera með skítkast út í Lakers sem eru með eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar í 3.sæti yfir lið með flest stig skouð og í efsta sæti í síðustu 5 leikjum (með komu Gasol).
Karl Malone er hins vegar viðbjóður sem með meiðslum sínum ber ábyrgð á að Lakers eru titli fátækari, megi hann kafna á sínum kúreka hatti.

Kveðja DJ Mbenga

22 febrúar, 2008 00:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Golden State er með langskemmtilegasta liðið. Don Nelson sóknarbolti. Með tilokmu Chris Webber þá er hugsanlegt að Warriors stríði "bestu" liðunum í úrslitakeppninni eins og þeir gerðu við Dallas í fyrra.

Annars er Kurt Thomas kominn í Spurs. Góður drengur þar á ferð. Ætli Spurs fari ekki að taka spilamennskuna úr hlutlausa gírnum og yfir í 1.gír núna þegar fer að líða að úrslitakeppni. Ekki afskirfa meistaranna.

Manu Ginobili.

Kv Óli Þóris

22 febrúar, 2008 11:18  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég afskrifa svo sannarlega ekki meistarana enda sá ég þá í nótt - þvílíkur hópur. Einungis spurning hvort að svo margir reynsluboltar nái að halda í við hraðann sem einkennir Vesturdeildina. Það væri örugglega ekki gott fyrir liðið að lenda í of mörgum keyrsluliðum á borð við Lakers og Pheonix. Hins vegar er Spurs mjög árangursríkt en leiðinlegt lið.

Nú hef ég ekki séð nógu mikið af Golden State, en veit að þeir skora liða mest í deildinni.
Þeir eru hins vegar ekki inni úrslitakeppninni eins og stendur.

Annars er rosalegt að horfa upp á það hversu mun fleiri sterk lið eru á vesturströndinni en austur. Það eru 10 lið vestan megin með yfir 50% vinningshlutfall á móti 5 í austri og Orlando sem er með þriðja besta árangurinn austri væri ekki inni í úrslitakeppni vesturstrandarinnar.

22 febrúar, 2008 23:47  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim