Meiri stemmningu
Ég tók bandaríska kosningaprófið sem Egill Helgason benti á, hvet ykkur til að gera slíkt hið sama og gefa upp niðurstöður í commentakerfið hjá mér (ef að þið eruð ekki þeim mun feimnari)... kemur kannski ekki á óvart að ég hafi verið næst Obama og fjærst Huckabee.
Myndum meiri stemmningu í kringum kosningarnar vestanhafs!
Meira hiphop innan skamms!
Er lífið ekki dásamlegt?
Myndum meiri stemmningu í kringum kosningarnar vestanhafs!
Meira hiphop innan skamms!
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál
12 Ummæli:
Ef að Biggi skyldi rata hingað inn:
http://www.dv.is/frettir/lesa/5221
ég fékk sömu niðurstöðu og þú... hvernig er það ætlar þú að horfa á Man Utd. vs. ARS á morg?
kv,
ivar
ég virðist vera á svipuðum slóðum og þið félagarnir
kv bf
Clinton/Obama hjá mér vinstrisinnaður en frjálslyndur :)
Já ég vissi að flestir yrðu á þessum vinstri sinnuðu frjálslyndu nótum - spurning með Bigga?
Hvaðir segir þú Biggi - Huckabee eða McCain :)
Næst Ron Paul og fjærst Obama.
Þú ert semsagt bullandi miðjumaður :)
Eins nálægt því að vera hlutlaus og mögulegt er samkv. þessari óvísindalegu en skemmtilegu könnun :)
Nokkur atriði um Ron Paul tekin af Freedomfries:
,,Í gær fórum við Solla á kosningafund Ron Paul, sem var alveg hreint stórskemmtilegur! Það er ekki á hverjum degi sem maður má hrópa að maður vilji byltingu á stjórnmálafundi! Obama vill “change” - Ron Paul notar annað orð í sínum ræðum: revolution."
,,Síðan klöppuðu fundargestir líka fyrir því þegar Paul sagði að peningamenn á Wall Street væru að ræna millistéttina og “einokunarkapítalisminn” væri að gera útaf við Bandaríkin.
Og nú er kannski rétt að hafa í huga að þessi maður er ekki í framboði til formennsku í málfundafélagi Trotskýista, heldur er Paul þingmaður fyrir Repúblíkanalfokkinn og er að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna - og nýtur stuðnings 5-10% kjósenda."
,,Paulverjar virðast vera allskonar fólk - allt frá “Saving Iceland” hippum með dredlokka og þrjú börn til snyrtilegra hægridrengja í fermingarjakkafötunum."
,,Það voru líka nokkrir með stór skilti sem vöruðu við því að Sameinuðu þjóðirnar væru hættulegt sósíalískt samsæri - og fundargestir klöppuðu þegar Paul lofaði að draga Bandaríkin út úr Sameinuðu þjóðunum."
:)
Kveðja Bjarni
Ég er á sömu slóðum og þú Bjarni.
Enda ert þú ákaflega skynsamur maður, United usss!!!
Stemningu? Þú drapst alla stemningu hér með þessari ómálefnalegu vísun í United.
Mér hefur líka alltaf fundist Sigurjón vera ágætis penni, en núna hef ég misst álit á honum þegar hann bendlar sig við þig. Þú byrjaðir vel en núna ætla ég að taka þessa síðu útaf RSS listanum mínum. Takk fyrir mig!
:)
Hver man ekki eftir dýrðardögunum í haust þegar allt varð vitlaust :)
Næstur John Edwards en og lengst frá Fred Thompson (tveir þumlar upp fyrir flugvallarstjórann úr Die Hard2) og Huckabee.
Næstur Obama af þeim sem eru enn í kjöri.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim