Hiphop listi Ólafs Þórissonar
Körfuboltamaðurinn, verkfræðingurinn og Landsbankagúrúinn Ólafur Þórisson á ,,All time hiphop topplista dagsins". Hann er uppalinn í Seljahverfinu og á eins og margir aðrir sér fleiri en tvo persónuleika. Á daginn klæðist Ólafur jakkafötum og setur upp grímu hins hnitmiðaða verkfræðings í starfi sínu hjá Landsbankanum en að loknum vinnudegi klæðir Þórisson sig upp í svartra manna múnderíngu að hætti körfuknattleiksmanna og hlustar á hiphop. Hann hefur átt í löngu ástarsambandi við hiphop lífsstílinn og hver getur gleymt því þegar hann skankaði skífum sem síðar var sett á geisladisk sem gefinn var út af MR. Ég á auk þess í fórum mínum tónlist sem Ólafur hefur samið, sem ég mun síðar þegar hann er orðinn ríkur maður nota til að kúga út úr honum fé til að birta ekki fyrir augu og eyru almennings.
Seljahverfið má vera stolt af því að hafa alið upp jafn sérdeilis prýðilegan mann og raun ber vitni en Ólafur var reglulegur gestur á mínu heimili uppi í Fífuseli. Það leið ekki að löngu uns hann var farinn að pakka eldri mönnum saman í körfu og komst fljótlega inn í B4 elítuna sem var stökkpallur til hærri metorða. Ólafur hefur þó aldrei sem sannur heimamaður gleymt rótum sínum og leyfir okkur hér með að skyggnast inn í sínar endurminningar og hvaða hiphop lög það eru sem endurspegla hans persónuleika. Mér er tjáð að hann rappi þetta þegar að vel gengur í eignastýringunni:
,,Aiyyo I'm gonna be on ti-dop, that's all my eyes can see
Victory is mine, yeah surprisingly
I've been laying, waiting for your next mistake
I put in work, and watch my status escalate
Now I'ma start collectin props, connectin plots
networkin like a conference, cause the nonsense is yet to stop..."
Gang Starr - Moment Of Truth
Beastie Boys - Root Down *Remix*
Rakim - Guess Who's Back
Common - The 6th Sense
Gang Starr - You Know My Steez
Nas - Nas is like
Gang Starr - Work
De la soul - Me,myself and I
Er lífið ekki dásamlegt?
Seljahverfið má vera stolt af því að hafa alið upp jafn sérdeilis prýðilegan mann og raun ber vitni en Ólafur var reglulegur gestur á mínu heimili uppi í Fífuseli. Það leið ekki að löngu uns hann var farinn að pakka eldri mönnum saman í körfu og komst fljótlega inn í B4 elítuna sem var stökkpallur til hærri metorða. Ólafur hefur þó aldrei sem sannur heimamaður gleymt rótum sínum og leyfir okkur hér með að skyggnast inn í sínar endurminningar og hvaða hiphop lög það eru sem endurspegla hans persónuleika. Mér er tjáð að hann rappi þetta þegar að vel gengur í eignastýringunni:
,,Aiyyo I'm gonna be on ti-dop, that's all my eyes can see
Victory is mine, yeah surprisingly
I've been laying, waiting for your next mistake
I put in work, and watch my status escalate
Now I'ma start collectin props, connectin plots
networkin like a conference, cause the nonsense is yet to stop..."
Gang Starr - Moment Of Truth
Beastie Boys - Root Down *Remix*
Rakim - Guess Who's Back
Common - The 6th Sense
Gang Starr - You Know My Steez
Nas - Nas is like
Gang Starr - Work
De la soul - Me,myself and I
Er lífið ekki dásamlegt?
11 Ummæli:
Það er ljóst að ég er eini maðurinn sem fer eftir reglum, eða giltu þessar reglur bara um mig? Ég eyddi t.d. dágóðum tíma í að sigta mitt efni til að stór-brjóta þær ekki.
Is it just because I´m black?
En annars stórgóður listi hér á ferð, sem ég verð eiginlega að taka örlítið persónulega. Ég man t.d. vel eftir því að hafa verið heima hjá Þórissyni fyrir körfuboltaæfingu að blasta Guess Who´s Back dag eftir dag eftir dag klæddur í Kemp #40. Þvílík nostalgía (frá annars erfiðum tímum). Ég panta hér með basket í sumar. Fade-awayið er á sínum stað og allur pakkinn... það hefur ekkert breyst; nema að ég get kannski ekki étið hamborgara og shake fyrir æfingar eins og ég gat þá.
Já, þú þekkir það manna best að þar sem svarti maðurinn er, þar eru reglur brotnar.
Það er pottþétt karfa í allt sumar og fyrst að aldurinn er farinn að segja til sín að þá tökum við Sveitann og Shake úti í Ísseli á eftir.
http://youtube.com/watch?v=JsYcQ4gzYsE
Kveðja Bjarni Þór.
Íssel maður... shit! Hef ekki farið þangað í mörg ár, en sjoppulyktin þar er mér í fersku minni. Burger og shake er þekkt combo. Þegar Tiger Woods var host á US Masters í fyrsta sinn þá bauð hann upp á burger og shake (sigurvegari fyrra árs ákveður matseðil sérstaks hátíðarkvöldverðar fyrsta kvöldið).
Stórgóð færsla. Vonum að veðurguðirnir verði okkur hagstæðir. Ef svo verður þá verður mikið spilað í Lindarskóla í sumar. Farið vel með ykkur þangað til.
Í dag er 23.febrúar 2008. Við erum í 8.viku ársins.
Áætlað útikörfutímabil hefst í 20.-22.viku ársins.
Biggi: Nú veit ég lítið sem ekkert um golf, en ef að þetta er rétt þá hefur Tiger öðlast mína virðingu.
Óli: Gott að setja þetta upp þannig að þetta sé á hreinu. Lindarskóli er málið.
Samhryggist ykkur báðum með Eduardo.
Kveðja Bjarni Þór.
Ég samhryggist þér að hafa séð þetta á undan mér. 2-2 eru svo óskiljanleg úrslit, en ætli Clichy hafi ekki fengið taugaáfall þarna í lokin.
Var þetta víti á Clichy? Ég var svo gáttaður að ég fylgdist ekki nógu vel með endursýningunni. En þetta gerir deildina meira spennandi, og meira svekkjandi fyrir Man Utd að tapa í lokin með minni mun.
Ég horfði á þetta víti nokkrum sinnum í þættinum 4-4-2 og mér fannst þetta alveg á mörkunum. Þetta var reyndar slæmt sjónarhorn og dómarinn var betur staðsettur. En Gylfi Orra vildi meina að hann hefði fyrst farið í manninn áður en hann komst í boltann, ég skal ekki segja.
Hvað var hins vegar málið með Gallas? Hvað varð til þess að vallarstarfsmaður þurfti að stöðva hann í að ráðast á einhvern?
Þarf ekki að fara að kæla þennan mann aðeins?
Nú sjáum við úr hverju Arsenal menn eru gerðir. Tap í bikar gegn United, jafntefli í Meistaradeildinni á heimavelli og jafntefli gegn Birmingham á síðustu mín + meiðslin... næsti leikur er heima gegn Aston Villa, það er ekki gefið.
Þetta er í fyrsta skiptið sem maður skynjar einhver vandræði hjá Arsenal á þessu tímabili og að þeir gætu brotnað - sjáum til.
Stig munu tapast og bæði lið eiga eftir að spila við hin tvö stóru liðin og svo auðvitað innbyrðis. Ég held að það verði innan við þriggja stiga munur þegar að liðin mætast á Old Trafford og bæði lið eru þess verðug að standa uppi sem meistarar í lok tímabilsins.
En svo skulum við ekki gleyma Chelsea.
Kveðja Bjarni Þór.
Gallas var nú bara að sparka í auglýsingaskilti þegar gaurinn var að halda honum. Það er auðvitað í mesta hita leiksins en ég myndi segja að það sýni úr hverju menn eru gerðir. Ef ég væri þjálfari þá myndi ég vilja sjá mína menn bregðast svona við, annað er lúseraháttur. Ég held líka að það sem þeir sáu í byrjun leiks hafi spilað inn í að Gallas hafi misst sig svona.
Eduardo var ekki orðinn neinn lykilmaður í liðinu og ég held að þessi aðför þjappi liðinu saman, sérstaklega á þessum tímapunkti. Svo styttist verulega í v. Persie sem er sterkasti framherji Arsenal á pappírum.
Það sem mér finnst sorglegast er bara hvernig það er hægt að komast upp með að gera svona, ferillinn er í hættu og hann mun missa af EM með Króatíu. Heldur upp á 25 ára afmælið sitt á mánudaginn liggjandi á sjúkrahúsi í óvissu um hvort hann verði eitthvað í framtíðinni.
Ég las einmitt komment á footytube þar sem einhver spurði varðandi ummæli McLeish... hvað ef þetta hefði verið Eboue sem hefði tæklað Rooney eða Gerrard? Hann hefði verið grafinn lifandi. Óviljandi eða viljandi er spurningin. En myndi einhver leikmaður í heiminum, í sama hvaða aðstöðu hann væri, viðurkenna að hafa meitt mann viljandi? Ekki einu sinni Keane gerði það á sínum tíma fyrr en löngu síðar, en það mál var reyndar öðruvísi (hefnibrot).
Það breytir engu hvort þetta var óviljandi eða ekki, þetta gerðist og það er óásættanlegt. Eins og Wenger sagði þá er mikið um svona tæklingar, og meðan þetta er viðloðandi þá munu menn brotna. Þetta er bara spurning um að hitta "rétta" staðinn á fætinum og þá smellur hann í sundur. Það sem gerir þetta enn grófara er að þetta var strax í byrjun og enginn hiti kominn í leikinn.
Svona kallar eins og Taylor og fleiri gera ýmislegt til að stöðva andstæðinginn. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera þegar þeir fljúga með takkana á undan sér í þessari hæð.
"Ef ég væri þjálfari þá myndi ég vilja sjá mína menn bregðast svona við" - átti auðvitað að vera: "ég myndi vilja sjá mína menn bregðast svona við". Enda bregðast þeir harkalega við þegar að þeim er vegið.
Maður gleymir stundum að maður er knattspyrnustjóri.
Það myndi auðvitað enginn viðurkenna að hafa gert svona viljandi, maðurinn ætti hreinlega yfir höfði sér morðhótanir ef að hann hefði sagt það.
Það hafa margir kvartað yfir hörku dómara yfir að reka útaf fyrir tveggja fóta tæklingar sem ekki fara í mann heldur bolta... eftir þessa tæklingu er ljóst að fáir munu mótmæla. Það er svo spurning hversu bannið verður langt, vonandi sem allra lengst.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim