Önnur sópun hjá Obama
Það er mánuður svarta mannsins í Bandaríkjunum og á þessari síðu er hiphopþema, úrslit næturinnar eru því viðeigandi og þessi síða er sérstaklega skemmtileg. Hér getið þið líka séð Hiphopforobama þemað.
Obama tók fylkin þrjú þar sem kosið var í í nótt mjög örugglega. Ekki eru öll atkvæði talin þegar þetta er ritað en hann vann með um og yfir 60% atkvæða í Virginia og Maryland en hlaut 75% atkvæða í District of Columbia. Hann er nú þegar með 25 fulltrúa umfram Hillary og það mun aukast þegar að líður á nóttina (sennilega upp í u.þ.b 30-40). Ég sá allar ræðurnar frá Hillary, Obama og McCain og þau voru meira og minna öll í endurtekningum á undanförnum ræðum - Obama auðvitað mörgum mílum á undan og gat skotið inn í bröndurum og svarað köllum úr sal á mjög eðlilegan máta.
McCain hins vegar leit út fyrir að vera að deyja á sviðinu svo líflaus var hann og áhorfendur í takt við það og það er kannski til marks um muninn að McCain talaði úr litlum sal þar sem heyra mátti í mönnum á sviðinu á meðan áhorfendur klöppuðu á meðan Obama var í íþróttahöll og CNN þurfti að lækka hljóðið í hvert skipti sem að áhorfendur fögnuðu... Hillary var í besta falli ósannfærandi og minnti helst á einhvern sem er að taka þátt í leikriti en kann ekki að leika.
Já, Obama heldur áfram á ótrúlegu skriði og þegar að kjósendur voru greindir niður í hópa þá vann hann nánast alla flokka út nóttina þar á meðal, meðal hvítra og kvenna - hann náði einnig mun betur en aðrir frambjóðendur beggja flokka til óháðra og jafnvel Repúblikanar mættu og studdu hann.
En það er ekki bara að Obama sé í stuði, það er allt í tómu bulli þessa dagana hjá Hillary - hún er búin að skipta um kosningastjóra og er að margra mati farin að minna á Guiliani varðandi það að gefa eftir ríki, þá batnar heldur ekki ástandið þegar að Hillary er orðinn óskaframbjóðandi Repúblikana og hefur ekki unnið könnun með marktækum mun þegar kannað er hvort kjósendur myndu fremur velja hana eða McCain, það hefur Obama hins vegar alltaf gert í samskonar könnunum.
Þessi meðbyr hefur farið ótrúlega í suma og talað eru um Obama cult og því smurt við cultið í kringum Bush (sem auðvitað er allra versti forseti Bandaríkjanna). En við skulum ekki gleyma því heldur hvernig hlutirnir voru í kringum JFK, Reagan og jafnvel Bill Clinton ef að við ætlum að vera sanngjörn í samanburði og auðvitað er mun líklegra að sem forseti yrði hann líkari forverum sínum í Demókrataflokknum en pabbastráknum sem nú er við völd.
Þetta hér að neðan lúkkar vel, einungis spurning hvaða hiphop perlu við getum spilað undir þegar hann tekur við - tillögur eru vel þegnar.
Í hvíta húsinu - hvar er hann Jón Kennedy?
Obama tók fylkin þrjú þar sem kosið var í í nótt mjög örugglega. Ekki eru öll atkvæði talin þegar þetta er ritað en hann vann með um og yfir 60% atkvæða í Virginia og Maryland en hlaut 75% atkvæða í District of Columbia. Hann er nú þegar með 25 fulltrúa umfram Hillary og það mun aukast þegar að líður á nóttina (sennilega upp í u.þ.b 30-40). Ég sá allar ræðurnar frá Hillary, Obama og McCain og þau voru meira og minna öll í endurtekningum á undanförnum ræðum - Obama auðvitað mörgum mílum á undan og gat skotið inn í bröndurum og svarað köllum úr sal á mjög eðlilegan máta.
McCain hins vegar leit út fyrir að vera að deyja á sviðinu svo líflaus var hann og áhorfendur í takt við það og það er kannski til marks um muninn að McCain talaði úr litlum sal þar sem heyra mátti í mönnum á sviðinu á meðan áhorfendur klöppuðu á meðan Obama var í íþróttahöll og CNN þurfti að lækka hljóðið í hvert skipti sem að áhorfendur fögnuðu... Hillary var í besta falli ósannfærandi og minnti helst á einhvern sem er að taka þátt í leikriti en kann ekki að leika.
Já, Obama heldur áfram á ótrúlegu skriði og þegar að kjósendur voru greindir niður í hópa þá vann hann nánast alla flokka út nóttina þar á meðal, meðal hvítra og kvenna - hann náði einnig mun betur en aðrir frambjóðendur beggja flokka til óháðra og jafnvel Repúblikanar mættu og studdu hann.
En það er ekki bara að Obama sé í stuði, það er allt í tómu bulli þessa dagana hjá Hillary - hún er búin að skipta um kosningastjóra og er að margra mati farin að minna á Guiliani varðandi það að gefa eftir ríki, þá batnar heldur ekki ástandið þegar að Hillary er orðinn óskaframbjóðandi Repúblikana og hefur ekki unnið könnun með marktækum mun þegar kannað er hvort kjósendur myndu fremur velja hana eða McCain, það hefur Obama hins vegar alltaf gert í samskonar könnunum.
Þessi meðbyr hefur farið ótrúlega í suma og talað eru um Obama cult og því smurt við cultið í kringum Bush (sem auðvitað er allra versti forseti Bandaríkjanna). En við skulum ekki gleyma því heldur hvernig hlutirnir voru í kringum JFK, Reagan og jafnvel Bill Clinton ef að við ætlum að vera sanngjörn í samanburði og auðvitað er mun líklegra að sem forseti yrði hann líkari forverum sínum í Demókrataflokknum en pabbastráknum sem nú er við völd.
Þetta hér að neðan lúkkar vel, einungis spurning hvaða hiphop perlu við getum spilað undir þegar hann tekur við - tillögur eru vel þegnar.
Í hvíta húsinu - hvar er hann Jón Kennedy?
Efnisorð: Stjórnmál
5 Ummæli:
David Palmer ímyndin hefur sterk áhrif.
Við sjáum mynd :
http://www.lafn.org/politics/gvdc/Natl_Debt_Chart.html
Er lífið ekki yndislegt ?
Kv Óli Svarthöfðason
Ég var að kryfja og rifja (af rif) upp úr brjóstholinu á mér sólskinstíma á Bækistöðinni liðin sumur (Sumarliði?) Ég skora á þig að fá með mér sjeik í ákveðinni sjoppu næsta júní, og jafnvel fá fleiri í það.
Sjeik með afbragði.
Haukur: David Palmer hefur pottþétt hjálpað mörgum við að treysta blökkumanni í Hvíta Húsið.
Ólafur: Þakka þér. Hérna erum við að tala saman, ég smelli þessu kannski inn á síðuna við tækifæri. Deiglan var einmitt með lítinn pistil um Clinton árin (http://deiglan.com/index.php?itemid=11826) - spurning hvað Biggington hefur að segja við þessu?
Henrik: Ég er að sjálfsögðu til í sjeik, jafnvel Khalid Sjeik Mohammed og já það væri ekki vitlaust að taka Daðstein og Keðjufíflið með og auðvitað konunginn - hver veit nema að Ólafur Þórisson sláist með í för enda hefur hann margan sjeikinn sopið. Elítan er öll að sjálfsögðu velkominn... spurning með Ella samt :)
Bið að heilsa ykkur öllum - kveðja Bjarni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim