Rökræður Demókrata í nótt
Obama og Hillary áttust við í rökræðum í nótt (hér eru máefnin klippt í styttri video). Bill Clinton steig fram og gaf það í skyn að tapi Hillary annaðhvort Ohio eða Texas þann 4. mars þá muni hún pakka saman. Samkvæmt skoðanakönnunum eru þau hnífjöfn í Texas (og hingað til hefur það þýtt að Obama fer fram úr á lokametrunum) og í Ohio er Obama að saxa á forskotið og það er komið niður í 7% mun.
Obama hafði því yfirhöndina enda búinn að vinna síðustu 11 og búist var við að Hillary myndi reyna allt hvað hún gæti, en stjórnmálaskýrendur CNN voru sammála um að þetta hefði í besta falli verið jafntefli. Það var til að mynda einu sinni púað á Hillary fyrir óþarfa skot á Obama en hún reddaði stigi til baka í restina með því að henda út ,,grátur/samúðartrompinu" (þar sem hún var gráti næst yfir hermönnum sem höfðu misst útlimi, sem þyrftu daglega að búa við mun meiri raunir en hún... já hermenn sem hún sjálf sendi í stríðið) - Hillary var því í senn rög, köld og svo í endann ofurvæmin. Sumir voru á því að væmnin hefði bjargað henni en aðrir sögðu að þetta væri einungis upphafið að endinum, enda er það alveg ljóst að ef hún fer áfram á væmni og tárum að þá munu Repúblikanar hakka hana í sig, því að Bandaríkjamenn vilja ákveðinn og öruggann forseta en ekki forseta sem brestur í grát við minnsta tilefni. Hillary sem fram að þessu hafði yfirleitt og sérstaklega í fyrstu rökræðunum haft yfirhöndina á Obama í rökræðunum náði ekki að skína og náði heldur ekki að koma skotum eða hiki á Obama.
Allir voru sammála um það að Obama hefði verið mun ,,forsetalegri" í nótt, hann var ákveðinn, yfirvegaður, svaraði spurningunum hreint út og fékk áhorfendur meira að segja til að hlæja og fór aldrei út í skítkast og stoppaði Hillary af um leið og hún ætlaði út fyrir ramma siðmenntaðs fólks. Hann lét Hillary ekki slá sig út af laginu og setti jafnvel upp í hana á mörgum sviðum. Hann pakkaði henni upp í rökræðum um Írak og hvor væri hæfari til að stjórna landinu og hann hefur auðvitað höggið endalausa sem er að hann sé frambjóðandinn sem getur breytt hinni spilltu Washington ólíkt Hillary og þar kom hann sterkur inn varðandi heilbrigðiskerfið þar sem lítill munur var á þeim þrátt fyrir að Hillary vildi gera mikið mál úr því og eins í efnahagsmálum. Hann kom einnig betur út þegar að rætt var um framhaldið handan þessa uppgjörs og baráttuna við McCain.
Á heildina litið var lítill alvöru málefnanlegur ágreiningur milli frambjóðandanna og ef að kjósendur hafa val á milli persónu Hillary og Obama þá held ég að það sé ekki spurning. Nóttin gerði lítið meira en að sameina enn frekar Demókrata og í heilt yfir má helst bera þetta saman við leik tveggja ítalskra liða í útsláttarkeppni, litlaust og fremur leiðinlegt - sjáum hvað gerist 4.mars.
Er lífið ekki dásamlegt?
Obama hafði því yfirhöndina enda búinn að vinna síðustu 11 og búist var við að Hillary myndi reyna allt hvað hún gæti, en stjórnmálaskýrendur CNN voru sammála um að þetta hefði í besta falli verið jafntefli. Það var til að mynda einu sinni púað á Hillary fyrir óþarfa skot á Obama en hún reddaði stigi til baka í restina með því að henda út ,,grátur/samúðartrompinu" (þar sem hún var gráti næst yfir hermönnum sem höfðu misst útlimi, sem þyrftu daglega að búa við mun meiri raunir en hún... já hermenn sem hún sjálf sendi í stríðið) - Hillary var því í senn rög, köld og svo í endann ofurvæmin. Sumir voru á því að væmnin hefði bjargað henni en aðrir sögðu að þetta væri einungis upphafið að endinum, enda er það alveg ljóst að ef hún fer áfram á væmni og tárum að þá munu Repúblikanar hakka hana í sig, því að Bandaríkjamenn vilja ákveðinn og öruggann forseta en ekki forseta sem brestur í grát við minnsta tilefni. Hillary sem fram að þessu hafði yfirleitt og sérstaklega í fyrstu rökræðunum haft yfirhöndina á Obama í rökræðunum náði ekki að skína og náði heldur ekki að koma skotum eða hiki á Obama.
Allir voru sammála um það að Obama hefði verið mun ,,forsetalegri" í nótt, hann var ákveðinn, yfirvegaður, svaraði spurningunum hreint út og fékk áhorfendur meira að segja til að hlæja og fór aldrei út í skítkast og stoppaði Hillary af um leið og hún ætlaði út fyrir ramma siðmenntaðs fólks. Hann lét Hillary ekki slá sig út af laginu og setti jafnvel upp í hana á mörgum sviðum. Hann pakkaði henni upp í rökræðum um Írak og hvor væri hæfari til að stjórna landinu og hann hefur auðvitað höggið endalausa sem er að hann sé frambjóðandinn sem getur breytt hinni spilltu Washington ólíkt Hillary og þar kom hann sterkur inn varðandi heilbrigðiskerfið þar sem lítill munur var á þeim þrátt fyrir að Hillary vildi gera mikið mál úr því og eins í efnahagsmálum. Hann kom einnig betur út þegar að rætt var um framhaldið handan þessa uppgjörs og baráttuna við McCain.
Á heildina litið var lítill alvöru málefnanlegur ágreiningur milli frambjóðandanna og ef að kjósendur hafa val á milli persónu Hillary og Obama þá held ég að það sé ekki spurning. Nóttin gerði lítið meira en að sameina enn frekar Demókrata og í heilt yfir má helst bera þetta saman við leik tveggja ítalskra liða í útsláttarkeppni, litlaust og fremur leiðinlegt - sjáum hvað gerist 4.mars.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim