Gluggar Brimnes
Fræðimaðurinn, ljóðskáldið og rithöfundurinn Bill Holm var einn af viðmælendum Egils Helgasonar í Kiljunni (sjá um miðjan þátt, fremur jólasveinalegan mann) ótrúlega skemmtilegur maður. Hann býr á Hofsósi hluta úr ári (sem hann telur fallegasta stað á jörðinni) en starfar sem háskólakennari í Minnesota á veturna og hefur nú gefið út bókina The Windows of Brimnes sem víðast hvar fær mjög góða dóma bæði frá bókmenntaelítunni en eins frá lúsugum almúganum. Þar lítur hann yfir farinn veg síðustu 40 ára í Bandaríkjunum frá glugganum í Brimnesi sem er hans skjól og bókin í raun ástaróður til þessa friðarsæla staðar
Svo skemmtilega vill til að Brimnes var hús langömmu minnar og gott ef fjölskyldan seldi honum ekki Brimnes á sínum tíma, þar er magnaðasta útsýni sem fyrirfinnst á klósetti - yfir allan fjörðinn og ekki slæmt að vera með harðlífi á heiðskíri stundu. Aðrir gluggar standa líka fyrir sínu og skáldagyðjan er aldrei langt undan.
The first night he and his wife slept at Brimnes, they opened the window and heard "the swish of fjord and roar of river." Happily, he reports, "There is no such sleep, no such music to calm the interior frenzy, to lullaby your demons into drooling irrelevance."
Úr ritdómi LA Times
Er lífið ekki dásamlegt?
Svo skemmtilega vill til að Brimnes var hús langömmu minnar og gott ef fjölskyldan seldi honum ekki Brimnes á sínum tíma, þar er magnaðasta útsýni sem fyrirfinnst á klósetti - yfir allan fjörðinn og ekki slæmt að vera með harðlífi á heiðskíri stundu. Aðrir gluggar standa líka fyrir sínu og skáldagyðjan er aldrei langt undan.
The first night he and his wife slept at Brimnes, they opened the window and heard "the swish of fjord and roar of river." Happily, he reports, "There is no such sleep, no such music to calm the interior frenzy, to lullaby your demons into drooling irrelevance."
Úr ritdómi LA Times
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Lífið
2 Ummæli:
Hofsós... er það ekki staðurinn sem við fórum til á verslunarmanna helginni '97 með Sigganum. Já það var friðsælt þar... eitthvað hús þarna sem var við ánna.
kv,
ivar
Jú það passar. Það var nú annars meiri rugl ferðin.
Kveðja Bjarni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim