laugardagur, mars 01, 2008

Áfram hiphop sömpl (og að lokum eitt house)

Ég man ennþá þegar ég og Kjarti Breik fundum smáskífuna The Champ með hljómsveitinni The Mohawks og lagið var spilað viðstöðulaust í fleiri tíma, sömpl úr laginu voru á næstu árum gjörsamlega ofnotuð af hiphop- og danstónlistarsenunni en endilega tékkið á því, það er fyrst í röðinni - þið kannist við þetta. Annað lagið með Bob James er líka þvílíkur gullmoli og varð aftur vinsælt eftir að klassíska RUN DMC lagið Peter Piper skaut upp kollinum í miklu Break æði sem gekk yfir ladnið rétt fyrir aldarmótin. Endilega kíkið á öll lögin, þetta eru eintómar perlur sem þið hafið gaman af ef að ykkur þykir væntum hiphop.


The Mohawks - The Champ (Cold Cut, KRS-One, Eric B. & Rakim og EPMD)

Bob James - Take Me to the Mardi Gras (RUN DMC og LL Cool J m.a.)

Tom Brock - There's Nothing in this World (Jay-Z)

Herbie Hancock - Cantaloupe Island (Us3)

Jean-Jacques Perrey - E.V.A. (Guru m.a.)

Leon Haywood - I Want'a Do Something Freaky To You (Dr.Dre& Snoop)

William Bell - I Forgot To Be Your Lover (Dilated people)


The Winstons - Amen, brother (um það bil allir)


Chicago - Street Player (The Bucketheads - The Bomb)


Er lífið ekki dásamlegt

Efnisorð: ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim