þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Hiphop hlið Gumma Jóh

Guðmund Jóhannsson eða Gumma Jóh þekkja allir. Hann er með ástsælustu bloggurum þessa lands, hefur verið valinn einn af kynþokkafyllstu mönnum þessa sama lands og skal engan undra, hann hefur farið fyrir hinum magnaða drengjakór Breiðholts og er einn af þeim sem ber ábyrgð á hinni mögnuðu auglýsingu Jóns Gnarr fyrir Símann og svona mætti lengi telja - þannig að við erum að tala um hæfileikaríkan mann sem er meira en bara útlitið.
En Gummi Jóh á sér líka dekkri hliðar. Sir Alex Ferguson sagði eitt sinn að Dennis Wise gæti stofnað til slagsmála í tómu húsi og ég er vissum að Gumma Jóh tækist að láta Dalai Lama slá barn eða sparka í dýr - ekki að Gummi hefði áhuga á slíku enda barngóður maður, pointið er að hann hefur einstakt lag á því að espa fólk upp sem einmitt sannaðist ótrúlega oft ,,back in the days" í matsal FB þar sem hiphop gengið var oft á mörkum þess að beita ofbeldi og hefði eflaust gert ef að Gummi hefði ekki verið vel varinn af helstu handboltatröllum samtímans. Ég man líka eftir Hiphop kvöldi FB þar sem lág við meiriháttar slagsmálum og við þurftum að bíða inni í einhverju herbergi uns skrílinn fyrir utan gafst upp.
Þó að Gummi sé smekksmaður á tónlist átti ég því frekar von á því að fá lista þar sem vegið væri að hiphop-i með hræðilegum lögum en þó að nokkur hafi verið nefnd af slíku tagi að þá er lagalistinn ótrúlega þroskaður miðað við mann sem flýtur um á sykurhúðuðum skýjum Belle&Sebastian daginn út og inn og hefur ekki haft hátt um þekkingu sína á þessu sviði. Þessi listi varð meira að segja til þess að ég fór aðeins að grúska, sem ætti að koma lesendum vel síðar.
En gjörið þið svo vel, stuttur, bragðgóður og hnitmiðaður hiphop listi frá Gumma Jóh:

Biz Markie - Just a friend

Mc Solaar - Nouveau Western

GZA - Liquid Swords

Arrested Development - People Everyday

DJ Kool - Let Me Clear My Throat

...sakna þess samt að sjá ekki Real Flavaz á þessum lista!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

2 Ummæli:

Blogger Gummi Jóh sagði...

Ég vil gefa shout út til Stulla og Dabba Judo, þeir eiga allt í minni hippedí hopp þekkingu.

Jóhannes er eflaust ágætis maður en Jóhann sem feðrar mig er toppmaður!

26 febrúar, 2008 09:26  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:)
Ég veit í alvörunni ekki hvernig þetta ,,E" komst þangað án þess að ég tæki eftir því. Þú afsakar.

Já það er spurning hvort að röðin fari að koma að þessum tveimur ágætu herramönnum sem þú nefnir, enda hafa þeir alið þig vel upp.

Kveðja Bjarni Þór.

26 febrúar, 2008 12:48  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim