miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Stjórnmál - Trúmál og Lakers

Stjórnmál: Það þarf væntanlega ekki að fara mörgum orðum um það að ástandið í bandarískum stjórnmálum er orðið verulega skrautlegt og kjósendur farnir að ráðast á hvorn annan. Þessi bylgja hófst sennilega með því að fávitarnir á Fox byrjuðu að moka flór í átt að Demókrötum með þeim ábendingum til Hillary Clinton að hræðsluáróður í garð Obama væri það eina sem virkaði. Hillary í örvæntingu virðist hafa gripið þetta ráð á lofti, fyrst með því að hæðast að Obama í ræðu og svo með ,,hann er múslimi" myndinni. Repúblikanar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og sakað Obama um skort á ættjarðarást. Kannanir sýna hins vegar að Obama er að síga fram úr Hillary í Texas og þetta er því eins og áður sagði algjör örvænting hjá Hillary (og fremur vanhugsað ef að það virkar því þá er hún búin að splúndra flokknum) og Demókratar eru á landsvísu að komast á þá skoðun að Obama ætti að verða þeirra forsetaframbjóðandi enda sýna kannanir enn og aftur að Obama myndi sigra McCain en Hillary mælist með jafnmikið fylgi og McCain og það sem meira er að það er hið mikilvæga fylgi óháðra sem gerir það aðallega að verkum - sem er mjög mikilvægt ef að Ralph Nader fær álíka kosningu og árið 2000, sem þarf auðvitað ekki að vera. Síðasta útspil Hillary að líkja Obama við Bush þar sem hann sé jafn reynslulítill og hann hafi verið í utanríkismálum er hlægileg, hvor þeirra studdi Íraks stríðið? Ekki kom reynslan sér vel þá.

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir annars ágætur penni ,,Bakþanka" Fréttaablaðsins skrifaði einmitt pistil á sunnudaginn í þeim dálki þar sem fremur lítið var gert úr Obama; ,,tiltölulega óþekktur og óreyndur maður að keppa við frambjóðanda sem hefur allt með sér, reynslu, rökfestu, getu og pólitískt bakland til að ná fram stefnumálum. Það þarf nefnilega að fylgja líka. Hillary er sterkari í utanríkismálum, heilbrigðismálum og menntamálum en keppinauturinn Obama" og seinna ,,Reyndar held ég að þáttur Bush sé mun sterkari varðandi það hvað Obama vegnar vel, en það hvernig andstæðingur Hillary er." og að lokum ,,Til þess að greina það hversu mikið kynferði hefur að segja í þessu sambandi er ágætt að gera sér í hugarlund hverjir möguleikar svartrar konu væru, sem væri fremur óþekkt og áberandi reynsluminni en keppinautur hennar, en hefði það helst að vopni að flytja hjartnæmar ræður með boðskapnum: "Yes, we can."
Það sem er rangt við þetta er að Hillary hefur hvorki getu né rökfestu fram yfir Obama og reynslan hefur ekki hjálpað Hillary í ákvarðanatöku, sérstaklega þegar kemur að utanríkismálum þar sem hún er langt því frá sterkari. Á heilbrigðismálunum er svo einfaldlega afskaplega lítill og í raun aðeins útfærslu munur. Obama er ekki einungis að vinna vegna þess að hann er andstæða Bush, fólk hefur meiri trú á honum en Hillary og það hefur ekkert með kynferði fremur en litarhaft að gera og ef ekki væri fyrir pólitískt bakland Hillary inni í kjarna Demókrataflokksins þá væri staða hennar ennþá veikari og ef að hún væri ekki kona Bill Clintons þá væri hún úti og John Edwards inni.

Trú: Imam Arafat var í viðtali í Kastljósinu í kvöld og heldur fyrirlestur í Aðalbyggingu HÍ á morgunn. Margt gott má segja um fjölmenningu og koma þessa manns mun mögulega hafa einhver jákvæð áhrif. Það sem er hins vegar ekki jákvætt og hjálpar ekki vestrænum samfélögum í átt að lausn á því vandamáli og árekstrum sem spretta upp vegna gjár milli menningarheima þegar að hingað koma menn sem vilja auka trúarfræðslu, styrkja hófsamari trúar öfl og að auka fjölbreytni innan trúarlegra stofnanna til að brúa bilið - maður sem auk þess vill ,,McDonalds væða" trúarbrögð er ekki í takt við raunveruleikann og flestar trúarlegar stofnanir eru svo íhaldssamar að það er engin leið að brúa það ginnungargap sem til staðar er.
Þegar að menn koma fram í sjónvarpi og segja að átakanlegt sé að horfa upp á allan þann pening sem eytt er í stríðsrekstur og að aðeins brotabrot af því fari til trúarlegra stofnanna þá eru þeir ekki að átta sig á því hver er upphaflega rót vandans.
Við komum ekki í veg fyrir fáfræði, þröngsýni og hræðslu með því að styrkja hófsamari trúarleg öfl. Aukin skilningur næst fram með veraldlegri menntun, minni áherslu á trúarbrögð og meiri áherslu á fræðslu til múslima (eða hvaða trúar sem þeir eru) um hvað vestræn þjóðfélög snúast um. Ólíkt trúarlegum fjölmenningarsinnum sem telja að það sé einungis um réttindi þá eru líka skyldur. Það er hins vegar rétt að sína tillitssemi og leyfa fólki að aðlagast en að ætla að styrkja hófsamari trúar öfl er eins og að félag hassáhugamanna færu fram á útgjöld frá ríkinu til að stuðla að útbreiðslu þess efnis fremur en að fólk neytti heróíns. ,, Hvað meinar þú Bjarni? Hvað vilt þú eiginlega gera?" - gætu einhverjir spurt.
Það sem ég vil gera er að hætta þessu kjaftæði um að trúarbrögðin byggi skilningsbrýr því trú er á undanhaldi í mörgum Evrópulöndum. Ég vil að við tökum upp díalók um bókstafstrúar lýðræði þar sem fólk býr ekki við sérréttindi eða hafi rétt til að verða sérstaklega hneykslað ef að einhver ræðst á trú þess - ekki látum við þannig þegar að einhver gagnrýnir pólitíska skoðun okkar. Ef að fólk hefur ekki áhuga á að búa í lýðræðisríki og eiga á hættu að hæðst sé að trú þeirra eða hún sé gagnrýnt, þá geta þeir bara verið þar sem slíkt er ekki fyrir hendi - aftur á móti er óþarfi að nýta sér réttinn til ósmekklegs gríns á borð við það sem gerst hefur í Danmörku. Ekki misskilja mig, ég fagna fjölbreytileika og mismunandi menningu - ef að hún misbýður ekki skynsamri hugsun.

Pat Condell er með viðeigandi kaldhæðið og beinskeytt uppistands videoblogg um ástandið í Englandi.

Karfa: Besta lið Vesturstrandarinnar tók á móti fersku lið frá Portland. Biggi var að tala um þetta efnilega Portland lið og eftir leikinn sem ég horfði á í nótt er rétt að taka undir það. Framherjarnir voru sérstaklega huggulegir, Aldridge með fallega sveiflu og mjúkt skot og Outlaw var mjög fínn (fékk reyndar það mjög erfiða verkefni að spila gegn besta leikmanni deildarinnar) - þannig að á næsta ári þegar að Oden byrjar að spila að þá verður þetta hörkulið og mjög ungt.
Lakers vann hins vegar sinn níunda leik í röð, en voru ekkert sérstaklega sannfærandi og lentu undir 27-12 snemma leiks og náðu ekki að halda forystu fyrr en um miðjan þriðja leikhluta - sóknin var lala og vörnin mjög slök. En þökk sé Kobe þá sigruðu Lakers því að Odom og Fisher voru slakir og Gasol að gera fremur lítið en svo var Farmar að gera góða hluti með 21 stig (8-10 í skotum og 4-5 úr þriggja).
Það bara annars helst til tíðinda að það hefði þurft Bigga Sverris, Terry Porter og Drexler til að dómgæslan hefði getað verið hliðhollari Portland.

Niðurstaðan: Áfram Obama. Púú á trúarbrögð og 96-83 sigur Lakers.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

6 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

Staðreyndin er sú að það eru mjög margir sem eru meira Hillary megin málefnalega séð, en kjósa samt Obama einfaldlega af persónulegum ástæðum. Þetta er jú orðið persónulegt með Hillary. Fólk er farið að sjá í gegnum loddaraskapinn hennar.

Málið er líka það að Hillary hefur, ólíkt Obama, engin prinsipp. Þessar árásir eru náttlega bara grín og það sem Bandaríkin vantar einmitt ekki er hræsnara eins og hana sem gerir allt fyrir völd. Eins og ég hef alltaf sagt... ef hún kæmist upp með það myndi hún láta myrða heilan þjóðflokk fyrir Hvíta Húsið.

Þessi bakþankapistill er með ólíkindum mikið rugl, minnir helst á einhverja áróðursgrein á kop.is þegar liðið er í lægð.

Obama er ekki endilega að vinna bara af því að fólk hefur meiri trú á honum, það hatar Hillary bara svo mikið.

Svo myndi ég segja, þvert á skoðun þína, að kynferði og litarhaft hafi eitthvað að segja. Það er óvíst hversu mikið, en það er t.d. ljóst að einhverjir gyðingar munu ekki kjósa Obama vegna þess að hann er svartur.

Ímyndaðu þér að vera redneck (erfitt ég veit) í Alabama, mæta í haugdrullugum wifebeater á kjörstað og standa frammi fyrir þessum valmöguleikum:

1. Maður sem líkist múslima
2. Andsetin kona

"Afsakið, er dauði ekki valmöguleiki?"

27 febrúar, 2008 06:12  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég kom þessu kannski ekki alveg rétt frá mér - auðvitað skiptir kynferði og litarhaft máli í stjórnmálum vestanhafs eins og víða annars staðar - en það er skandall ef að konur ætla að nota kynferði sem afsökun gegn manni sem er svartur og á föður frá Kenya og heitir Barack Hussein Obama (eins og Mubarak forseti Egyptalands, Sadaam Hussein og næstum eins og Osama).

Ég er hins vegar ekki vissum að það eigi svo mikið við Demókratameginn að fólk hati Hillary, en hún er ekki að skora stig hjá fólki með skítkasti á manninn sem vill sameina þjóðina og er í sama flokki og hún - flokki þar sem sundrung hefur stundum ríkt.

Ég held hins vegar að hanskarnir fari fyrst af og skítnum verði fyrst fyrir alvöru kastað þegar að lygavél Repúblikanaflokksins fer af stað eftir forkosningarnar.

En þessi Fréttablaðsgrein er engum til framdráttar.

Kveðja Bjarni Þór

27 febrúar, 2008 06:52  
Blogger Biggie sagði...

Hahah... hvað meinarðu með dómgæsluna, af því að ég er þekktur fyrir að væla?

27 febrúar, 2008 08:34  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það eru þín orð :)

Ég átti við að sem anti-Lakers maður að þá myndir þú dæma svívirðilega gegn Lakers.

Kveðja Bjarni Þór

27 febrúar, 2008 16:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég lagði þér orð í munn. En annars hélt ég að þú værir að meina sem leikmenn en ekki dómarar. Ég er líklega sanngjarnasti dómari sem fyrirfinnst.

Kv, BIG

27 febrúar, 2008 16:31  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Sé á Eyjunni að Egill Helgson hefur skrifað mjög svipaða færslu í morgunn og ég gerði að hluta til í nótt varðandi trúarbrögð:

http://eyjan.is/silfuregils/2008/02/27/bunuel-og-truarbrog%c3%b0in/#comments

27 febrúar, 2008 18:23  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim