sunnudagur, febrúar 10, 2008

Lystarstol

Mér ljáðist í allri þessari fjölmiðlaóreiðu sem verið hefur hérlendis og erlendis síðustu vikurnar að óska Rögnu ,,Rex" Ingólfsdóttur til hamingju með titilinn Íþróttamaður Reykjavíkur en þar með komst hún á lista með ekki ómerkari manni en æskuhetju Viðars ,,Keðjufífls" Guðjónssonar sem er auðvitað Pétur Ormslev en það eru einmitt 20 ár á milli þeirra. En Ragna fyrirgefur mér þetta enda hefði hún ekki séð þetta á þeim tíma... sennilega á einhverju keppnisferðalagi í Íran að spila við konu klædda í Burqa.

Ég vona að Ragna hafi það alla leið á Ólympíuleikanna og að þetta verði hennar ár, svo að við ,,spænskumælandi" menn sem þekkjum hana getum lýst yfir An0-,,Rex"-ia (eða árið hennar Rögnu).

Var þetta langsóttur brandari? Kannski...
...en er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Botna hvorki upp né niður í þessari pælingu sonur sæll.(er þetta kanski smjörklípa ?) Ég er nefnilega búinn að bíða í 17 klst eftir umfjöllun þinni um MU-flokkinn og jarðarförina á Old Trafford í gær, - virkilega viðeigandi að leggja kransa á miðjuna fyrir leik, þar sem leikurinn í raun tapaðist. Eru litlu dillibossarnir að missa´að eða hvað ?

11 febrúar, 2008 09:11  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það er umfjöllun á andfotbolti.net - þetta var semi hörmung. En ég held að þeir komi nú til baka, hvort sem að þeir verða meistarar eða ekki. Gæti alveg sætt mig við það að Arsenal yrði meistari ef að þeir halda áfram að spila jafn fallega knattspyrnu.
Við erum allavegana í Meistaradeildarsæti og eigum örugglega eftir að vinna leik í febrúar, hvað unnu Liverpool marga deildarleiki í janúar? Í hvaða sæti er Liverpool? :)

Varðandi Rögnu þá er hún í daglegu tali oft kölluð Rex og þess vegna á Ano-Rex-ia sem vel við ef að þetta verður hennar ár.

Kveðja Gullkálfurinn.

11 febrúar, 2008 10:31  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim