Obama sópaði í nótt
Obama sópaði Hillary í nótt með því að vinna í öllum fylkjunum sem í boði voru ( Washington, Nebraska, Louisiana og Virgin Islands). Hann lét ekki þar við sitja heldur flutti svo magnaða ræðu í Virginia (sem er einn af þeim stöðum þar sem kosið verður þriðjudaginn 12.jan) að jafnvel Hillary sjálf hefði verið líkleg til að skipta um skoðun ef að hún hefði kosningarétt þar, vonum að sem flestir hafi séð eða hlustað.
Fyrir kvöldið munaði rúmlega 100 fulltrúum en eftir nóttina mun munurinn verða einungis rúmlega 60.
Yes we can!
Er lífið ekki dásamlegt?
Fyrir kvöldið munaði rúmlega 100 fulltrúum en eftir nóttina mun munurinn verða einungis rúmlega 60.
Yes we can!
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál
7 Ummæli:
"Beauty is in the eye of the beholder". Ertu nokkuð kominn með Kop-Syndrome?
Obama er voða heillandi o.s.frv., en hann var ekki að segja neitt merkilegt eða nýtt í þessari ræðu nema kannski þennan frasa...
"they´re not saying what they mean, and they don´t mean what they say"
...sem eru setningar sem Rush Limbaugh, Sean Hannity og fleiri Repúblikanar eru búnir að vera tönglast á þegar þeir hafa verið að gagnrýna Washington gengið - sem hefur skitið á sig á mörgum sviðum og margir íhaldsmenn eru orðnir þreyttir á. Það gæti verið að hann hafi minnst á þetta áður en ég hef þá misst af því.
Þó svo að Obama gæti gert margt gott þá er hann lítið annað en pop culture icon, svipað og Bill Clinton. Það er einmitt það sorglega - hann er ekkert nema það sem fólk heldur að hann sé. Hann heldur flottar ræður (þó hann horfi niður á 3sek fresti) og "ungdómurinn" (sem fróar sér yfir þessum ræðum) eru þeir sem kjósa hann en minnihlutinn af þeim veit í raun lítið hvað þau eru að kjósa yfir sig fyrir utan að það inniheldur orðið "breytingu".
Það er samt ljóst að Barack og Hillary njóta góðs af því að að Repúblikanar hafa verið við völd undanfarin ár.
Ástæðurnar fyrir því að Barack Obama er sigurviss:
1. Bush er í hinu liðinu
2. Fólk vill breytingu, bara upp á breytinguna að gera
3. Fólk er ekki að spá of mikið í hans málum
4. Hann er ferskur (og svartur)
Ástæðurnar fyrir því að Hillary er sigurviss:
1. Bush er í hinu liðinu
2. Hún er kona
3. Sjá #2 hjá Obama
4. Af því að hún er "fyrst og fremst móðir, og frambjóðandi á eftir því" (http://www.youtube.com/watch?v=yn4w3O_w7Uk)
Það er ekki eins og dóttir hennar sé 15 ára. Valdasjúka mella.
Fyrst áður en áfram er haldið, fyrir þá sem ekki átta sig... hér er ræðan að mestu:
http://edition.cnn.com/2008/POLITICS/02/10/feb.9.contests/index.html#cnnSTCVideo
Ekkert Kop syndrom hér, bara almenn ánægja með eitthvað nýtt :)
Mér fannst ræðan góð einkum vegna þess að hann byggði ofan á það sem hann hefur þegar sagt. Hann byrjaði ræðuna auðvitað á því í grófum dráttum sem þegar hefur komið fram enda held ég að kjósendur í Virginia hafi ekki verið að hlusta á hverja einustu ræðu hans í kosningabaráttunni.
Svo kom hann með millikaflann um hvernig hann hefði sópað kvöldið og að vindurinn væri í seglinn og hvernig allar kannannir sem sýndu marktækan mun sýndu að hann vinnur alltaf McCain en Hillary hefur aldrei náð því.
Að því loknu fór hann í málefnastöðu sína (sem hann hefur ekki get nóg að) og hverju hann ætlar að breyta sem forseti Bandaríkjanna (en hingað til hefur hann mestmegnis talað um breytingar en ekki hvað felst í þeim).
Ég er alls ekki með það á hreinu hvor kom með þennan frasa á undan en það er gott að einhverjir íhaldsmenn eru sammála Obama - þá verður örlítið minna um lygar að þeirra hálfa :) Síðast þegar að ég sá Hannity þá var hann í svaka ham með einhverjum trúarnöttara að reyna að færa sönnun fyrir himnaríki - er hann eitthvað að mildast?
Þú segir ,,Þó svo að Obama gæti gert margt gott þá er hann lítið annað en pop culture icon, svipað og Bill Clinton. Það er einmitt það sorglega - hann er ekkert nema það sem fólk heldur að hann sé. Hann heldur flottar ræður (þó hann horfi niður á 3sek fresti) og "ungdómurinn" (sem fróar sér yfir þessum ræðum) eru þeir sem kjósa hann en minnihlutinn af þeim veit í raun lítið hvað þau eru að kjósa yfir sig fyrir utan að það inniheldur orðið "breytingu".
Í fyrsta lagi er það einmitt það sem Kaninn dýrkar þ.e. pop culture icon eða hverjir eru annars vinsælustu forsetar hvors flokks?
JFK hjá Demókrötum - algjört pop.
Reagan hjá GOP - algjör Hollywood froða.
Fyrir utan geðsjúklingana á Fox og hinna bandarísku rasskinnaklemmdu fjölskyldugildaógeð sem muna bara eftir Bill og Monicu þá eru fræðimenn nú almennt á því og þeir sem eitthvað vita hafa og eru ekki í pólitískum áróðri að Clinton hafi verið mjög góður forseti og þeir sem hafa hlustað á hann sem ópólitískan fyrirlesara vita að þar fer klár maður á ferð.
Eitt sterkasta vopn Hillary er einmitt að það þurfti manninn hennar til að þrífa upp sóðaskapinn og eyðsluna eftir Bush eldri (og auðvitað Reagan) og að nú sé tími til kominn að annar Clinton taki til hendinni eftir þann forseta sem hefur sett að ég held heimsmet í fjárlagahalla, í það minnsta innanlandsmet.
Obama hefur hins vegar hreinar hendur varðandi mörg málefni líðandi stundar ólíkt bæði Hillary og McCain, varðandi ræðuna þá má kíkja á ræðuna frá ,,Super Tuesday" sem var líka mjög góð og þar studdist Obama ekki við neina punkta... sem er auðvitað aukaatriði.
Ég held einmitt að Bandaríkin þurfi á svona leiðtoga að halda núna, leiðtoga sem hefur karisma og hefur húmor og nær til umheimsins, það þarf jú að endurbyggja margar brýr sem brenndar hafa verið á síðustu 8 árum.
Þú segir: ,,Það er samt ljóst að Barack og Hillary njóta góðs af því að að Repúblikanar hafa verið við völd undanfarin ár.
Ástæðurnar fyrir því að Barack Obama er sigurviss:
1. Bush er í hinu liðinu
2. Fólk vill breytingu, bara upp á breytinguna að gera
3. Fólk er ekki að spá of mikið í hans málum
4. Hann er ferskur (og svartur)
Ástæðurnar fyrir því að Hillary er sigurviss:
1. Bush er í hinu liðinu
2. Hún er kona
3. Sjá #2 hjá Obama
4. Af því að hún er "fyrst og fremst móðir, og frambjóðandi á eftir því" (http://www.youtube.com/watch?v=yn4w3O_w7Uk)
Það er ekki eins og dóttir hennar sé 15 ára. Valdasjúka mella."
Í fyrsta lagi já auðvitað græða þau bæði á því annað væri óeðlilegt. Stjórnarandstaðan á Íslandi græddi á því að Framsóknarmenn eru hálfvitar og höguðu sér sem slíkir á síðasta kjörtímabili.
Hins vegar græða þau ekki minna á því að það er enginn almennilegur leiðtogi hinu meginn - common McCain! (af því að þú nefndir að fólk veit ekki hvað það er að kjósa yfir sig með Obama: http://youtube.com/watch?v=HcdLO3jKkPo ) Maðurinn veit ekkert um efnahagsmál og kemst áfram af því að hann var hetja í stríðinu - talandi um froðusnakk :)
Það væri nú gaman að fá svör frá þér hvern frambjóðandann af þessum þremur myndir þú vilja sjá í Hvíta Húsinu?
Varðandi þessi fjögur atriði þá segi ég:
1. Já
2. Fólk trúir því að hann og/eða hún geti breytt mörgu, bæði varðandi utanríkismál (um það hvernig aðrar þjóðir líta á Bandaríkin) og varðandi stríðið sem meirihlutinn vill að endi samkv. skoðanakönnunum en einnig varðandi innanríkismál t.d heilsgæslu og aðstoð þar sem núverandi stjórn brást algjörlega t.d. New Orleans á meðan að þeir voru í stríðsleik.
3. Hvað er fólk ekki að spá of mikið í varðandi hans mál?
Fréttastöðvarnar eyða brjáluðum tíma í að finna allt um frambjóðendurna og fara jafnvel í algjört rugl varðandi konur manna sem styrkja helstu bandamenn frambjóðenda.
Sannleikurinn er svo kreistur að menn taka upp á því að ljúga öllum fjandanum eins og kemur fram í ,,Truth-O-meter".
4. Daginn sem það mun hjálpa frambjóðendum að vera kona eða svartur er dagurinn sem ég mun standa upp og klappa (ég mun reyndar klappa sérstaklega þegar að slíkir frambjóðendur standa jafnfætis). Staðreyndin er engu að síður sú að stór hluti Bandaríkjamanna hafa þvílíka fordóma gagnvart konum og blökkumönnum, sérstaklega í Suðurríkjunum og ef að þau væru ekki Kristnir heldur múslimar þá mætti helst líkja þeim við öfgamenn í Íran. McCain og jafnvel geðsjúklingurinn Huckabee eða jafnvel bara einhver sjónvarpspredikari væri líklegur til að vinna mörg ríki og stóran hluta atkvæða á landsvísu gegn þeim báðum bara vegna kyns eða kynþáttar.
Að auki er málefnastaða þessara fátæku fáfróðu apakatta þannig að þeir eru jafnvel tilbúnir að láta það vega þyngra á vogarskálinni að einhver hafi verið hermaður fyrir 30 árum heldur en að mótframbjóðandinn geti rétt hluti af sem skilar sér í buddu viðkomandi.
Þannig að mér sýnist nú veruleikinn fremur vera heftandi en að hann komi þeim til góða.
Hitt er svo annað mál að vel má vera að Hillary sverji sig í ætt Bush fjölskylduna og forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins í borginni og sé valdasjúk mella - við sjáum það ef að hún verður forseti :)
Ástarkveðja frá alltof köldu landi, myndi jafnvel sætta mig við trúarnöttara með byssu í annarri og Biblíu í hinni fyrir sól í nokkra daga :)
Kveðja Bjarni Þór.
Þá munar 27 fulltrúum...
... og talandi um að vera sjóðheitur:
http://politicalticker.blogs.cnn.com/2008/02/10/obama-beats-two-clintons-in-one-day/
Obama hann myndi sóma sér vel hjá Arsenal.
Hahaha.. hatrið er gríðarlegt hér!
Ég sá þessa umræddu ræðu (í kappræðunum) um daginn þegar Hillary sagði að núna þyrfti "another Clinton" til að þrífa upp drulluna eftir Bush. Það lá við að osturinn læki út um öll hennar vit þetta var svo hallærislegt. Reyndar er það sorglegt að það er mikið til í þessu. En Clinton? Nei andskotinn.
Það tekur líka einn Clinton til að þrífa eftir annan Clinton þ.e. inni á heimilinu. T.d. þegar þegar Hillary þreif skítinn upp eftir kynferðisbrotamanninn hann Bill. Eyðilagði nokkur líf til að bjarga Clinton fjölskyldunni. Jújú, allt fyrir völd. Spurning hvort það verði hlutverkaskipti næst?
Ég er ekki að setja út á málefnaskrá Obama í fyrri pósti mínum þegar ég nefni ástæðurnar, heldur einblína á annað vandamál. Það er það að fólkið sem kýs Obama hefur ekki hugmynd fyrir hverju hann stendur, þeim finnst hann bara töff. Þessir "heimsku kanar" sem fólk vill gjarnan tala um, þeir eru á kosningafundum hjá Obama. En það skiptir svo sem engu máli. En ekki gleyma því samt að ef Obama verður forseti þá er það þessum "heimsku könum" að þakka. Þeir bera líka byssur og fara í kirkju.
Ameríkanar eru allavega nógu gáfaðir til að hafa ekki, Framsóknarflokk, Vinstri Græna né Samfylkinguna ;)
,,Kynferðisbrotamaðurinn Bill" - hahaha einhver búinn að horfa aðeins of mikið á Fox :)
Þú segir: ,,Þessir "heimsku kanar" sem fólk vill gjarnan tala um, þeir eru á kosningafundum hjá Obama."
Það hefur nú verið þannig varðandi kosningarnar að þegar kjósendur Clinton og Obama eru greindir að þá eru það millistéttin og þeir sem lokið hafa háskólanámi sem hafa í flestum ríkjum verið að kjósa Obama en Hillary hefur fremur haft stuðning lágstéttarinnar.
En við skulum heldur ekki gleyma því að í mestu fátæktinni og þar sem trúarbrjálæðið er sem mest að þar eru líka GOP langsterkastir á meðan að siðmenntaðri staðir á borð við Californiu og New York eru Demókratafylki.
En það er rétt hjá þér að ef Obama eða Hillary ætla að vinna kosningarnar þá verður annað þeirra að vinna nokkur ,,fávitaríki" þar sem menn hlaupa um með byssu í annarri og Biblíu í hinni og tala tungum.
Halldór Ásgrímsson sagði nú já og Amen við öllu sem að stjórnvöld vestanhafs vildu og ég er ekki frá því að Steingrímur J. næði betri tökum á fjármálunum en maðurinn sem nú skilur allt eftir sig í rjúkandi rúst.
Varðandi Samfylkinguna þá er hún að bæta við sig í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og það er athyglisvert, borgarbúar vilja líka helst sjá Dag B. Eggertsson aftur sem borgarstjóra - say no more :)
En Samfylkingin myndi auðvitað ekki virka í USA, í fyrsta lagi vegna trúarbrjálæðisins og byssuástarinnar og í öðru lagi vegna þess að bandaríska þjóðin er einföld ,,one liner" þjóð (er þetta nógu mikil alhæfing? :) ) og þess vegna á frjálshyggjan svo vel við hana :)
Ástarkveðja frá landi hægri krata, Bjarni Þór.
"borgarbúar vilja líka helst sjá Dag B. Eggertsson aftur sem borgarstjóra - say no more"
Þarna vildi ég einmitt fá að vita meira. Af hverju? Að hluta til er svarið þannig að sama fólkið og var á áhorfendapöllunum í Ráðhúsinu kýs Obama. Sem sagt: fólkið sem var þar hefur ekki GUÐmynd um málefnaskrá flokksins. Ég hef reyndar ekkert fyrir mér í því nema bara almenna skynsemi + reynslu + ég þekkti þarna nokkur andlit sem ég veit að hafa ekki hundsvit á pólitík (ekki það að ég sé að setja mig á háan hest, en ég er með meira en kunnáttu upp á 0)
En þú segir meirihluti borgarbúa? Samkvæmt fréttablaðskönnunni þá (sem er ómarktæk)? En það getur svo sem vel verið að meirihlutinn vilji það, enda eru D-menn dragandi buxurnar á eftir sér með lappirnar fastar í skálmunum. Ég held líka að Dagur vinur þinn sé frambærilegri borgarstjóri heldur en Ólafur F upp á ímyndina að gera, jafnvel þó hann sé samfylkingarmaður. En gefum þessu séns.
Ég er ekki að segja að það sé skandall að lýðræðið sigri með einhverjum hætti, heldur finnst mér bara sorglegt að margir af þeim sem halda merkjunum hæst á lofti vita ekkert af hverju þeir eru að gera það.
Megi þú sjá kapitalismann sigra og guð geymi þig þangað til. Tökum basket í sumar og útkljáum þessi mál.
Kveðja úr 20 stiga hita (reyndar einhver ský á lofti núna - sem er óvanalegt),
- K. Durant #35
Nú finn ég ekki þá könnun sem ég held örugglega að gerð hafi verið af Gallup en ég fann hins vegar ómarktæka könnun Fréttablaðsins :)
Ég held ef að ég er ekki að rugla um þessa könnun að það sé vegna þess að fólk telur að hann hafi staðið sig vel sem borgarstjóri og auk þess er hann sá sem minnst hefur skitið á sig í REI málinu.
Þar fara Sjálfstæðismenn með Villa Vill fremstir, svo er Björn Ingi hættur, nýji borgarstjórinn er auðvitað hrottalega óvinsæll og Svandís Svavarsdóttir hefur fengið skömm í hattinn fyrir að fylgja málinu ekki nógu vel eftir þegar að skýrslan kom loks út og dróg sig til baka.
Varðandi þá sem halda spjöldum oft hæðst á lofti að þá vill til að stundum er það fólk sem þráir athygli eða leitast við að fá störf með sleikjuhætti sem er mjög auðvelt á Íslandi.
Varðandi kapítalismann þá segi ég, temjum hann þannig að hann geti hlaupið með okkur í rétta átt og hjálpað okkur að skapa heilbrigt þjóðfélag, í slíku þjóðfélagi er menntunarstig hátt og lífsgæði mikil og þar er hlegið að hugmyndum barbara um álfa, tröll, páskakanínur og allar heimsins guðsmýtur - mikið væri veröldin betur stödd ef að svona væri komið fyrir ,,the greatest nation in the history" :)
Kveðja Bjarni
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim