fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Punktar

Jæja hvað segið þið?
Hvað er málið með þennan snjó... er þetta ekki komið gott?

Knattspyrna: Dreymdi í gær að Liverpool vann Inter í Meistaradeildinni og það hefur gerst áður. Man að minnsta kosti að mig dreymdi að Liverpool myndi vinna Barcelona - fyrst var hlegið og svo var grátið.

Hvað er annars málið með þessa portúgölsku nýlendu hjá United? Auðvitað fagnar maður komu sterkra manna hvaðan af að úr heiminum en hvernig ætla þeir að spila öllum þessum leikmönnum utan Evrópu? Nýjasti liðsmaðurinn er ungur Brassi að nafni Rodrigo Possebon sem verður 19 ára í febrúar, er samkv. lýsingum stæðilegur varnarsinnaður miðjumaður og samkv. sumum fréttum með tvöfalt ríkisfang sem miyndi henta mjög vel. Hann er strax kominn með fast númer hjá aðalliðinu og einhverjar líkur eru á að menn geti séð hann í kvöld í leik með varaliðinu. Hann hittir fyrir Brasilíumennina okkar Anderson og bræðurna ungu Fabio og Rafael - að auki geta þeir talað mál sitt við Nani, Ronaldo og aðstoðarþjálfarann Queiroz og svo mun Angólamaðurinn Manucho sem er í eigu United væntanlega koma í sumar og er þá óupptalinn hinn argentínski Tevez. Hvernig United mun dreifa álaginu á þessa menn á næstu árum er stórt spurningarmerki enda Manucho elstur af þeim 24 ára og Brasilíumennirnir allir undir tvítugt.

Karfa: Blekið af félagsskiptapappírum Gasol var rétt þornað þegar að gömul hetja kemur aftur yfir á Vesturströndina. Shaq í Suns - hvað segja menn við því? Það hefði nú verið viðeigandi að fá tröllkallinn aftur heim í eins og einn titil en jörðin sennilega of sviðin til að slíkt gæti gerst.

Sjónvarp: Horfði á síðasta þáttinn af Pressu í gær og verð að viðurkenna að ég hafði bara ágætlega gaman að þessu. Heimilisfrúin var reyndar ekkert yfir sig hrifin af leikrænum hæfileikum sumra... sem er ansi hart komandi frá aðdáanda Nágranna.

Stjórnmál: Menn eru ekki á eitt sáttir varðandi framhaldið hjá Demókrötum sem sýnir sig kannski best í þessum tveimur færslum á freedomfries og hjá Frðjóni og bláu appelsínunum.
Spennan helst áfram og maður fær þá einhverjar vökunætur í viðbót - vonandi endar þetta í faðmlögum og að sá sem lendir undir taki að sér að verða varaforsetaefnið.

Tónlist: Sögusagnirnar magnast um komu Dylans, ég reyni að halda mig á jörðinni. En hversu magnað væri það?
Sá ,,Dylan" myndina I´m not there. Mæli ekki með henni nema fyrir þá sem vita eitthvað um Dylan og eru hrifnir af artífartí - ágætir kaflar þó og leikararnir mjög fínir. En ég veit það ekki, Dylan eru jú alltaf bestur sem hann sjálfur og enginn syngur hann heldur betur. Leikstjórinn á víst að vera trylltur Dylan aðdáandi - spurning hvort hann hefði ekki átt að láta 1000 persónuleika Dylans vera og einbeita sér fremur að textunum og skýrskotunum þeirra í söguna en það hefði auðvitað orðið allt önnur mynd, mun meiri heimildarmynd en leikin ævisaga... er einhver einhverju nær? Sennilega ekki, er það ekki viðeigandi?

Jæja komið gott í bili...

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , ,

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

nágrannar eru eðal sápa!
eðal!!

07 febrúar, 2008 12:58  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Glæpur gegn mannkyninu segi ég!

08 febrúar, 2008 05:19  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim