föstudagur, febrúar 08, 2008

All time hiphop topp 5 - BF

Það er komið að næsta manni að láta ljós sitt skína og leyfa okkur að njóta nokkurra hiphop gullmola, hann hatar það ekki. Þetta er maður með svarta sál, sem elskar Showtime Lakers og hefur rappað á sviði Laugardalshallar.


Þau okkar sem þekkjum Bjarna Fritzson vitum vel að þegar hann er beðinn um eitthvað gerir hann það af heilum hug og jafnvel meira en beðið er um - sem er kannski ástæðan fyrir því að hann er atvinnumaður úti í Frakklandi en ég og fleiri sitjum heima í sófa í kringum 90 kg og vælum.

Þegar að ég bað Bjarna um að feta í fótspor Birgis Sverrissonar og velja sín uppáhalds hiphop lög þá stóð ekki á viðbrögðum, hann braut þó allar reglur og valdi mun fleiri lög og ég ætla að gera þá undantekningu að leyfa þeim öllum að fljóta með - að mínu mati er hér um að ræða sannkallaðan bræðing sem samanstendur af perlum og ógleymanlegum æskuminningum, njótið vel:

all that i got is u - ghostface killah

jay-z - can´t knock the hustle

outkast - slump

ice cube - today was good day

warren g - regulate

the roots - u got me

notorious big - juicy

common - the light

talib kweli - get by

2 pac - dear mama

how about some hardcore - M.O.P

shook ones - mobb deep

A Tribe Called Quest ft. Busta

summertime - jazzy jeff and the fresh prince

naughty - hiphophooray

Digable planets - cool like dat

kriss kross - jump

method man - release yourself

big pun - glamour life

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það var alveg ótrúlega gaman að leita af þessum lögum tíminn flaug alveg frá mér. En það verður brenndur diskur fyrir næsta sumar sem verður stút fullur af svona lögum fyrir sumardjamm bfritz (karfa sund grill drykkja osfrv) Líst mönnum ekki vel á það
kv bf

09 febrúar, 2008 19:06  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það er algjörlega málið. Þú verður að fylgjast áfram með, Baldur Knútsson verður með næsta lista og svo væntanlega Tjörvi - þannig að þetta verður hiphopvæn síða hér næstu daga og vikur.

09 febrúar, 2008 21:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já en yndislegt vonandi finna þeir einhverja væna gullmola
kv bf

10 febrúar, 2008 15:41  
Blogger Gummi Jóh sagði...

Hva engin Return of the Mack?

10 febrúar, 2008 22:52  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

BF: Já, það má búast við nokkrum gullmolum frá þessum mönnum.

Gummi: Það eru sögusagnir í gangi um að Greil Marcus höf. bókarinnar ,,Like A Rolling Stone: Bob Dylan at the Crossroads" ætli sér að skrifa næst um lagið ,,Return of the Mack?".
Sjálfur sagði Marcus að ,,Return of the Mack?" væri fyrir okkar kynslóð eins og dauði JFK var fyrir þá kynslóð - það muna allir hvar þeir voru þegar þeir heyrðu lagið fyrst :)

11 febrúar, 2008 03:00  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim