föstudagur, febrúar 08, 2008

Uppistand

Það er þemavika á Vantru.net og umræðuefnið er Islam - nýjasta færslan eru tvö myndbönd þar sem rithöfundurinn og grínistinn Pat Condell hakkar trúarbrögðin í sig. Hér má finna önnur myndbönd þar sem hamast er á rassgati hinna ýmsu trúarbragða - þeim sem blöskrar slíkt tal og eru hörundasárir þegar kemur að trú, vinsamlegast haldið ykkur fjarri og gerið eitthvað ,,uppbyggilegt" eins og t.d. að biðja fyrir Pat.
Ég mæli með ,,Why does faith deserve respect?" ,,God the Psycho", ,, Miracles and morals" ,,Partying with baby Jesus" og ,,Was Jesus gay?" í þessum gagnagrunni; en auðvitað eru þau öll góð. Ef þú ert hins vegar einn af hinum hörundsáru kristnu mönnum sem hefur samt gaman af því að níða skóinn af öðrum trúarbrögðum... segjum af Islam, þá getur þú einnig fundið slíka pistla.

Hello angry Christians

Já og Romney hættur... humm yes!


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mæli með þessari mynd:
http://zeitgeistmovie.com/

Í henni eru trúarbrögðum stillt all verulega upp við vegg :)

08 febrúar, 2008 11:29  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, ég er búinn að sjá hana en takk samt. Þeir á vantrú sem ekki leggja í vana sinn að verja trúarbrögðu hafa hins vegar bent á sumt vafasamt í henni, m.a. þetta:

http://www.vantru.is/spjall/viewtopic.php?p=58678#58678

En það gerir myndina langt því frá ómarktæka t.d. varðandi eldri goðsagnir sem hlýtur að láta öllum kristnum mönnum líða eins og þeir hafi verið hafðir af fífli - sjá m.a. hér:

http://www.vantru.is/2004/05/19/00.01/


En það er svo sem ekki það eina, mæli með þessu:

http://www.samt.is/archives/2001/01/01/paskagetraun.php

Pat Condell kemur inn á margt af þessu og er virkilega beinskeyttur og kaldhæðinn, eins og menn eiga að vera þegar að kemur að trúarbrögðum.
Hvernig gengur annars valið?

Ástarkveðja Bjarni

08 febrúar, 2008 12:21  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

OK sá listann :)
Virkilega huggulegur og mun væntanlega gleðja hér hiphop þyrsta lesendur og hlustendur.

08 febrúar, 2008 12:23  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim