Ógeðslega fyndið
Þeir sem ekki sáu Kastljósið í gær þar sem rætt var um forkosningarnar í Bandaríkjunum ættu að kíkja á það ógeðslega fyndna atriði sem þar átti sér stað og Friðjón ræðir um hér þar sem Kastljósið ætlaði að tala um neikvæða umfjöllun Hillary í auglýsingum en birtu í staðinn skopstælingu af þeirri auglýsingu þar sem því er haldið fram að Hillary muni senda dauðasveitir heim til fólks sem ekki kýs hana og drepa börnin þeirra. Svipurinn á Silju Bára og Karl Th. Birgissyni var óborganlegur - þvílík snilld! Friðjón er með Kastljós auglýsinguna neðst í sinni bloggfærslu fyrir þá sem ekki nenna að horfa á allan þáttinn.
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim