föstudagur, mars 07, 2008

All time Hiphop listinn - Jón Ingi

Á Íslandi eru þrenns konar menn sagði góður maður úr ghettóinu - það er hvítingi, svertingi og Jón Ingi... það á vel við í dag. Lögfræðingurinn slyngi Jón Ingi vinnur jakkafatavinnu fyrir PriceWaterHouseCoopers sem skattalögfræðingur en er svartari en svart í einkalífinu. Hann er meðlimur í underground gengi sem ekki má nefna á nafn ef að menn vilja halda lífi (fyrirmyndin að Fight Club) og ef að ég segði hér söguna um hvernig hann komst yfir konuna í lífi sínu að þá yrði þetta mín síðasta færsla.
Jón ólst upp í ghettóinu, spilaði körfu á íkornavellinum og komst til mennta með því að vinna sér inn pening með því að fræsa ber að ofan helstu götur Reykjavíkur í slagtogi við skuggalega menn - við erum að tala um mann sem sló vökumet með því að vaka léttilega langt yfir 50 tíma einungis til að sýna fram á hversu harður hann væri (enda heyri ég alltaf upphafið á þessu lagi í höfði mér þegar ég sé Jón Inga enda röppuðu heimamenn samtaka ,,Jón Ingi Ingibergs er harðari en helvíti" þegar lagið heyrðist).
Í hverfinu varð hann betur þekktur sem Hr. RR-514 og þegar að lætin nálguðust í gamla jálknum voru mæður Seljahverfis ekki lengi að draga dætur sínar inn fyrir og læsa. Jón er einn af þessum mönnum sem hægt væri að segja sögur af í alla nótt ef að ekki væri fyrir þá staðreynd að maður fengi ennþá fleiri og verri í hausinn sjálfur.
Þrátt fyrir alla þessa hörku er Jón dags daglega hinn ljúfasti maður en um leið og fyrsti tóninn sleppur laus úr laginu Bring the Pain með Method Man þá er fjandinn laus. Jón býður að sjálfsögðu upp á ferskan, fjölbreyttan og harðan pakka og tók sérstaklega tillit til þess sem að á undan hafði gengið hér í hiphop horninu og fyrir hönd Jóns Inga segi ég ,,gjörið þið svo vel":

OC – My world

Rakim – New York

Dr. Dre, Snoop Dogg - Fuck Wit Dre Day

EPMD – Da Joint

A Tribe Called Quest- Stressed Out

Lost Boyz – Renee

Beatnuts & Big Pun - Off The Books


Er lífið í ghettóinu ekki yndislegt?

Efnisorð: ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Jón Ingi er líka gríðarlegur harður lögfræðingur... hann pakkar mönnum saman í rökræðum og fær sínu fram alltaf allsstaðar.

kv,
Ivar

07 mars, 2008 13:12  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Jón Ingi er auðvitað harðari en allt hart - í dag fékk ég líka þennan þvílíka hiphop lista frá viskubrunni Seljahverfis í þeim málefnum, sjálfum Krissa og ég mun birta hann á næstu dögum.
Þú verður því að fylgjast vel með!

Kveðja Bjarni Þór.

07 mars, 2008 16:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já ég rakst einmitt á Krissa á Vegamótum á föstudaginn... hann uppljóstraði aðeins fyrir mér hverju væri við að búast....'everything is political'

kv,
Ívar

10 mars, 2008 08:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim