Allt og ekkert
Kvikmyndir: Alltof sjaldan læt ég í ljós mitt eftirsótta álit á kvikmyndum - í dag mun koma með ábendingu um eina mynd. Hver karlmaður í sambandi verður að þola það að gefa eftir einstaka sinnum og horfa á kellingamynd og eins og þeir vita að þá er það einungis spurning hversu vel er hægt að sleppa frá slíku.
Juno er kellingamynd sem er mjög góð á þann mælikvarða fyrir karlmann. Ekkert svona ,,kona verður hrifin af manni sem hún hættir svo með en sér eftir því og ætlar að leita að honum aftur og sér hann þá með annarri konu sem síðan reynist vera frænka mannsins og allir lifa hamingjusamir til æviloka eftir að hann útskýrir það" kjaftæði þar sem Sandra Bullock, Reneé Zellweger eða Meg Ryan líta út eins og boxarar, svo grátbólgnar eru þær yfir einhverju Oprah volæði í sínu lífi.
Þannig að ef að þú verður neyddur út á videoleigu á næstu dögum eða mánuðum og neyðist til að horfa á einhverja kellingamynd að þá er þetta betra en allar þær kellingamyndir sem þú hefur séð... að Notting Hill undanskyldri.
Knattspyrna: Andfótbolti er ávallt jafn hress og gott að kíkja við með kaffi og líta yfir umfjöllun helgarinnar áður en maður leggst yfir Meistaradeildina - gott jafnvel að koma heim með ofangreinda mynd (Juno) í kvöld og taka svo Meistaradeildarleikina alla bæði þriðjudag og miðvikudag til að ná sér eftir það.
Einkalífið: Ég hef endurheimta húsmóður heimilisins sem fór í húsmæðraorlof til Danmerkur og fór þar á tónleika með Smashing Pumpkins sem á víst að vera rosalega góð hljómsveit.... ef að maður er hvítur! En það er gott að fá hana heim eftir næstum viku, ég var farinn að vaða hér í hnéháum haug skyndibitaumbúða.
Annar Ofur-þriðjudagur: Á morgunn hefst fjörið með tví-höfða í Meistaradeildinni sem enginn ætti að missa af - AC Milan vs Arsenal og United vs Lyon. Síðan er komið að bandarísku stjórnmálunum og ef að úrslit verða hagstæð fyrir Obama í Ohio og Texas að þá eru nokkrar líkur á því að Hillary pakki saman og yfirgefi svæðið.
Hiphop: Menn ættu ekki að örvænta þó að ein og ein færsla sé hiphop laus. Ég á þrjár færslur á lager með hiphop lögum og hinum eiturvinsælu upprunalegu lögum sem samplað hefur verið úr.
Er lífið ekki dásamlegt?
Juno er kellingamynd sem er mjög góð á þann mælikvarða fyrir karlmann. Ekkert svona ,,kona verður hrifin af manni sem hún hættir svo með en sér eftir því og ætlar að leita að honum aftur og sér hann þá með annarri konu sem síðan reynist vera frænka mannsins og allir lifa hamingjusamir til æviloka eftir að hann útskýrir það" kjaftæði þar sem Sandra Bullock, Reneé Zellweger eða Meg Ryan líta út eins og boxarar, svo grátbólgnar eru þær yfir einhverju Oprah volæði í sínu lífi.
Þannig að ef að þú verður neyddur út á videoleigu á næstu dögum eða mánuðum og neyðist til að horfa á einhverja kellingamynd að þá er þetta betra en allar þær kellingamyndir sem þú hefur séð... að Notting Hill undanskyldri.
Knattspyrna: Andfótbolti er ávallt jafn hress og gott að kíkja við með kaffi og líta yfir umfjöllun helgarinnar áður en maður leggst yfir Meistaradeildina - gott jafnvel að koma heim með ofangreinda mynd (Juno) í kvöld og taka svo Meistaradeildarleikina alla bæði þriðjudag og miðvikudag til að ná sér eftir það.
Einkalífið: Ég hef endurheimta húsmóður heimilisins sem fór í húsmæðraorlof til Danmerkur og fór þar á tónleika með Smashing Pumpkins sem á víst að vera rosalega góð hljómsveit.... ef að maður er hvítur! En það er gott að fá hana heim eftir næstum viku, ég var farinn að vaða hér í hnéháum haug skyndibitaumbúða.
Annar Ofur-þriðjudagur: Á morgunn hefst fjörið með tví-höfða í Meistaradeildinni sem enginn ætti að missa af - AC Milan vs Arsenal og United vs Lyon. Síðan er komið að bandarísku stjórnmálunum og ef að úrslit verða hagstæð fyrir Obama í Ohio og Texas að þá eru nokkrar líkur á því að Hillary pakki saman og yfirgefi svæðið.
Hiphop: Menn ættu ekki að örvænta þó að ein og ein færsla sé hiphop laus. Ég á þrjár færslur á lager með hiphop lögum og hinum eiturvinsælu upprunalegu lögum sem samplað hefur verið úr.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Lífið
9 Ummæli:
ég skal gefa rooney annan séns kíki á leikinn á morgun en ef hann skítur aftur upp á bak þá verður hann stimplaður ÚTBRUNNINN til frambúðar af mér. Sem fyrrum einkaþjálfara þíns þykir mér leiðinlegt ða heyra að skyndibitabölinn sé ennþá á þér. En sem hip hop aðdáanda gleður mig mikið að vita af þeim hressandi færslum sem eru á leiðinni.
kv bf
ps hitinn fór upp í 25 stig í dag SUMMERTIME
Það er oft sagt með þá hörðustu að þeir hafi sínar mjúku hliðar (og það sé jafnvel nauðsynlegt til að geta verið harður).
Annars verð ég að spyrja hvernig í dauðanum kellingamynd geti verið góð? Er hún þá nokkuð kellingamynd?
BF: Rooney er að fara í gang, ég er handviss um það - enda er hann rosalegur karakter. Svo fékk hann frí um helgina og verður væntanlega á milljón á morgunn.
Ég þarf að fara að taka mig á aftur varðandi hreyfingu og mataræði, eigum við ekki að gefa því viku :)
Það er svo eitt að ráðast á Rooney, annað að strá salti í sárinn með þessum hitatölum - hitinn fór upp í 8 stig hér í dag... í mínus auðvitað. Læt sem ég hafi ekki heyrt þetta og fer aftur í hiphop leit. Kveðja Bjarni.
Birgir: Þetta er hárrétt greining hjá þér - sjáum bara mann eins og B.I.G. virkilega harður en samt bæði mjúkur líkamlega og með mjúka hlið í bland andlega.
Þetta er alls ekki frábær mynd en hún er góð kellingarmynd á karlmanns mælikvarða.
Hvernig er það annars, hafa menn yfirgefið andfotbolta vegna slaks árangurs Arsenal? :)
Kveðja Bjarni Þór
Nei síður en svo, ég var t.d. að græja grein á laugardaginn þegar ég ákvað að ýta á refresh og því mig grunaði að að þú værir að prjóna eitthvað. Eina ástæðan til að yfirgefa svæðið væri ef þeir væru að spila "eins og menn".
Síðast þegar ég "lét undan" og fór á svona "kerlingamynd" fjallaði hún um tvo homma uppi í sveit sem voru að atast í rollum allan guðslangan daginn einhvernstaðar í USA. Ef það er ekki nægt tilefni til að gefa skít (óheppilegt) í allt - dópa sig eða éta- í hel þá veit ég ekki hvað....
Kvöldið verður eflaust í anda umræddra kerlingamynda þegar MU-flokkurinn með hina tindilfættu portúgölsku ofur-leikara í fararbroddi sem reyna að blása einhverju lífi í undanvillinginn ferkantaða frá Liverpool-borg.
ps Ég held að Arsenal geri í brækurnar í kvöld :)
Birgir: Það er gott, ég má þá eiga von á umfjöllun frá þér um Arsenal og ég tek þá United?
Pjotr: Hugsaðu þér hvernig ástandið væri ef að Torres hefði farið til United. Þá væri aldrei neinn sem stæði í lappirnar í meira en 30 sek í sókninni.
Þú manst svo að Liverpool er ekki að spila fyrr en 11.mars í Meistaradeildinni en á leik gegn West Ham á morgunn.
Sjáum til með Arsenal, það kæmi ekki á óvart miðað við undanfarnar vikur en ég vil fremur sjá þá áfram en þetta leiðinlega varnarsinnaða Milan lið (sem ég held víst með).
Kveðja til ykkar beggja Bjarni Þór.
Juno var nú bara fínasta mynd. Fyrir indie hunda má benda á alveg frábært soundtrakk sem að prýðir myndina, ekkert hippedí hopp heldur eðal indie popp.
Svo er nú bara þannig að næstum allt sem Jason Bateman og Michael Cera snerta þessa dagana er fyndið og gott.
Já, ég gleymdi reyndar að minnast á það - frábært soundtrack. Þar eru þrjú lög sem ég er búinn að vera með á heilanum.
Fyrst auðvitað uppáhaldaslagið mitt með Velvet Underground og Nico
sem má hlusta á hér:
http://www.youtube.com/watch?v=3ZtAAQUBVL4
Svo er það lag sem minnir mig einhverra hluta vegna á Viðar Guðjónsson... texti sem hann hefði getað samið. Sem má hlusta á hér:
http://www.youtube.com/watch?v=hHXau3zAe7E
...og svo er það þetta fallega og einfalda lag:
http://www.youtube.com/watch?v=nBDbUVXXp-U
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim