Stjórnmál - Knattspyrna - Tónlist
Stjórnmál: Hillary vann í nótt sigur bæði í Ohio og Texas (primary, það á ennþá eftir að telja töluvert í Texas Caucuses) með naumindum sem bjargaði hennar framboði - í það minnsta í bili. Obama hefur þó ennþá 90 fulltrúa forskot og hefur unnið bæði fleiri fylki og er með fleiri atkvæði á bakvið sig á landsvísu. Hillary er hins vegar refur og er farin að tala um sameiginlegt framboð, sem flestir demókratar vilja en Obama hefur ekki viljað gera það og ástæðan er einföld. Obama vill ekki lýsa yfir vilja til sameiginlegs framboðs vegna þess að þá er líklegra en ekki að fólk kjósi í framhaldinu Hillary og að hann eigi að sættast á það vegna aldursins að vera varaforsetaefni og taka svo við eftir átta ár. Klemman fyrir Obama er auðvitað sú að hinir óákveðnu demókratar snúist gegn honum fyrir það og kjósi Hillary og voni að hann bíti á og sættist á þetta - en hann mun auðvitað ekki gera það á meðan hann er á undan.
Vandamálið við þetta allt er svo það að ef að af verður og Obama verður varaforsetaefni að þá er hann nánast búinn að fremja pólitískt sjálfsmorð ef að McCain (sem er opinbert forsetaefni GOP) sigrar svo Hillary.
Knattspyrna:Það kom ekki á óvart að Barca og United færu áfram í Meistaradeildinni í gær (nema þá helst hversu ósannfærandi það var) en óvæntara var að Arsenal sló út Milan á útivelli og ennþá óvæntara að Fenerbache skyldi klára Sevilla af. Í kvöld keppa svo leiðinlegri lið keppninnar og það er viðeigandi að Liverpool ljúki þessu svo af með leik gegn Inter 11.mars.
Hversu leiðinleg keppni er annars Meistaradeildin?
Tónlist: Ég leyfi Indie lögunum sem ég minntist á í commentum við síðustu færslum að fljóta með og auðvitað gamla góða Velvet Underground laginu - það styttist verulega í hiphop færslu:
I'm Sticking With You - The Velvet Underground
Anyone Else But You
All I Want Is You - Barry Louis Polisar
Er lífið ekki dásamlegt?
Vandamálið við þetta allt er svo það að ef að af verður og Obama verður varaforsetaefni að þá er hann nánast búinn að fremja pólitískt sjálfsmorð ef að McCain (sem er opinbert forsetaefni GOP) sigrar svo Hillary.
Knattspyrna:Það kom ekki á óvart að Barca og United færu áfram í Meistaradeildinni í gær (nema þá helst hversu ósannfærandi það var) en óvæntara var að Arsenal sló út Milan á útivelli og ennþá óvæntara að Fenerbache skyldi klára Sevilla af. Í kvöld keppa svo leiðinlegri lið keppninnar og það er viðeigandi að Liverpool ljúki þessu svo af með leik gegn Inter 11.mars.
Hversu leiðinleg keppni er annars Meistaradeildin?
Tónlist: Ég leyfi Indie lögunum sem ég minntist á í commentum við síðustu færslum að fljóta með og auðvitað gamla góða Velvet Underground laginu - það styttist verulega í hiphop færslu:
I'm Sticking With You - The Velvet Underground
Anyone Else But You
All I Want Is You - Barry Louis Polisar
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna, Lífið, Stjórnmál., Tónlist
4 Ummæli:
jæja í tilefni þess að við íslendingar styðjum sjálfstæði kosóvo, þá ákvað ég að spjalla aðeins við serbana mína í liðinu og rúmena um þetta mál.
Þeir lýsa því þannig að fyrir 30 árum hófu albanir að dreifa sér í löndin í kring, td í rúmeníu makedóníu og serbíu. Ástæðan fyrir því er einföld lífskjörin voru slæm bentu á það að eðlilegt væri fyrir albana að búa 10-12 saman í 2 herbergja íbúð. Svo þegar albanirnir koma til kosovo þá hefja þeir handar að koma sér inn í íbúðir serba og henda þeim útaf af svæðum með ofbeldi og látum. Þá spurði ég af hverju serbarnir gerðu ekki neitt til þess að stöðva þess framþróun þá sögðu þeir að þeir hafi verið í samvinnu við sameinuðu þjóðirnar sem ætluðu að koma reglu á þetta en ekkert gerðist og albönunum fjölgaði ört. Bæði með miklum innflutningin og einnig benda þeir á að meðan serbar eignast 2-3 börn þá eru albanirnir mikið mun duglegri að fjölga sér. Þá ákveða serbarnir með milosevic að taka í taumana og reka alla þá sem eru ólöglegir í landinu en albanirnir neita að fara og þá kemur til átakana og til þessara hreinsunar sem milosevic gerði. USA koma þar til stuðnings albana þar sem að stjórn serba átti í deilum við usa varðandi það að usa vildi koma herum sínum inn í landið en serba neituðu. Það vita allir framhaldið af því usa réðst inn og milo varð allur. Þannig að núna 30 árum seinna eru albanir búnir að taka yfir kosovo og við íslendingar höldum áfram að sjúga usa. Eitt að lokum sem þeir bentu mér á er fæstir af þessum albönum geta sýnt fram á skjöl í tengslum við heimili sín þar sem þeir eru búnir að ræna þeim öllum af serbum.
Einnig er mikil hræðsla í löndunum í kring þar sem þau eiga í sömu vandræðu og eru hrædd um að þetta eigi eftir að gerast þar líka. Sést berlega hversu mikið usa stjórnar heiminum gera það sem þeim sýnist og allir fylgja eftir í blindni eins og við íslendingar.
Bendi á að þessi skrif eru skrifuð út frá sjónarhorni Serba sem eg tel ekki koma nógu mikið fram í umræðunni.
Ég persónulega hef ekki myndað mér skoðun á þessu þar sem ég get ekki sett mig í þetta umhverfi þar sem ég er íslendingur og bý á eyju.
kv bf
BF: Já, ég verð eiginlega að fá að rifja þetta örlítið meira upp en þetta er auðvitað ekki svona einfalt eins og Serbarnir segja samanber það sem ég sagði um Ottomanveldið síðast þegar þetta bar á góma og þá staðreynd að rúmlega 90% íbúa Kosovo eru Albanir. Ég skal reyna að kanna þetta eitthvað.
Kveðja Bjarni Þór
þeir eru alveg sammala því að albanar séu um 90% af fjöldanum en hvað með það??? Ef að pólverjar verða í miklum meirihluta á Eskifirði er það þá ekki lengur hluti af okkar landi
Þetta pólska dæmi er auðvitað ekki sambærilegt. Varðandi þessa sagnfræði samherja þinna þá er hún fremur slök eins og sést þegar farið er tímalínuna hjá BBC:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/country_profiles/3550401.stm
Kosovo hefur sem sagt verið mun lengur utan Serbíu en innan hennar. Ef að menn ætla að nota söguna að þá var Kosovo hluti af Albaníu undir stjórn Ítala fyrir Júgóslavíu innlögn og ef að menn ætla að vísa til lengri tímabila þá var það mestmegnis undir stjórn Ottomanveldisins (sem er núna að mestu Tyrkland, sem er land sem Kosovo og íbúar landins eiga mun meiri samleið með en Serbnesku þjóðinni).
Kosovo fékk aukið sjálfræði á 7. áratugnum og fékk hálfgerða sjálfstjórn árið 1974 frá Júgóslavíu og hafa frá árinu 1989 verið að berjast fyrir sjálfstæði sem nú er loksins raunin.
Þjóðarbrotin hafa búið saman á svæðinu síðan á 8.öld og í gegnum aldirnar þróaðist það þannig að Albanir urðu meirihluti:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/country_profiles/3524092.stm
Mér sýnist auk þess á flestum heimildum sem ég hef lesið að þetta sé bölvaður þjóðernisrembingur hjá Serbum sem vilja meina að Kosovo sé þeirra Jerusalem og að þar séu menningarverðmæti og eru þá væntanlega að tala um frá 12.öld og að Kosovo sé ,,fæðingarstaður" serbneska ríkisins - þeim er hins vegar skítsama um íbúana.
Varðandi yfirtöku og annað slíkt blaður þá var það á báða bóga eins og oft er í svo hatrömum deilum (voru ekki u.þ.b. milljón Albanir sem voru hraktir frá heimilum sínum í Kosovo á þessum áratug frá 1989-1999 og helmingur þeirra flúði svæðið? Mig minnir það.) og ástandið í Serbíu sjálfri undir Slobodan var réttarfarslega eins og í mjög slæmu Afríkuríki.
Það skal heldur engan undra harðræði þeirra núna í garð minnhlutans eftir að hafa lifað í kúgun hans í næstum 20 ár með tilheyrandi fjöldamorðum - það er nánast undantekningarlaust að slíkt gerist (meira að segja Jón Arason fékk að kenna á því þegar hinir trúlitlu Íslendingar skiptu um trú).
Mér sýnist að þetta sé það eina sem mögulega gat komið einhverri hreyfingu á hlutina og til að ástandið í Kosovo fari að batna - sem er aðalatriði. Enda styðja flest öll ríki sem ekki hafa hagsmuna að gæta (í formi þess að þau drottna sjálf yfir minnihlutahópum sem vilja sjálfstæði) yfirlýsingu Kosovo.
http://proquest.umi.com/pqdweb?index=10&did=1439454181&SrchMode=1&sid=5&Fmt=3&VInst=PROD&VType=PQD&RQT=309&VName=PQD&TS=1204851771&clientId=58032
Ég ætlaði að fara að kynna mér þetta ítarlega og skrifa um þetta en eftir aðeins örlitla leit er ljóst að þetta er það sanngjarnasta í stöðunni séð frá hlutlausu sjónarhorni - en auðvitað alls ekki fullkomin leið frekar en venjulega og auðvitað eru ekki allir sáttir. Lögfræðilega er þetta líka mjög vafasamt, en ég ætla ekki að hætta mér um of í þá umræðu á meðan hún er eingöngu á þessu stigi.
Kveðja Bjarni Þór.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim