mánudagur, janúar 05, 2009

Ísland og Evrópusambandið

Morgunblaðið stendur fyrir frábæru framtaki næstu dagana eða frá 4.-15. janúar þar sem farið verður yfir kosti og galla Evrópusambandsins - eins langt og það nær í stuttum greinum án aðildarviðræðna.
Á skýringarmyndinni hér fyrir ofan má sjá hvernig pistlarnir 12 næstu daga munu skiptast upp, en lesa má alla pistlana á Evrópusvæði Morgunblaðsins jafnóðum og þeir birtast.
Ég þakka Morgunblaðinu fyrir þann mikla tímasparnað sem þetta felur í sér fyrir mig, en veiti sjálfum mér leyfi að bæta við umfjöllunina ef mér dettur það í hug. Þetta verður fróðlegt og vonandi mjög upplýsandi fyrir okkur öll - fylgist vel með, því það eru miklar líkur á að þið munið kjósa um aðild að ESB áður en langt um líður.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Blogger pjotr sagði...

Æðislegt framtak hjá Mogganum. Ég hefði reyndar kosið 12 pistla greinaflokk um það hvernig vinna eigi bug á kreppunni og hvernig við getum skapa réttlátt þjóðfélag þar sem valdagræðgi, sérhagsmunapólitík og einkavinavæðin tilheyrði fortíðinni. Ég fæ ekki séð að sú orka sem fer í þessar pælingar gagnist mikið á núverandi vanda amk eru stjórnvöld ekki mikið að sýna árangur. Ég hef það á tilfinningunni að allt þetta moldviðri stjórnvalda í kringum ESB sé aðeins ómerkileg smjörklípa til að dreyfa tahyglinni frá úrræða- og getuleysi þeirra til að takast á við hinn raunverulega vanda. Hjalið um ESB er bara lúxusvandamál sem sjálfsagt er að ræða en skiptir minna máli en sú staða sem blasir við í dag.

05 janúar, 2009 12:36  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Aðalatriðið er það að allir íslenskir stjórnmálamenn horfist í augu við það og viðurkenni að staða okkkar nú væri miklu betri ef við hefðum verið innan ESB en við vorum utan þess við hrunið.
Varðandi núið að þá held ég að uppgjör við ESB sé ekki lúxusvandamál heldur beinlínis stór hluti af lausn við vandanum ef rétt er farið að - þó ekki væri nema vegna þess að nú þegar að tveir mánuðir eru liðnir frá hruninu að þá hefur enginn íslenskur stjórnmálamaður bent á aðrar stórar raunverulegar lausnir við vandanum... ekki Geir, ekki Ingibjörg, ekki Steingrímur hvað þá minni spámenn.
Margt er hægt að gera af minni aðgerðum og sumt gerist sjálfkrafa eins og minni viðskiptahalli vegna þess að fólk getur ekki keypt sér allt í heiminum á lánum en án þess að taka ákvörðun um nýjan gjaldeyri að þá er það besta sem hægt er að gera er að lágmarka skaðann en lítil uppbygging mun eiga sér stað - þ.e. stjórnmálamennirnir eru ekki bara bjánar, heldur erum við í drullunni þangað til að við tökum stórar ákvarðanir á borð við inngöngu í ESB (og getum fest gengi krónunnar tímabundið í þægilegu gengi við evruna og notið bakstuðnings evrópska seðlabankans eða tekið upp evruna á undraverðum tíma). Það er ekki að ástæðulausu sem að nánast hatursmenn ESB, menn á borð við Ingva Hrafn hafa sagt að við verðum að fara í aðildarviðræður eins fljótt og hægt er.
Vissulega myndi ástandið ekki versna við 12 eða 200 greina greinaflokk um kreppuna, en hvort að slíkt myndi skila einhverjum raunverulegum lausnum er óvíst enda hefur öll umræða stjórnmálamanna, embættismanna, hagfræðinga, tal í Silfri Egils, hugmyndabankar líkt og á Eyjunni
og aðrar hugmyndir skilað mjög litlu hingað til og ég efast um að annars ágætir blaðamenn Morgunblaðsins myndu sjá frekara ljós þó þeir færu í slíka hugmyndavinnu. Sjálfur ligg ég ekki á nokkurri stórkostlegri hugmynd sem myndi leysa vandann - því miður.

Ástarkveðja Bjarni Þór

05 janúar, 2009 21:22  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim