Munurinn á EES og ESB
Áður en áfram er haldið með umfjöllun Morgunblaðsins er rétt að benda á að nú eru komin inn fyrstu video Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sem munu verða mun fleiri vonandi sem allra fyrst. Er byrjaður að horfa og vonandi er fyrsti fundur auðlindahópsins ekki það sem koma skal, því hann er fullur af fórdómafullum frammíköllum sem varð til þess að lítið kom fram á honum.
Morgunblaðið hélt áfram umfjöllun sinni um Evrópusambandið og í dag var það pistillinn: Munurinn á EES og ESB. Davíð Þór Björgvinsson dómari við Mannréttindadómstól Evrópu fer yfir lagalegu hlið málsins í sínum pistli. Minni pistla má svo finna hér.
Til frekari lesningar ófullnægðra lesenda má benda á erindi Einars Benediktssonar ,,Evróputengsl Íslands: Reynslan af EFTA og EES-samningunum" og erindi sem Róbert R. Spanó flutti árið 2006 ,,Hugleiðingar um umfang lagabreytinga í tilefni af skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningum." sem lesa má um í bókinni ,,Ný staða Íslands í utanríkismálum: Tengsl við önnur Evrópulönd"
Góðan lestur!
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál
2 Ummæli:
Það eru hlutir þarna sem væru beinlínis gott fyrir ísland að taka upp. Eins og til dæmis landbúnaðarstefnu ESB, þó svo að sú stefna sé að mínu mati meingölluð þá er hún ekki eins slæm og sú íslenska. Þá myndi mætvælaverð hérna lækka um 25%. Gjaldmiðilinn sure. Skattamál myndu ekki hafa nein veruleg áhrif hér nema þá kannski bara til hins betra.
Það er öruggl. hægt að halda áfram.. ætli sjávarútvegsmálin sé ekki stærsta vandamálið.
Við þurfum að vinna til baka formlegt fullveldi okkur sem við töpuðum með því að ganga inní EES:)með þvi að sitja við sama borð og önnur ESB-ríki. En mér er meinilla við þessa fullveldisdeilu.. hún er til þess eins að slá ryki í augu fólks.
ciao,
ivar
Fullveldisumræðan er bara bjánagangur. Eins og ég hef áður skrifað um að þá getum við örugglega leyft þessu fólki að vera 100% sjálfstæð og fullvalda í skilningnum einangruð einhvers staðar á Papey eða öðrum afmörkuðum svæðum - þeir sem ekki þiggja það geta komið sér sjálfir til N-Kóreu.
Þetta verða sjávarútvegsmálin sem munu ráða úrslitum, allt hitt er mjög jákvætt, jákvætt eða stendur í stað í versta falli. Trúi ekki öðru en að sú umræða sem er að verða til muni gera fólk jákvæðara fremur en neikvæðara í garð inngöngu - en hvað veit maður þjóðkirkjan og Framsóknarflokkurinn eru jú ennþá á lífi þrátt fyrir áratuga og alda vitneskju um óþurft þeirra :)
Kveðja Bjarni Þór
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim