þriðjudagur, janúar 06, 2009

Landbúnaður og ESB

,, The average European cow gets a subsidy of $2 a day; more than half of the people in the developing world live on less than that"
-Joseph Stiglitz, Making Globalization Work.

Eftir að hafa farið yfir muninn á EES og ESB í gær eins og fram kom á þessari bloggsíðu er umfjöllun Morgunblaðsins í dag um landbúnað. Eins og ofangreind tilvitnun í Stiglitz sýnir að þá eru landbúnaðarmálum þannig háttað í heiminum í dag að þau eru ekki einungis óhagkvæm fyrir þegna landanna heldur beinlínis að murka lífið úr afríkubúum þeirra fjölmörgu landa sem byggja allt sitt á landbúnaðarvörum sem svo ekki komast yfir landamæri sökum hafta og tollastefnu. ,,Aha!" gæti einhver anti-Evrópusinni kallað upp og bent á hið hræðilega Evrópusamband (sem er reyndar gagnrýni sem á fullan rétt á sér) hið eina slæma er að Ísland er verra, en árið 2005 fékk hver mjólkurkýr 100.000 kr. styrk - innganga í ESB yrði því skref í rétta átt (eins undarlegt og það kann að hljóma).

Það var að margra mati eitt af stærstu málefnunum sem núverandi stjórnarflokkar gátu tekið á að hefja stórtækar umbætur í einu (ef ekki) dýrasta landbúnaðarkerfi í heiminum sem hið íslenska er - kerfi sem byggt er upp á rómantískri fjölskyldustefnu og þar sem orðið hagkvæmni er ekki til. En líkt og með svo margt annað hefur fátt gerst í þessum málaflokki. En hverjir eru sóðalegir hagsmunir íslenskra bænda og neytenda? Morgunblað dagins rekur málið í greinni ,,Um hvað yrði samið?"og ,,Dýrt að rækta garðinn sinn".

Meginniðurstaðan Moggans þrátt fyrir ofsahræðslu Bændasamtakanna sem hafa auðvitað beinan hag af því að vera undir einu dýrasta landbúnaðarkerfi í heiminum er sú að staða bænda myndi standa í stað eða batna/versna lítillega eftir því hvernig ríkið spilaði inn í og svipuð staða Finnlands við inngöngu nefnd sem dæmi. Ríkissjóður mun hins vegar getað skorið niður fleiri milljarða og almenningur mun hagnast verulega á niðurfellingu hafta og tolla, sem löngu er tímabær og ekki hefði þurft inngöngu í ESB til að taka á þessu spillta forræðishyggjukerfi sem hér er við lýði. Til marks um tollastefnuna sem hér hefur verið rekin er sú staðreynd að í sumum tilvikum er tollurinn hærri en framleiðsluverðmæti viðkomandi vöru - sem sagt brjálæði.

Það eina sem er bagalegt við aðstæðurnar núna er að núverandi ríkisstjórn hafi ekki farið strax í róttækar umbætur þegar að Framsóknarflokkurinn er ekki við völd, þannig að hagsmunastétt bænda færu glaðir inn í ESB, þá hefði einnig verið hentugt að mögulegir samningar WTO hefðu þegar náðst, en þeir hefðu einnig komið bændastéttinni niður á jörðina. Stuðningur við bændur sem hlutfall af tekjum var árið 2005 var 67% en á sama tíma 32% innan ESB og matvælaverð var á þeim tíma 48% hærra en að meðaltali í löndum ESB.

Þeir sem vilja kynna sér meira um landbúnað og ESB er bent á ítarlega grein eftir Ágúst Einarsson rektor á Birfröst sem heitir ,,Landbúnaður og Evrópusambandið - álitaefni við aðild"

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

já maður spyr sig afhverju er ekki tekið á þessu bull-kerfi sem kostar skattgreiðendur 11milljarða í beinharða styrki á ári. Einnig er matvöruverð hér miklu hærra en í ESB útaf súper-tollunum.

Hvort sé horft til ESB eða ekki, þá á að fara í það að skera á þetta kerfi asap.

Hvernig stendur á því að Hr. Knútsson er ekkert að tjá sig hér.. hann hefur verið duglegur að skoða málin frá öllum hliðum og kannski ágætis mótvægi við bergmálið í mér.

ciao,
ivar

06 janúar, 2009 19:37  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég sá Knútsson síðast með danska spægilpylsu, spænskt rauðvín og franskt eðalsúkkulaði þar sem hann dansaði fáklæddur um í fána Evrópusambandsins :)

06 janúar, 2009 22:03  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Í fyrsta lagi þá var ég ekki fáklæddur ég var nakinn !!

Ég gæti ekki verið meira sammála þér með það að það þarf að taka til í þessu kerfi með eða án ESB. Það er algjört rugl að halda uppi þessum háu tollum og keyra allt verðlag upp með þeim.

Hins vegar er ég partur af rómantísku fjölskyldustefnunni þegar að kemur að sauðkindinni. Hún hefur haldi lífi í landanum í gegnum aldirnar áður en menn töluðu um hagkvæmni og prósentur og styrki og framlög og allt þetta viðskiptalingó. Hún er sterkur og mikill partur af sögu okkar og menningu. Ef við ætlum að henda öllu frá okkur í nafni ESB og hagræðingar þá náttúrulega pökkum við bara saman, lokum búllunni og flytjum því það er bara ALLS ekkert hagkvæmt við Ísland nema orkan og búið !! Það að búa á eyðieyju lengst úti í Atlandshafi langt frá öllu öðru getur ekki reynst "hagkvæmt" í útreikningum í Brussel er það ?.

Ég held að það sé alveg ljóst að svín og hænsni muni leggjast af hérna á Íslandi göngum við í ESB þessir bændur gætu aldrei keypt við bændur innan ESB í þessum flokki, hins vegar held ég að sauðkindin með réttum stuðningi okkar gæti vel þrifist innan ESB, þetta er með því besta lambakjöti sem fyrir finnst í heiminum og því vantaði það í myndlíkinguna þína Bjarni Þór, ég var með ÍSLENSKT lambakjöt á diskum, spæsnkt rauðvín og BELGÍSKT súkkulaði, verzla ekki við Breta, Frakka og Dani þeir eru vondir :)

BK

07 janúar, 2009 14:25  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim