miðvikudagur, janúar 07, 2009

ESB og evran


Morgunblaðið fjallar um Evrópusambandið og gjaldeyrismál í dag. Um það þarf ekki mikið að ræða. Ný könnun frá Capacent Gallup sýnir að rúm 70% vilja taka upp evruna ef að skipta á um gjaldmiðil - spurningin er hversu langan tíma það mun taka og hvort að aðrir kostir séu fýsilegir þangað til? Olli Rehn stækkunarstjóri ESB telur það ,,Flækja umsóknarferlið" ef að Ísland taki einhliða upp evruna. Greinin ,,Leitin að framtíð" gefur svo einhverja mynd af því hversu ,,hratt" við getum tekið upp evru. Nokkrar minni greinar sem í raun eru viðtöl eða greinar við hagsmunaaðila eða sérfræðinga má finna neðarlega hér.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

já þetta tekur mörg ár. Mér finnst best að sjá að flestir sem tóku þátt í þessari Capacent könnun eða rúml. 55% eða eitthvað álíka brjálað, vilja taka upp gjaldmiðil einhliða og helst innan 6mánaða.

Þetta er auðvitað ísland í hnotskurn. Uppfylla eitthver ströng skilyrði... vá hvað ég nenni því ekki. Skyndilausn, skyndilausn, skyndilausn.. nýr gjaldmiðill strax og þá getum við haldið partínu gangandi í nokkur ár í viðbót........


jjjjiiiiibbbbbýýýýýý,
ivar

07 janúar, 2009 14:45  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim