þriðjudagur, janúar 06, 2009

Frá ESB og aftur í hrunið

Á meðan við bíðum eftir að Morgunblaðið brúi bilið frá ,,muninum á EES og ESB" og ,,til ESB og landbúnaðar" er rétt að líta á grein eftir baneitraða senterinn Inga F. Vilhjálmsson sem ber heitið ,,Fúlegg Frjálshyggjunnar" og var skrifuð sérstaklega fyrir Keðjufíflið.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Fín grein hjá Inga og gaman að sjá hann á ritvellinum. Ekki ætla ég að reyna að verja félaga Hannes Hólmstein enda hann samkynhneigður og fullfær um það sjálfur.

En að greininni hans Inga þá tekst honum vel til þegar hann talar um orsök og afleiðingu, eða þess orsakasambands sem ríkir á milli hrunsins, sjálfstæðisflokksins og frjálshyggju hans. Ingi hitti naglann á höfuðið þegar hann talaði um frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins sem er í raun sérstakt hugtak. Í tilviki bankanna gekk hún út á það að veita bönkum fullt fresi til þess að haga sér eins og þeir vildu á opnum markaði. Gott og blessað. En hvernig tengist fall bankanna frjálshyggju þegar raunin er sú að bankar báru ekki einungis ábyrgð á eigin velferð, heldur alls samfélagsins sem dróst niður með þeim.

Banki sem fer á hausinn kallar inn öll lán og dregur með sér í fallinu alla þá viðskiptamenn sem áttu í viðskiptum við bankann. Mörg fyrirtæki geta því orðið gjaldþrota í einni andrá ef bankastarfsemi leggst á hliðina.

,,Venjulegt" fyrirtæki ber ábyrgð á eigin málum í þeim skilningi að þú tekur ekki ótengda aðila með þér í fallinu. Ég get ekki betur séð en að bankarnir hafi verið með (í sem stystu máli) ríkisábyrgð, þar sem ríkið var alltaf á leiðinni að koma þeim til bjargar þegar eitthvað bjátaði á.
Í hugmyndafræðilegum skilningi er því ótækt að bönkunum hafi verið veitt algjört viðkiptafrelsi í slíku umhverfi. Ákvarðanir þeirra settu eignir þriðja aðila í hættu. Um leið og bankarnir tóku áhættu var hún ekki eingöngu á þeirra herðum, heldur allra þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem urðu svo ólánsöm að fá lánað fé hjá bönkunum. Segja má að þeirra starfsemi hafi því haft bein áhrif á allra sem áttu í viðskiptum við bankann. Raunverulega hefðu bankarnir átt að hafa sérbanka fyrir viðskipti og annan fyrir fjárfestingar. Þar með hefðu verið komnar forsendur fyrir fjárfestingabankana til þess að njóta alls þess frelsis sem þeir vildu.

Frjálsir fjárfestingabankar hefðu getað skitið upp á bak eins og þeir vildu en ábyrgðin hefði verið þeirra og engra annarra. Hins vegar störfuðu bankarnir allir sem ein heild með ólík svið, t.d. fjárfestingasvið, fyrirtækjaþjónustu og útlánadeild (eða eitthvað slíkt). Því var í raun allt samfélagið undir þegar þeir fóru á hausinn. Ríkið fann sig því knúið til að reyna að bjarga málunum.

Eins og áður sagði talar Ingi um frjálshyggju sjálfstæðisflokksins (hugtak fæðist). Um var að ræða afbakaða frjálshyggju og í rauninni enga frjálshyggju ef tekið er mið af því að ábyrgðin var ekki bankanna sjálfra (heldur endaði á farsakenndan hátt einhvern veginn á okkur). Um leið og bankarnir tóku að fjárfesta á verðbréfamarkaði varð augljóst að ábyrgðin og áhættan breyttist. Fór úr höndum bankanna í hendur almennings eins og ljóst er í dag.

Ekki er hægt að setja samasemmerki á milli frjálshyggjunnar og bankastarfsemi. Vissulega frjálshyggjan kenning um að sem mest frelsi veiti sanngjarnasta þjóðfélagið. En hún er ekki síður til þess fallin að skerpa skilin á milli einstaklinganna í þjóðfélaginu þegar kemur að ábyrgð. Þegar ábyrgðin er annarra en þeirra sem fara illa með peningana er upp komið þjóðfélag sem er fjarri þeim kjarna sem frjálshyggjan gengur úr á.

Að lokum (með röddu Björgólfs Thors). Eru bankamenn ábyrgir fyrir bankahruninu, Já. Eru íslenskir stjórnmálamenn ábyrgir fyrir bankahruninu, nei. Eru Stjórnmálamenn ábyrgir fyrir því að almenningur er að borga fyrir bankahrunið, já. Er frjálshyggjan ábyrg fyrir bankahruninu, nei. Ber frjálshyggjan ábyrgð á því að almenningur er að borga fyrir mistök bankanna, nei. Er almenningur fórnarlamb hrunsins, já. Er almenningi í nöp við frjálshyggju, já. Er almenningur að hengja bakara fyrir smið, já.

Ég gæti haldið áfram en ég nenni því ekki.Góðar stundir Keðjan.

06 janúar, 2009 19:01  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:)
Gott að menn eru ennþá í bullandi afneitun og reyna að nota hjartastuðtæki til að lífga við steindauða frjálshyggju :)

Ingi verður að svara fyrir sig en ég held að hann hafi örugglega ekki verið að tala um nýtt hugtak þegar hann talar um frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins, því annars hefði greinin heitið ,,Fúlegg Sjálfstæðisflokksins".

Þú segir: ,,En hvernig tengist fall bankanna frjálshyggju þegar raunin er sú að bankar báru ekki einungis ábyrgð á eigin velferð, heldur alls samfélagsins sem dróst niður með þeim.
Banki sem fer á hausinn kallar inn öll lán og dregur með sér í fallinu alla þá viðskiptamenn sem áttu í viðskiptum við bankann. Mörg fyrirtæki geta því orðið gjaldþrota í einni andrá ef bankastarfsemi leggst á hliðina.
,,Venjulegt" fyrirtæki ber ábyrgð á eigin málum í þeim skilningi að þú tekur ekki ótengda aðila með þér í fallinu. Ég get ekki betur séð en að bankarnir hafi verið með (í sem stystu máli) ríkisábyrgð, þar sem ríkið var alltaf á leiðinni að koma þeim til bjargar þegar eitthvað bjátaði á.
Í hugmyndafræðilegum skilningi er því ótækt að bönkunum hafi verið veitt algjört viðkiptafrelsi í slíku umhverfi."

Greininingin er að mörgu leyti rétt en gallinn við hana er sá að Sjálfstæðisflokkurinn fór fram með hugmyndafræði frjálshygjunnar og ætluðu sér ekki að standa fyrir ríkisábyrgð á einkavæddum bönkum, eigendur bankanna litu hins vegar svo á að ef að allt færi í óefni að þá myndi ríkið bakka þá upp eins og sannaðist rétt fyrir hrunið, þar höfðu þeir rangt fyrir sér en einkavæðingin öll engu að síður á forsendum frjálshyggjunnar.
Frjálshyggjan var meira að segja svo mikil að hið algjöra frelsi gerði menn hreinlega heimska. Skortur á regluverki og eftirliti gerði það að verkum að íslenska þjóðin stendur uppi með skuldir fyrrum stóreignarmanna - með þriðju leiðar hugmyndafræði um einkavæðingu eða einhverri annarri hugmyndafræði hefðu hlutirnir verið á hreinu.

Þú segir: ,,Raunverulega hefðu bankarnir átt að hafa sérbanka fyrir viðskipti og annan fyrir fjárfestingar. Þar með hefðu verið komnar forsendur fyrir fjárfestingabankana til þess að njóta alls þess frelsis sem þeir vildu.

Frjálsir fjárfestingabankar hefðu getað skitið upp á bak eins og þeir vildu en ábyrgðin hefði verið þeirra og engra annarra. Hins vegar störfuðu bankarnir allir sem ein heild með ólík svið, t.d. fjárfestingasvið, fyrirtækjaþjónustu og útlánadeild (eða eitthvað slíkt). Því var í raun allt samfélagið undir þegar þeir fóru á hausinn. Ríkið fann sig því knúið til að reyna að bjarga málunum."

Nákvæmlega! Skortur á regluverki, virku eftirliti og öðru því sem gerist í eðlilegum samfélögum hefði þýtt að starfsemi bankanna hefði verið sundurliðuð en þar sem markaðurinn setti sér sjálfum reglur þá sá hann enga ástæðu til þess - hin heimska hönd markaðsins hefur aldrei verið eins sýnileg :)
Menn eru ekki að grínast þegar þeir segja að Ísland verði sýnidæmi í hagfræði í framtíðinni um það hvernig á ekki að framkvæma einkavæðingu með blindri frjálshyggju.

Þú segir: ,,Ekki er hægt að setja samasemmerki á milli frjálshyggjunnar og bankastarfsemi. Vissulega frjálshyggjan kenning um að sem mest frelsi veiti sanngjarnasta þjóðfélagið. En hún er ekki síður til þess fallin að skerpa skilin á milli einstaklinganna í þjóðfélaginu þegar kemur að ábyrgð. Þegar ábyrgðin er annarra en þeirra sem fara illa með peningana er upp komið þjóðfélag sem er fjarri þeim kjarna sem frjálshyggjan gengur úr á."

Hvar sem ábyrgðin liggur eftirá, þá var atburðarrásin alltaf á forsendum frjálshyggjunnar. Annað væri eins og að segja að Al Qaeda væri ekki hryðjuverkasamtök því að ábyrgðin af gjörðum þeirra 11.sept hafi lent á íbúum Afganistan :)

Þú segir: ,,Að lokum (með röddu Björgólfs Thors). Eru bankamenn ábyrgir fyrir bankahruninu, Já. Eru íslenskir stjórnmálamenn ábyrgir fyrir bankahruninu, nei. Eru Stjórnmálamenn ábyrgir fyrir því að almenningur er að borga fyrir bankahrunið, já. Er frjálshyggjan ábyrg fyrir bankahruninu, nei. Ber frjálshyggjan ábyrgð á því að almenningur er að borga fyrir mistök bankanna, nei. Er almenningur fórnarlamb hrunsins, já. Er almenningi í nöp við frjálshyggju, já. Er almenningur að hengja bakara fyrir smið, já."

Frjálshyggjan ber einungis enga ábyrgð vegna þess að hún er merkingarlaus. Það væri eins og að láta hús bera ábyrgð. Menn eru ekki að hengja bakara fyrir smið, en menn eru að hengja bakara fyrir uppskriftina (frjálshyggjuna). Það versta við þessa ýktu og ömurlegu frjálshyggjutilraun sem klúðraðist frá A-Ö er ekki dauði frjálshyggjunnar á Íslandi og í rauninni ekki heldur að fólkið í landinu beri ábyrgð á skuldasúpu þess sem vinstri menn kalla nú hamfarakapítalisma heldur sú staðreynd að skoðun almennings mun væntanlega kúgvendast í átt til þröngsýni og íhaldssemi lengst á hvorum kantinum sem bitna mun á heilbrigðu frjálslyndi í lengri tíma, þeir sem tala munu fyrir skynsamlegri einkavæðingu og frjálslyndi almennt verða kallaðir frjálshyggjutittir á sama hátt og stuðningsmenn velferðarkerfisins voru kallaðir kommatittir í kringum árið 1990 við fall þess hugmyndakerfis - það er gjörsamlega ólíðandi!

Ástarkveðja Bjarni Þór.

06 janúar, 2009 22:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

the alternative cost approaches relative quantity, creating an
acceleratory acquire likely. You may opt for fun and amusement in the like possibleness customer alkali to regard a lot
in apt prison term. You postulate to infer that how amusive and fun-full
grouping of spin,twirl we get to recollect the video equipment online casino games singapore the alternative cost
approaches numerical quantity, creating an accretive lucre possibility.
You may opt for fun and entertainment in the like likely consumer
form to see a lot in surrendered attribute. You poorness to empathise that how amusing and fun-full
socio-economic class of spin,lay out we get to make love
the video equipment
Review my blog post no deposit casino online lucky emperor

02 febrúar, 2013 07:54  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim