Loksins smávegis um ekkert
Stjórnmál: Þá er það orðið ljóst að sumir eru jafnari en aðrir hjá VG. Flokkur sem hefur haft kynjakvóta og fléttulista á stefnu sinni en nú þegar valdahlutföllin skiptast konum í hag að þá á það ekki lengur við eins og sannast á endanlegum framboðslista í Reykjavík. Þar er ekki boðið upp á fléttulista og fimm konur eru í topp átta bæði í Reykjavík norður og suður þannig að karlarnir ná ekki einu sinni að slefa upp í 40% kynjakvóta. Í síðustu kosningum fengu VG samtals fjóra þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum, verði þeir jafn margir nú muna það verða þrjár konur en skyldu þeim fjölga um einn í hvoru kjördæmi verða fimm konur og einn karl, færi svo að þeir yrðu fjórir úr hvoru kjördæmi væru tveir karlar en sex konur sem myndi gera kynjakvóta upp á 25% karla. Annars skal tekið fram að prófkjörin hjá fjórflokkunum heilt yfir eru hrikaleg drulla, bæði lítil endurnýjun og lítið framboð af ungu fólki (og nánast ekkert af því með ferskar áherslur).
Trúmál: Nú geta allir kosið um hver hlýtur hin virtu Ágústínusarverðlaun fyrir árið 2008. Fjölmargar aðrar tilvitnanir má hafa gaman að að lesa sem því miður komust ekki í topp 10.
Skólinn: Ég er ekki vissum að það gæti verið meira að gera í náminu mínu en nú er. Verkefnaskil, ritgerðir og próf með of stuttu millibili alveg út önnina. En þetta fer að klárast. Er að spá í kennslufræði næsta haust.
Knattspyrna: Það var ekki hátt risið á Englands-, Evrópu- og Heimsmeisturunum frá Manchester þegar þeim var riðið í rassgatið af Liverpool um síðustu helgi - en ég hafði fyrr í vetur spáð því að þetta yrði leikurinn sem United myndi tryggja sér sigur í deildinni. Ástandið er samt ansi gott, fjögur stig og leikur í hendi og þá níu leikir eftir - reyndar af erfiðu prógrammi en samt ekki erfiðara en Chelsea og Liverpool munu fást við. Ef allt fer á besta veg eru fínar líkur á því að United geti tekið við titlinum í næst síðasta heimaleiknum gegn City (sem er reyndar tæpt) eða þá í síðasta heimaleiknum gegn Arsenal - hvort sem yrði þá yrði það afar ljúft.
Tónlist: Bob Dylan er í toppformi að venju og er að fara að gefa út plötu í næsta mánuði - rétt er að minna á daglegu fréttasíðuna af kappanum. Þar má finna allt milli himins og jarðar sem snertir hann, ég fann svo á youtube live upptökur sem Dylan aðdáendur gætu haft gaman af t.d. Boots Of Spanish Leather og mörg fleiri af plötunni Bob Dylan at the Beeb (upptökur frá BBC).
Er lífið ekki dásamlegt?
Trúmál: Nú geta allir kosið um hver hlýtur hin virtu Ágústínusarverðlaun fyrir árið 2008. Fjölmargar aðrar tilvitnanir má hafa gaman að að lesa sem því miður komust ekki í topp 10.
Skólinn: Ég er ekki vissum að það gæti verið meira að gera í náminu mínu en nú er. Verkefnaskil, ritgerðir og próf með of stuttu millibili alveg út önnina. En þetta fer að klárast. Er að spá í kennslufræði næsta haust.
Knattspyrna: Það var ekki hátt risið á Englands-, Evrópu- og Heimsmeisturunum frá Manchester þegar þeim var riðið í rassgatið af Liverpool um síðustu helgi - en ég hafði fyrr í vetur spáð því að þetta yrði leikurinn sem United myndi tryggja sér sigur í deildinni. Ástandið er samt ansi gott, fjögur stig og leikur í hendi og þá níu leikir eftir - reyndar af erfiðu prógrammi en samt ekki erfiðara en Chelsea og Liverpool munu fást við. Ef allt fer á besta veg eru fínar líkur á því að United geti tekið við titlinum í næst síðasta heimaleiknum gegn City (sem er reyndar tæpt) eða þá í síðasta heimaleiknum gegn Arsenal - hvort sem yrði þá yrði það afar ljúft.
Tónlist: Bob Dylan er í toppformi að venju og er að fara að gefa út plötu í næsta mánuði - rétt er að minna á daglegu fréttasíðuna af kappanum. Þar má finna allt milli himins og jarðar sem snertir hann, ég fann svo á youtube live upptökur sem Dylan aðdáendur gætu haft gaman af t.d. Boots Of Spanish Leather og mörg fleiri af plötunni Bob Dylan at the Beeb (upptökur frá BBC).
Er lífið ekki dásamlegt?
4 Ummæli:
þess vegna eiga allir að snúa baki við þessa fjórflokka og kjósa borgaraflokkinn,
kv bf
Það kann að vera réttmæt krafa en varla fyrir þá sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Þá væri líka fínt að þar væri einhver innanborðs á framboðslista sem maður vissi að hægt væri að treysta og hefði karisma - ég hef ekki orðið var við þá persónu en mögulega kemur hún fram... en auk þess eru stefnumálin of auðgleymanleg.
Ég spái því að hvorki Borgarahreyfingin né L-listinn fá mann inn á þing og þá eru líkur á því að Frjálslyndir detti út. Slík kosningaúrslit munu styrkja fjórflokkinn þó að stærri hluti kjósenda muni skila auðu en í undanförnum kosningum.
En sjáum til hvernig þetta fer.
Kveðja Bjarni Þór.
bjarni minn það er nú á stefnuskrá listans að fara inn í evrópusambandið, þú meinar að það er enginn frægur í flokknum er það ekki í góðu lagi vantar ekki venjulegt fólk inn á þing. Ekki neinn þarna sem hægt er að treysta jesus ekki nota það sem rök gegn þessum flokki sem er ópólitískur almennur borgaraflokkur. Betra að kjósa hina flokka sem er saman safn af sama fólkinu sem kom okkur á hausinn eða klónaðri endurgerð af þeim(fáum björgvinn aftur í viðskiptaráðuneytið hehe er þetta djók). Prófkjörinn voru hrikaleg hjá þessum fjórflokkum og sýndu að ekkert breytist nema að við fólkið tökum hausinn þeirra úr rassinum. Manstu þegar það var sagt að ef það hefði verið dregið fólk handahófskennt útúr símaskránni hefði það ekki getað staðið sig verr en ríkisstjórnin. Hvað erum við þá að rembast við þess fjórflokka af hverju ekki að fá jarðbundið venjulegt fólk sem vill bara gera sitt besta fyrir þjóðina
kv bf
Ekki sá ég ESB á stefnuskrá flokksins. Vandamálið við venjulegt fólk sem hefur ekki komið fram til að auglýsa sig almennilega er að fólk veit ekki hvar það hefur það. Kannski breytist það þegar nær dregur kosningum en ég efast það stórlega. Vandamálið er auk þess fyrir evrópusinna að velja á milli flokks þar sem framlag þeirra getur skilað sér í því að evrópuflokkur leiði ríkisstjórn eða að kjósa smáflokk (ef hann er með evrópustefnu) sem sennilega mun berjast við það að fá mann á þing en mun í besta falli fá 10% (og þá eru 90% líkur á því að hann komist ekki í ríkisstjórn) og þá getum við alveg eins skilað auðu.
Svona lítur þetta við mér.
Kveðja Bjarni Þór.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim