sunnudagur, mars 08, 2009

Sprengja - Ingibjörg Sólrún hættir

Stjórnmál: Ingibjörg Sólrún var rétt í þessu að tilkynna að vegna veikinda sinna gæti hún ekki tekið frekari þátt í stjórnmálum, á það jafnt við um þingsetu og fyrirhugaðan formannsslag innan Samfylkingarinnar. Bæði Össur og Jóhanna hafa neitað að þau ætli í formanninn og stendur Jón Baldvin þá einn eftir eins og stendur, hver fer á móti honum? Dagur B.? Verður pressað á Jóhönnu? Erum við að fara að sjá Jón Baldvin með comeback aldarinnar sem mun knýja á um aðildarviðræður við ESB? Held ekki, en það væri rosalegt.

Er lífið ekki dásamlegt?

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ég veit ekki nákvæmlega hvað Dagsi stendur fyrir.. en væri það ekki hrikalega sterkur leikur fyrir hann að fara fram? Hann er ungur og mjög vinsæll... þannig hann gæti eftirvill rifið upp fylgið.

Það vill enginn fá Jón Baldvin aftur.. þrátt fyrir að vera flottur pólitíkus með solid sýn. Eitthvað sem flesta vantar í pólitík núna.

ivar

09 mars, 2009 15:34  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Manni sýnist nú að Jóhanna verði neydd til formanns. Annars væri ég tilbúinn að sjá Jón Baldvin sem utanríkisráðherra.

Kveðja Bjarni Þór.

09 mars, 2009 21:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég verð nú að segja eitt hvað þetta mál varðar.

Hverjum er ekki skítsama um það hver verður næsti formaður Samfylkingar(:

12 mars, 2009 23:04  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

... hverjum er ekki skítsama um þig! :)

13 mars, 2009 14:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Góðan dag. Hvað segja menn þá. Ekki fór vel hjá Jóni Baldvini í prófkjöri þrátt fyrir mikinn áróður á þessari síðu. Hvað þýðir þetta? Á hægri- kratinn ekki upp á pallborðið innan Samfylkingarinnar? Eru dagar Jóns Baldvins í póltíkinni taldir? Er Jóhanna Sigurðardóttir manneskja sem hægt er að styðja? Þýðir þetta að Ísland muni aldrei fara í Evrópusambandið? Geturðu samviskulaust stutt þennan flokk eins og hann lítur nú út á þessarri stundu?

16 mars, 2009 00:23  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim