þriðjudagur, apríl 21, 2009

Börnin okkar og framtíðin

Eins og menn á mínum aldri í sambúð sem misst hafa tök á kynþokkafullum líkama sínum og unglegu og fersku andliti er mér umhugað um barneignir til þess að auka líkurnar á að halda í yndislega sambýliskonu.
Hugsunin hingað til hefur verið sú að nú sé allt undir varðandi barneignir næstu tvö árin, en með yfirlýsingu ESB um að eftir Króatíu gangi ekkert land inn fyrr en eftir 2015 hefur sú afstaða breyst. Nú mun ég reyna að eignast börn með minni sambýliskonu næstu árin, spurningin er eingöngu hvar það verður.
Eins og áður hefur komið fram vil ég helst búa áfram á Íslandi, þó ég hafi ekki útilokað það fyrir kreppu að búa erlendis um hríð. Vegna þess að ég vil áfram búa á Íslandi hef ég reynt að hafa áhrif á ykkur og aðra í kringum mig þannig að hér verði aftur lífvænlegt og öruggt að búa efnahagslega - engin rök benda til að svo verði án stöðugs gjaldmiðils með inngöngu í ESB.
Í augnablikinu þegar ég ímynda mér það hlutverk sem mörg ykkar hafa nú tekið að ykkur að vera ábyrgir foreldrar og þegar ég hugsa um það hvernig ég vil ala börnin mín upp, við hvaða skilyrði og hvernig manneskjur ég vil eftir fremsta megni reyna að móta (varðandi réttlæti, ábyrgð, sanngirni, sjálfstæða og gagnrýna hugsun o.s.frv.) þá vil ég hafa verið sú fyrirmynd sem mark er á takandi.
Í því felst að skorast ekki undan þegar á reynir og að getað miðlað af eigin reynslu. Augnablikið sem við lifum á verður okkur öllum ógleymanlegt, síðustu sex mánuðir hafa verið þannig að slíka tíma hefur enginn lifað sem (fullorðin) manneskja sem nú er ekki stödd á elliheimili. Þegar ég minnist þessa tíma síðar meir við mín börn og barnabörn í tengslum við þeirra upplifanir og líf vil ég geta sagt með góðri samvisku að ég hafi lagt mitt að mörkum til að snúa hlutnum við með því að gera Ísland og Íslendinga aftur efnahagslega sjálfstæða.
Tvennt er óvíst í þessari framtíðar frásögn minni. Mun ég segja söguna í fjarlægu landi og minnast örlaga þjóðar minnar með þeim sorglega hætti að við hefðum getað bjargað málunum en klúðrað því í kosningum eða mun ég standa með þaninn brjóstkassa og lýsa því yfir með ýktum hætti sem gamall fauskur, hvernig ég einn míns liðs snéri íslensku þjóðinni með mér í það lið og barðist fyrir Evrópusambandsaðild í Sjálfstæðisbaráttunni síðari (þeirri efnahagslegu) sem leiddi af sér inngöngu í ESB og þeirri fögru framtíð sem þá mun verða hérlendis.

Hvaða sögu ætlar þú að segja börnunum þínum og barnabörnum?

Gæti lífið ekki orðið dásamlegt... í ESB?

PS. Linda benti Örnu á þann skemmtilega möguleika að við gætum nefnt mögulegan erfingja okkar þannig að skammstöfunin yrði ESB - er nafnið Evra Samfylking Bjarnadóttir of gróft?

Efnisorð: ,

10 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Evra... er það ekki karlmannsnafn.. allavega í Frakklandi (spurðu bara BF).

En svona til gaman.. hérna er Sigurður Kári að útskýra af hverju xD er á móti ESB:
http://www.youtube.com/watch?v=6XLOP2rMH5U

p.s.
Ég tel VG vera mun hættulegra appórat en xD.. ég fann bara ekkert á youtube um Atla Gíslason skjálfandi og froðufellandi þegar minnst var á ESB.

ciao,
Ívar

22 apríl, 2009 09:41  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Barnablogg. Nu forstu yfir strikid.

KD

22 apríl, 2009 16:23  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég tel nú ekki líklegt að ég myndi nefna barnið mitt Evra og hvað þá Samfylking. En ef sótt væri um nafnið Evra fyrir stúlku þá yrði það sennilega samkvæmt.

Heilt yfir þá er VG meiri þjóðernissósíalistaflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn, en í augnablikinu eru meiri líkur á inngöngu í ESB með VG en með Sjálfstæðisflokknum - það er ótrúlega sorglegt.

Biggi: Hér hafa menn verið að kalla eftir persónulegri afstöðu til ESB og hún hefur verið veitt. Staðreyndin er sú að þessi ákvörðun snertir ekki okkur ein heldur einnig börnin okkar og þeirra skuldastöðu í framtíðinni.

22 apríl, 2009 18:40  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Gaman að sjá VG skjóta sjálfa sig í fótinn með því að ætla ekki láta kanna hvort olíu sé að finna á Drekasvæðinu... hvað segja þeir Sjálfstæðismenn sem ætluðu að kjósa VG? Er kannski tími til kominn að velja aðra en þessa tvo sem hafa valið sér leið einangrunar?

Kveðja Bjarni Þór.

22 apríl, 2009 18:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

shit bjarni til þess að fá einhvern til að kjósa flokkinn verður þú einhvern veginn að losna við össur hann var alveg eins og kjáni í kvöld
kv bf

22 apríl, 2009 22:19  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svandís heldur áfram að endurróma það sem Atli 'froðfellandi' Gíslason byrjaði á. VG er á móti ESB. VG vill tefja þetta mál.. kjósa einu sinni í 2faldri þjóðaratkvæðagreiðslu... ræða þetta mál eftir kosningar (líklega í 20 önnur ár).

Ég trúi ekki að fólk sé að kjósa Jón Bjarnason, Atla Gíslason, Ögmund, Kolbrúnu H og Steingrím J. Fólk sem miðar að því að drepa allt frumkvæða og horfir á Stalín og Bjart í Sumarhúsum sem fyrirmyndir sínar.

Þetta lið er hættulegt og það þarf að lemja á þessum flokki áður en við stöndum uppi með að Þjóðernissósíalistar verði stærsti flokkur landsins. Þá getum við öll bara farið að smíða fleka og sækja um hæli í öðrum löndum sem pólitískir flóttamenn (Schengen og EES verður auðvitað rift strax eftir kosningar).

XD eru sorglegir og sjálfum sér verstir.. hitt pakkið er hættulegt.

Samfó heldur samt áfram að kyssa á þeim fæturnar.. hvers vegna???

væri möguleiki á þjóðstjórn eftir kosningarnar?

allt annað en VG,
ivar

22 apríl, 2009 22:49  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

BF: Nefndu eitthvað dæmi áður en þú kemur með óútskýrða slembidóma um Össur í kvöld.
Ekki láta klapplið stjórnmálaflokkanna í sjónvarpsal blekkja þig :)

Ætlar þú að segja mér að Birgitta Jónsdóttir hafi staðið sig betur en Össur? Manneskja sem greinilega veit ekki hvað er í gangi, segir að sín skoðun skipti ekki máli og vill skoða það þegar hún kemst til valda - hvaða drulla er þetta?
Hún vissi ekkert um tekjutengingu, ekkert um ,,Evrópubandalagið" (hvað erum við stödd árið 1970?) og var raunverulega gjörsamlega til óþurftar, því hún sagði ekki neitt. Þessa konu ætlar þú að kjósa!

Ívar: Það er ein ástæða fyrir því að Samfylkingin heldur í þetta bandalag við VG og það er að sennilega er ekki hægt að mynda nógu stóra stjórn með Borgarahreyfingunni og Framsókn - annars myndi Samfylkingin gera það, því að þeir flokkar eru stefnulausir og munu láta allt yfir sig ganga.

Ástarkveðja Bjarni Þór.

23 apríl, 2009 01:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjarni minn varstu ekki að horfa á sama þátt og ég, Dæmi þegar össur var að tala um álverið á bakka jáneijáneijú en nei hehe (var maðurinn fullur) eða þegar hann var að tala um að það væri engin ágreiningsmál milli vg og samfylkingarinnar. Þetta er bara bullukollur og þessi maður er að representa þjóðina okkar kannski ein af ástæðunum fyrir litlum trúverðuleika þjóðhöfðingja á eyjunni okkar.
Þessi Birgitta var fín hef ekkert út á hana að setja, nei hún er ekki jafn góð að bulla eins og þessir verksmiðjusköpuðu pólitíkusar en hún er heiðarlegri. Ég held að þegar þú ert farinn að ráðast gegn byltingunni þá ertu farinn af sporunum. Það er ekkert annað en gott að segja um þetta framboð og þannig er það. Ættir frekar að eyða þínum tíma að bauna yfir 4 flokkana og samfylkinguna meðtalda. Svona lofræður eins og þú talar um samfylkinguna eru ekki marktækar vita allir hversu konar hentugleikapólitík er í gangi þar. Ætlarðu kannski líka að segja mér að Man U séu að spila skemmtilegan bolta um þessar mundir
kv bf

23 apríl, 2009 09:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Össur er liability fyrir Samfó.. það er allveg á hreinu. Það hefði verið gott fyrir alla aðila að fá inn nýjan mann í staðinn fyrir hann.. það er allveg á hreinu.

Aftur ámóti verð ég að taka undir Bjarna Þór í sambandi við tekjutenginguna. Það er ekki aðeins óábyrgt heldur hreinlega heimskulegt að bjóða sig fram fyrir flokk án þess að vita neitt um almenna tryggingakerfið.. 1/3 af fjárlögum ríkisins fer í þennan málaflokk og þessi kelling fór að tala um námsmenn í útlöndum???? hvað var það!!!... reyndar get ég sagt það sama um Sturlu sem vissi ekki að það væri búið að skera á tekjutryggingu milli lífeyrisþega og maka. P dúddinn vissi ekkert.

Hvernig er það fer enginn í það að skóla þetta lið til áður en það sest fyrir fram myndavélarnar?

ciao,
Ívar

p.s.
fuck VG

23 apríl, 2009 13:09  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:)
Auðvitað er það rétt hjá ykkur að Össur ætti ekki að vera í framboði en hann var sennilega sá skásti í salnum í gær - sem er að vísu mjög sorglegt. Guðlaugur Þór var dauðadæmdur fyrirfram, Svandís lenti í nákvæmlega sömu vandræðum og Össur og konan frá Framsókn eyddi öllu sínu púðri í að tala um ríkisstjórn sem væri ósammála en gat ekki spaslað upp í það að Framsókn er gríðarlega klofinn í stærstu málunum.

Hinir þrír voru djók, algjört fucking djók hahaha. Framsóknarkonan hafði þó hugmynd um hvað málin snérust þó hún væri yfirleitt ekki sammála sínum flokki eða gæti tekið skýrt fram hvað hann stæði fyrir annan en endurnýjað fólk með sömu stefnu. Frambjóðendurnir frá Frjálslynda flokknum, Lýðræðishreyfingunni og Borgaraflokknum lýstu hins vegar ljósi á fáfræði sinni og heimsku. Að tala um að Birgitta hafi verið fín er hlægilegt, því hún kom ekki neinu frá sér, hvorki hvað hún né flokkurinn stæði fyrir og var hreinlega alls ekki inn í neinum málum. Borgarar þessa lands brugðust á vakt sinni gagnvart stjórnvöldum fyrir hrun, en það þýðir ekki að einungis eigi að gagnrýna þá flokka sem þá voru. Saga stjórnmálanna segir okkur að helst af öllu ættum við að vera gagnrýnni á þá sem koma nýjir inn. Maður dæmir engan fyrirfram og fagnar nýjum framboðum en þegar þau hafa ekkert fram að bjóða varðandi lausnir og enga frambærilega frambjóðendur (er hægt að minnast á einn?) þá fara þeir á sama ruslhaug sögunnar og aðrir flokkar. Það fyndna er að yfirleitt koma upp eins málefnisflokkar á borð við Kvennalistann eða Frjálslyndaflokkinn en Borgarahreyfingin stendur ekki fyrir neitt nema að vera á móti þeim flokkum sem voru fyrir (en samt ekki málefnalega, vegna þess að þeir hafa engin málefni nema upphrópanir). Tvennt jákvætt má segja um flokkinn: 1. hann vill fara í aðildarviðræður við ESB.
2. Hann vill stjórnlagaþing.
Að öðru leyti hefur hann enga stefnu (sjá stefnuskrá) aðrar en óljósar hugmyndir um hvað skuli gera en ekki hvernig. Á engan hátt aðgreinir hann sig með nokkru móti frá öðrum flokkum, frambjóðendur hans ekki beint merkilegir og spanna allt litróf stjórnmálanna - allt frá fyrrum kjósendum VG til Sjálfstæðisflokks - er furða þó stefnan sé engin? :)

Ástarkveðja Bjarni Þór.

23 apríl, 2009 20:54  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim