ESB aðild er grunnurinn að því að geta aftur kosið út frá hugsjón!
Nokkrar persónur hafa ljáð máls á því við mig að ekki sé hægt að snúa þessum kosningum einungis upp í frjálslyndi vs einangrunarhyggja og hagsmunir vs hugsjón - en þegar betur er að gáð er þetta nákvæmlega grunnurinn að því vali sem framundan er.
Sé ekki vilji til þess að sýna þroska og stíga upp úr kassanum og kjósa eins og manneskja, frjálslynd eða einangrunarsinnuð má spyrja manneskjuna í kassanum spurningar:
Hvort telur félagshyggjufólk að hagur almennings batni eða versni og hvort telur það að velferðarkerfið verði skorið meira eða minna niður með þessari sömu áframhaldandi kreppu, vöxtum, ónýtum gjaldmiðli og atvinnuleysi eða með inngöngu í ESB?
Hvort telja frjálshyggjumenn að hagsmunum Íslands sé betur borgið í einangrun frá umheiminum með íslenska krónu eða í stærstu viðskiptablokk heimsins með stöðugan gjaldmiðil? Hvort telja þeir meiri eða minni líkur á skattahækkun í núverandi ástandi eða með þeirri vaxtalækkun innan ESB sem mun skila tugum milljarða í ríkissjóð samkvæmt Sjálfstæðismanninum Benedikt Jóhannessyni?
Hvort halda feministar/jafnréttissinnar að sé líklegra að konum í áhrifastöðum fækki eða fjölgi í áratuga langri kreppu og hvort halda þeir að vændi aukist eða minnki, hvað með heimilisofbeldi?
Hvort telja umhverfisverndarsinnar að muni leiða að frekari stóriðju, kreppa (þar sem lausnin er að fjölga störfum í stóriðju með meiri framkvæmdum eins og Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn boða) eða innganga í ESB með þeim efnahagslegu áhrifum sem það hefur og þeirri staðreynd að sambandið er langtum framar en Ísland í umhverfismálum?
Hvort telja stóriðjusinnar að muni halda fleiri slíkum störfum á Íslandi, verðbólgan á Íslandi og sívaxandi skuldir fyrirtækjanna í erlendum lánum, þar sem Landsvirkjun og fleiri fyrirtæki ramba á barmi gjaldþrots eða sá stöðugleiki sem mun myndast með inngöngu í ESB og þar með að ERM II ferlinu og loks evru?
Hvort telur fólk með myntkörfulán að það sé betur statt fjárhagslega með krónu eða upptöku evru?
Hvort telur fólk með íslensk lán að það verði betur sett með hávaxtastefnu, verðbólgu og verðtryggingu á Íslandi eða með vöxtum nálægt 0% í ESB þar sem engin verðtrygging er (fremur en í öðrum siðmenntuðum löndum)?
Hvað með menntað fólk á Íslandi hvar ætlar það að fá vinnu í landi byggðu á gjaldeyrishöftum, sjávarútvegi og landbúnaði? Hvernig ætlar það að byggja upp fyrirtæki með þeim vöxtum, verðbólgu og ónýta gjaldmiðli sem verður hér að óbreyttu?
Telur almenningur að Alþýðusamband Íslands, Viðskiptaráð Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu skili séráliti ásamt Samfylkingunni um umsókn að Evrópusambandinu vegna þess að Samfylkingin sé svo frábær flokkur?
Nei, þau gera það vegna þess að hagsmunir allra aðila á Íslandi að undanskyldum einokunarsamtökum bænda og sjávarútvegs eru best borgnir innan ESB (það er raunar sjávarútvegi og landbúnaði líka, en þau samtök þora einfaldlega ekki í samkeppni og vilja halda í einokunarstöðu sína).
Getur einhver bent mér á rök þess efnis að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB?
Er lífið ekki dásamlegt?
Sé ekki vilji til þess að sýna þroska og stíga upp úr kassanum og kjósa eins og manneskja, frjálslynd eða einangrunarsinnuð má spyrja manneskjuna í kassanum spurningar:
Hvort telur félagshyggjufólk að hagur almennings batni eða versni og hvort telur það að velferðarkerfið verði skorið meira eða minna niður með þessari sömu áframhaldandi kreppu, vöxtum, ónýtum gjaldmiðli og atvinnuleysi eða með inngöngu í ESB?
Hvort telja frjálshyggjumenn að hagsmunum Íslands sé betur borgið í einangrun frá umheiminum með íslenska krónu eða í stærstu viðskiptablokk heimsins með stöðugan gjaldmiðil? Hvort telja þeir meiri eða minni líkur á skattahækkun í núverandi ástandi eða með þeirri vaxtalækkun innan ESB sem mun skila tugum milljarða í ríkissjóð samkvæmt Sjálfstæðismanninum Benedikt Jóhannessyni?
Hvort halda feministar/jafnréttissinnar að sé líklegra að konum í áhrifastöðum fækki eða fjölgi í áratuga langri kreppu og hvort halda þeir að vændi aukist eða minnki, hvað með heimilisofbeldi?
Hvort telja umhverfisverndarsinnar að muni leiða að frekari stóriðju, kreppa (þar sem lausnin er að fjölga störfum í stóriðju með meiri framkvæmdum eins og Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn boða) eða innganga í ESB með þeim efnahagslegu áhrifum sem það hefur og þeirri staðreynd að sambandið er langtum framar en Ísland í umhverfismálum?
Hvort telja stóriðjusinnar að muni halda fleiri slíkum störfum á Íslandi, verðbólgan á Íslandi og sívaxandi skuldir fyrirtækjanna í erlendum lánum, þar sem Landsvirkjun og fleiri fyrirtæki ramba á barmi gjaldþrots eða sá stöðugleiki sem mun myndast með inngöngu í ESB og þar með að ERM II ferlinu og loks evru?
Hvort telur fólk með myntkörfulán að það sé betur statt fjárhagslega með krónu eða upptöku evru?
Hvort telur fólk með íslensk lán að það verði betur sett með hávaxtastefnu, verðbólgu og verðtryggingu á Íslandi eða með vöxtum nálægt 0% í ESB þar sem engin verðtrygging er (fremur en í öðrum siðmenntuðum löndum)?
Hvað með menntað fólk á Íslandi hvar ætlar það að fá vinnu í landi byggðu á gjaldeyrishöftum, sjávarútvegi og landbúnaði? Hvernig ætlar það að byggja upp fyrirtæki með þeim vöxtum, verðbólgu og ónýta gjaldmiðli sem verður hér að óbreyttu?
Telur almenningur að Alþýðusamband Íslands, Viðskiptaráð Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu skili séráliti ásamt Samfylkingunni um umsókn að Evrópusambandinu vegna þess að Samfylkingin sé svo frábær flokkur?
Nei, þau gera það vegna þess að hagsmunir allra aðila á Íslandi að undanskyldum einokunarsamtökum bænda og sjávarútvegs eru best borgnir innan ESB (það er raunar sjávarútvegi og landbúnaði líka, en þau samtök þora einfaldlega ekki í samkeppni og vilja halda í einokunarstöðu sína).
Getur einhver bent mér á rök þess efnis að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB?
Er lífið ekki dásamlegt?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim