miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Modern Times - dómur

Þá hef ég tekið tvær heilar hlustanir á nýju plötu Dylans, hina margumtöluðu Modern Times og það er gleði í mínu hjarta og léttir. Það sem hefur oft vantað á mörg lög á síðustu plötum Meistarans er hljómurinn, en á þessari er það einn helsti styrkur hennar.
Alvöru gamaldags rokk/blús hljómur á köflum (J.L Hooker, Muddy Waters, B.B.King - lög eins og Thunder on the Mountain,Rollin´And Tumblin´, Someday Baby og The Leevee´s gonna break ) og í þrem lögum má jafnvel heyra lagauppbyggingu er svipar til Noruh Jones (t.d. Spirit on the Water, When the Deal goes down og Beyond the Horizon) lög sem sennilega gætu fengið spilun á Létt Bylgjunni.
Lögin Nettie Moore og Ain´t talkin (sem minnir á perluna Ballad of a thin man) eru í þyngri kantinum og virkilega flott.
Eina lagið sem ég set spurningu við er Working Man´s Blues # 2, lagið er gott og vex við hverja hlustun en passar eiginlega ekki inn á plötuna - hefur ekki sama hljóm.

Það er skemmtilegt að sjá hvað þeir eru staddir á svipuðum slóðum Meistararnir tveir, Megas og Dylan. Megasukk platan var einmitt að leita í sagnahefðina, drykkjuvísur og aðra texta þjóðskáldanna með dassi af blús og Dylan leitar til baka í upphaf rokksins og blúsins. Einfaldleikinn - sem eins og oft hefur sannast getur virkað best.
Það er ákveðinn gæðastimpill á plötum, þegar það fyrsta sem maður vill gera er maður vaknar á morgnanna og hefur kysst sína konu er að fara og hlusta á plötuna. Öll lögin eru góð og alltof snemmt að nefna uppáhaldslag og það gerir sennilega líka fjölbreytileiki plötunnar.
Modern Times fær 5 stjörnur af 5.

Tvö textabrot:

(Spirit on the Water)

You think I'm over the hill
You think I'm past my prime
Let me see what you got
We can have a whoppin' good time


Platan endar á þessu (Ain´t talkin):

Ain't talkin', just walkin'
Up the road, around the bend.
Heart burnin', still yearnin'
In the last outback at the world's end.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim