Modern Times
Arnar Eggert fer lofssamlegum orðum um Bob Dylan á bls 38&40 í Mogganum í dag.
Segir m.a. ,, Væri maður að ryðja þessari lofgjörð út ef að platan væri eftir einhvern annan en Dylan? Eða öllu heldur, er það fyrritíma mikilfengleiki sem kemur svona hallelújahrópum í gang? Er platan kannski bara mjög góð, en af því að Dylan stendur á bakvið hana, þá má kalla hana meistaraverk, stórkostlega endurnýjun og hverjar þær klisjur sem maður verður uppvís að? Maður spyr sig og veltir þessu fyrir sér. Platan er frábær - en ég vill meina að það sé einmitt vegna Dylans sem hún verður eitthvað meira, verður satt að segja stórkostleg. Það er enginn tilviljun að maðurinn nýtur jafnmikillar listrænnar viðurkenningar og raun er. Dylan er snillingur og ef einhver hefur það í sér að að ýta plötu yfir í það að verða eitthvað meira er það hann. Töfrar sem einungis geta stafað frá Dylan leika um plötuna, sönnun þess að Dylan er í feiknarformi í augnablikinu, orðinn 65 ára gamall."
Jæja, ég er sjálfur farinn að hlusta og væntingarnar orðnar rosalegar - sýnist líka að platan hafi lengt sumarið um nokkra daga. Lifið heil!
Segir m.a. ,, Væri maður að ryðja þessari lofgjörð út ef að platan væri eftir einhvern annan en Dylan? Eða öllu heldur, er það fyrritíma mikilfengleiki sem kemur svona hallelújahrópum í gang? Er platan kannski bara mjög góð, en af því að Dylan stendur á bakvið hana, þá má kalla hana meistaraverk, stórkostlega endurnýjun og hverjar þær klisjur sem maður verður uppvís að? Maður spyr sig og veltir þessu fyrir sér. Platan er frábær - en ég vill meina að það sé einmitt vegna Dylans sem hún verður eitthvað meira, verður satt að segja stórkostleg. Það er enginn tilviljun að maðurinn nýtur jafnmikillar listrænnar viðurkenningar og raun er. Dylan er snillingur og ef einhver hefur það í sér að að ýta plötu yfir í það að verða eitthvað meira er það hann. Töfrar sem einungis geta stafað frá Dylan leika um plötuna, sönnun þess að Dylan er í feiknarformi í augnablikinu, orðinn 65 ára gamall."
Jæja, ég er sjálfur farinn að hlusta og væntingarnar orðnar rosalegar - sýnist líka að platan hafi lengt sumarið um nokkra daga. Lifið heil!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim