miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Smá smakk

Hér að neðan má sjá youtube myndband þar sem einhver hefur sett saman lagið Beyond the horizon við brot úr Chaplin myndinni Modern Times. Svo er það myndbrot frá laginu Someday baby. En bæði lögin eru af margumtalaðri og frábærri nýrri plötu Dylans... Modern Times.

Beyond the horizon

Someday baby

2 Ummæli:

Blogger b4 sagði...

Hér hefst nýr leikur, skora ég á Bjarna Stift, en ég hef nýlokið við að semja Morgunvísur, og teljast þær fyrsti hlekkur leiksins:

1.Ég skora á þig að semja sláttuvísu um horfinn heim Bækistöðvar 4, verður hún þá næsti liður í óendanlegri keðju.

2.Gengur leikur þannig, að eftir samningu kvæðis skorar semjari á næsta aðila, sem má ekki hafa tekið þátt áður. Aðeins fyrrverandi, núverandi og verðandi starfsmenn B4 mega þátt taka.

3.Kvæðið skal og verða tilbúið innan átta daga. Einnig skal boð í sms-formi eða með öðrum hætti sent til viðkomandi.

4.Kvæðið skal hafa frjálst form eða bundið eftir ósk höfundar.

5.Þeir sem ekki hafa aðgang að B4 síðunni skulu birta þær í spjallborði á síðu B4 ellegar veita því einhverjum starfsmönnum síðunnar í té með einum eða öðrum hætti.

6.Sá sem rýfur þessa keðju skal Ólukkans Ólund heita, fram eftir ævitíma öllum, og einnig í næsta lífi, sé það til.

7.Enginn lifandi og mælandi telst sem súkkulaði eða friðhelgur í leiknum.

8.Ef semjara skortir einhvern til að skora á, má hann þiggja aðstoð frá öðrum leikmönnum, en fær þó engan viðbótarfrest.

9.Brjóti einhver þessar reglur, skal hlutlaus dómnefnd skipuð og dæma, hvort titillinn (sjá 6.) skuli veittur.

-Lúkum vér þar reglugerð.
B4.

31 ágúst, 2006 18:06  
Blogger Linda sagði...

Eitthvað fór síða Sólskinsfíflsins framhjá mér í bloggrúntinum en mikið er ég fegin að þú ert farinn að tjá þig á öðrum vígstöðvum en í kommentakerfum annarra bloggara, þín er þó sárt saknað þaðan, því er ekki að neita;)

01 september, 2006 00:03  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim