mánudagur, október 22, 2007

Af hálfvitum - er nóg.

Það koma af og til dagar, þar sem einhvern veginn öll umræða virðist vera eintómt bull. Silfur Egils í gær endaði sem einn slíkur þáttur.
Þátturinn hófst eins og ávallt á liðnum ,,Vettvangi dagsins" þar sem REI málið óendanlega leiðinlega var til umræðu. Þar fór Þorbjörg Helga á kostum, henni reyndar til varnar þá var hún að ,,verja" sennilega einn glataðasta málstað sem til er.
Þegar það mál hafði verið rætt tók Steinunn Jóhannesdóttir við hennar sæti og gjörsamlega gubbaði upp úr sér þvælunni. Þar hélt hún því fram að breyting á húskaparlögum ( sem er í basic: í stað karl og konu, mun standa einstaklingur) mundi verða til þess að kynin gleymdu kynhlutverkum sínum. What??? Aðrir sem sátu í settinu misstu hreinlega andlitið og Katrín Jakobsdóttir (ein af þeim sem lagði fram þetta sjálfsagða frumvarp) leit út eins og hún væri að velta því fyrir sér hvort að þetta væri atriði úr þættinum ,,Tekinn" og kom varla upp orði af hneykslun. Gunnar Smári og Reynir Traustason (sem segir margt um þáttinn) voru líka kjaftstopp (kannski blessunarlega).
Þegar þessi vitleysa hafði runnið sitt skeið, kom sjálfum Meistari fíflagangsins - sjálfur Gunnar í Krossinum. Þar var hann mættur (mjög særður) til að ræða nýju Biblíuþýðinguna, sem að hans mati er mjög vond. Ef eitthvað er eins skemmtilegt og að hlusta á rökræður milli heilbrigðra og skynsamra manna við veruleikafirrta menn þá er það þegar að tveir jafn firrtir einstaklingar takast á um algjört bull - eitthvað sem hlýtur að gerast á næstu dögum. Ástæða þess er sú að Gunnar hraunaði yfir fína grænsápu þjóðkirkjuliðið og sagði að það væri ekki á valdi manna að breyta orði gvuðs þannig að það yrði jákvætt og feminískt. Það er ósk mín að Gunnar í Krossinum og Sóley Tómasdóttir mætist helst í tveggja tíma þætti og ræði málin - það væru sterkustu rök fyrir tilvist gvuðs.
Að loknu þessu Ophru-lega viðtali, var Egill orðinn hálf vankaður og tók alveg glatað viðtal við nýkjörinn borgarstjóra, sem lét auðvitað ekki sauma að sér. Í því viðtali kom nákvæmlega ekkert fram, enda eyddi Egill nánast öllum tímanum í að reyna að fá Dag til að fara út í sandkassaleik um REI málið - sem hann gerði ekki.
Það hefði verið gaman að fá spurningar um það hvað þessi meirihluti ætlar yfir höfuð að gera - en nei þær spurningar fá að bíða.

Að Silfrinu loknu var fátt meira viðeigandi en að kíkja á Liverpool bloggið og svei mér þá ef að þeir sem þar skrifa hafi ekki náð að toppa ofangreinda vitleysu. Ungir sjálfstæðismenn, trúarnöttarar, feminstar og Liverpool aðdáendur - maður verður að elska þetta lið.

Þrátt fyrir mörg ansi góð comment á Liverpool blogginu þá er comment helgarinnar:
,,Enginn flokkur er svo merkilegur að ómerkilegasta manneskjan í honum sé ekki merkilegri en flokkurinn."


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim