miðvikudagur, janúar 02, 2008

Punktar

Persónulega: Jólin eru búin að vera dásamleg eftir ritgerðargeðveiki, flutningargeðveiki og jólakaupageðveiki. Þar bar auðvitað hæst eins og allir hér vita að ég og Arna höfum tekið skref í átt að því að verða fullorðin með því að flytja inn í eigin íbúð á Laugarásvegi 45. Ég hafði reyndar smá áhyggjur en þær urðu að engu eftir að Arna ákvað að hún myndi sjá um öll þrif og eldamennsku á heimilinu - þessi elska.
Ég er hins vegar aftur farinn að taka á mig mynd svínsins og mun því aftur mæta til stífra æfinga um leið og ég hef jafnað mig á þessari afmynduðu vinstri hönd sem ég ber nú svo lítið ber á í gulum bónuspoka.


Íþróttir: Það er líka algjört íþróttacomeback sem býr í mínu sálartetri þessa dagana, ekki það að ég ætli mér sjálfum út í slíkt heldur gaf Bjarni Fritzson mér stórkostlega jólagjöf á DVD formi... myndbönd með Magic, Bird og Jordan - en ég gaf honum skitna bók og aðra öllu nútímalegri að auki. Svo var auðvitað endalaust af knattspyrnu um jólin. Ég minni líka á að við á andfotbolti.net erum alls ekki hættir.


Trú: Skemmtilegt próf sem allir ættu að taka.

Stjórnmál: Forsetinn verður annað kjörtímabil og ríkisstjórnin mun sitja áfram - ,,stöðugleiki ekki stöðnun" eins og góður maður segir svo oft. Kryddsíldin var skemmtileg, þar eyddu stjórnarandstöðuflokkarnir mestu púðri í að skjóta á hvorn annan og sýndu að þeir eru gjörsamlega ósamstarfshæfir, svo ekki sé talað um leiðtogakrísuna innan þeirra allra - uppgjör á næsta leyti? Guðjón Arnar ætti að hætta af heilsufarsástæðum, VG undir stjórn Steingríms er að breytast í Kvennalistann, sem hvorki þorði né gat gert málamiðlanir og Guðni fer með Framsókn í sveitina (megi hann fara sem lengst með flokkinn og drepast í tófugreni og finnast ekki fyrr en útdauður eftir mörg þúsund ár).

Viðskipti: ,,Markaðurinn mun rétta sig af" ... ,,lækkun stýrivaxta"... ,,húsnæðisverð mun lækka lítillega"... ,,Krónan er handónýt - við verðum að taka upp Evru"... ,,Kreppa á heimsvísu"... - voru greiningardeildir bankanna skussar ársins 2007? Er rétt að hlusta á spá þeirra fyrir nýtt ár?


Ljóð: Daði heldur áfram I, II, III, IV & V


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , , ,

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ég sit hér í hláturskasti vegna lína sjö og átta í þessari færslu!
ég er svosem alveg til í þetta en þá vil ég líka bak- höfuð- OG tásunudd á hverju kvöldi!

03 janúar, 2008 15:57  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim