miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Nóttin...

Klukkan 02:00 á íslenskum tíma. Það er stund milli stríða og nóttin sem lítur út fyrir að verða maraþonnótt er rétt að byrja. Það virðist ætla að verða meiri spenna en menn áttu von á hjá Repúblikönum og Huckabee er að koma á óvart þó að hann eigi varla raunhæfa möguleika til lengri tíma og þá á kostnað Romney. Hjá Demókrötum virðist allt ætla að verða í járnum og hafa Hillary og Obama skipt á milli sín fylkjum og mörg eru of jöfn til að hægt sé að spá fyrir um þau.

Obama hefur unnið: Georgia, Illonois.

Clinton hefur unnið: Tennessee, Oklohoma, Arkansas, NY

Önnur ríki eru ennþá of jöfn, ekki nógu mikið talið eða hreinlega að kjörstaðir séu ekki lokaðir enn


Klukkan 02:10: Obama spáð sigri í Delaware. Kem hingað á klukkutímafresti, óþarfi að hlaupa hér á milli hæða 5 mín fresti.


Klukkan 03:10: Obama er kominn með Alabama og N-Dakota og Hillary með New Jersey og Massachusetts. Hjá Repúblikönum heldur baráttan líka áfram og þó að McCain sé í bílstjórasætinu þá eru Romney og Huckabee líka að taka fylki.


Klukkan 04:10: Obama búinn að bæta við sig Connecticut, Minnesota og Kansas.


Klukkan 05:45: Allt búið að vera brjálað. Hillary tók Californiu sem er risaskref og Arizona líka. Á meðan tók Obama Alaska, Utah, Colorado og Idaho. Við þurfum því að sjá hversu stór sigur Hillary verður í Californiu til að sjá hversu mikið forskot hún hefur eftir nóttina (það þarf ekki að vera mikið - sennilegasta niðurstaða kvöldsins meðal demókrata er hálfgert jafntefli)... en þvílík ræða sem Obama flutti!
McCain er hægt og sígandi að vinna kapphlaupið en að því er virðist helst á kostnað þess að Huckabee er að koma á óvart og Romney hefur átt slakt kvöld og er eiginlega ,,tapari" kvöldsins.
Það sem kemur á óvart og þó ekki er að McCain er að vinna töluvert af ríkjum sem Demókratar ,,eiga" á meðan að Huckabee með sína geðveiki er að taka flest Suðurríkin sem eru mikilvæg fyrir Repúblikana til að sigra kosningarnar - erum við að fara að horfa uppá varaforseta með brjálaðar hugmyndir sem trúir ekki á þróunarkenninguna (og einhver sagði að hann trúði ekki á þyngdarlögmálið) ... kemur á óvart að þessi maður fái þvílíkt fylgi meðal evangelista.

Hér er heildarstaðan eins og hún er klukkan 06:00:

Obama: Georgia, Illonois, Delaware, Alabama N-Dakota, Connecticut, Minnesota, Kansas, Alaska, Utah, Colorado og Idaho

Clinton: Tennessee, Oklohoma, Arkansas, NY, New Jersey, Massachusetts, California og Arizona

Clinton hefur 371 fulltrúa og Obama 306 en þau þurfa 2025 fulltrúa til að vinna. Ólíkt Eyjunni sem segir að Hillary hafi unnið Missouri þá er ég ekki tilbúinn til þess... og akkúrat í þeim töluðu orðum þá er Obama gefinn sigur í Missouri (sem er sálrænn sigur því hann vann 49% gegn 48% sem gefa af sér mjög svipað marga fulltrúa.

Klukkan 06:30:


Hillary hefur nú 534 fulltrúa en Obama 425. Úr herbúðum Obama fyrr í nótt var viðmiðunin sú að Hillary færi ekki mikið meira en 100 fulltrúum framúr til að staðin væri jöfn, þar sem Obama á digra sjóði sem hann getur notað í þau fylki sem eftir eru.

Nýjar tölur. Hillary 591, Obama 476

Nýjar tölur Hillary með 625 fulltrúa og Obama með 531.

Klukkan 07:00: CNN eru með grófa útreikninga um það að það geti munað einungis 50 fulltrúum þegar ,,nóttin" er á enda (eftir því hvernig kjörmenn raðast í Californiu). Þannig að þau væru bæði með á bilinu 1025 til 1075 fulltrúa (allt eru þetta grófar áætlanir, sem gætu breyst). Á ,,landsvísu" hefur Hillary aðeins haft 1% forskot á Obama í öllum þeim fylkjum samanlögðum sem kosið var í í nótt.

Ef að við gefum okkur það að Hillary verði á endanum fyrir valinu er ljóst að hún gæti gengið ansi langt á eftir Obama til að verða varaforsetaefnið sitt þar sem hann vann Georgia, Alabama og S-Carolina örugglega (sem eru meðal ríkja sem Demókratar verða að ná til að næsti forseti komi úr þeirra röðum) og í bæði Alabama og S-Carolina er hlutfall blökkumanna mjög hátt og þeir styðja mjög við bakið á Obama.


Framhald bráðlega...


Er lífið ekki dásamlegt

Efnisorð:

2 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

Gaman að sjá að Barack sigraði í þínu ríki, Utah.

06 febrúar, 2008 04:58  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já það er nokkuð magnað. Svo er líka magnað að sjá hann vinna fylki þar sem hann var tugum prósenta eftir á fyrir nokkrum mánuðum og sums staðar fyrir nokkrum vikum.
Ef að ég væri Hillary þá færi ég langt með að bjóða endaþarmsmök í skiptum fyrir að fá hann sem varaforseta (þ.e. ef að hún vinnur) því að Obama er með þvílíkt karisma og langbesti ræðumaðurinn af þeim frambjóðendunum.

06 febrúar, 2008 06:00  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim