þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Á suðupunkti

Þó að Repúblikanar séu líklegir til að gera það góðverk að gera ellilífeyrisþega að sínum fulltrúa í komandi forsetakosningum þá er allt á suðupunkti Demókratameginn og jafnvel líkur á því að úrslit verði ekki ráðin í fyrramálið. ,,Ísland í dag" var með ágæta umfjöllun áðan og um að gera að fylgjast með vefsíðu CNN fram á nótt - ekki spillir heldur að ef að úrslitin ráðast snemma eða eru þér ekki í hag að þá má skipta yfir á NBA TV þar sem Gasol spilar sinn fyrsta leik með Lakers.

Varðandi orð Karls Th. Birgissonar í ,,Íslandi í dag" áðan þar sem hann talaði um að California og Suðurríkin yrðu lykilfylki fyrir slaginn Hillary vs Obama þá segir CNN að allt sé í járnum í Californiu og vegna þess að það lítur út fyrir metaðsókn og notaðir eru pappírskjörseðlar en ekki rafræn gögn þá mun það dragast mjög langt fram á nótt og jafnvel fram undir hádegi, í Suðurríkjunum segja fróðir menn að Obama hafi forskot í ,,the deep south" en Hillary hafi betri stöðu ofar.

Ég reyni að skrifa eitthvað í nótt og svo er það Freedomfries - hef ekki hugmynd um það hverjir aðrir gera þessu skil í nótt. Eyjubloggarar verða örugglega á vaktinni og ef að Hillary á góða nótt þá mun væntanlega allt verða bilað í feministaheimi og ef ekki, þá verður örugglega allt bilað líka.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

4 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

Ætli kaninn geri þessu ekki ágætis skil.

05 febrúar, 2008 22:26  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Jú að sjálfsögðu - hélt að ég þyrfti ekki að taka það fram og mæli ég þá með CNN en svo er BBC líka með umfjöllun og auðvitað allir stærstu miðlarnir.

06 febrúar, 2008 02:13  
Blogger Biggie sagði...

Haha nei þú þurftir ekki að taka það fram. Ég er nefninlega svo kaldhæðinn sjáðu til. Ég mæli með Fox News.

06 febrúar, 2008 04:57  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta þegar að þú minnist á Fox News :)
Daginn sem ég verð sammála O´Reilly í heimsmálum almennt, er dagurinn sem ég bið einhvern um að aflífa mig :)

06 febrúar, 2008 06:03  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim