Algengar mýtur um ESB - Sjávarútvegur
Það fallega við það að búa í nútíma upplýsingaþjóðfélagi er sá aragrúi staðreynda sem nálgast má á örskjótan hátt t.d. á netinu. Sex ára gamalt barn getur á 10 sek orðið sér út um upplýsingar sem tók þjóðhöfðingja (fyrir nokkrum áratugum) daga, jafnvel mánuði að nálgast.
Það slæma við þetta sama upplýsingaþjóðfélag er sú heimska sem þar getur viðgengist, má þar nefna blogg og facebook þar sem illa upplýstir eða illa innrættir einstaklingar halda fram rangfærslum en mikið hefur borið á slíku að undanförnu varðandi ESB, einkum hvað varðar sjávarútveg.
Mig langar því að taka fyrir nokkrar mýtur um sjávarútvegsstefnu ESB í stuttu máli sem ég byggi á mýtupunktum úr fyrirlestri sem Aðalsteinn Leifsson flutti, en ég svara auðvitað sjálfur hvað felst í þeim (að hluta til frá sömu heimild en auk þess á vitneskju minni eftir verkefni á MA-stigi um sjávarútvegsstefnu ESB). Þá vil ég jafnframt biðja þá sem hafa frekari spurningar um ESB (hversu barnalegar sem þær kunna að hljóma) til að spyrja svo að hver og einn geti tekið afstöðu til slíks.
Mýta 1: Hingað kemur floti Evrópusambandslanda og veiðir allan fiskinn upp úr íslenskri lögsögu.
Þessi fullyrðing er algjörlega galin. Hún stangast gjörsamlega á við reglur ESB um hlutfallslegan stöðugleika sem byggir á veiðireynslu. Engin þjóð hefur veiðireynslu frá árinu 1976 (við útfærslu í 200 mílur) og aldrei hefur ESB farið aftar en 9 ár aftur í tímann til að meta veiðireynslu. Ef að ESB myndi fara aftur til ársins 1975 væru þeir að búa til fordæmi sem myndi þýða mögulega lögsókn 170 ríkja á hvort annað. Undantekningarlaust á því engin önnur aðildarþjóð rétt á kvóta innan íslenskrar lögsögu við inngöngu Íslands í ESB. Ekki nokkur þjóð gæti veitt svo mikið sem kíló umfram það sem nú er.
Mýta 2: Hægt er að breyta ,,hlutfallslegum stöðugleika" með einfaldri ákvörðun annarra ríkja.
Í fyrsta lagi er enginn vilji meðal aðildarríkjanna til að breyta þessari grunnreglu sjávarútvegsstefnunnar sem hefur lifað óbreytt frá árinu 1983 þegar sjávarútvegsstefnan var tekin upp. Það hafa staðfest sjálfur Joe Borg, Michael Köhler og Reinard Priebe sem eru þrír af hæst settu starfsmönnum sjávarútvegsstefnunnar.
Ef svo ólíklega færi að reglunum yrði breytt gæti Ísland notað Lúxemborgarákvæðið sem segir að þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi þá þurfi samþykki allra aðildarríkja. (Hér eru óupptalin þau atriði sem Ísland mun fara fram á sem sérlausn.)
Mýta 3: Eftirlit á fiskimiðum er í höndum ESB og það mun minnka.
Önnur mýta útúr korti. Eftirlit með veiðum í lögsögu Íslands verður áfram í höndum íslenskra eftirlitaðila. Eftirlitsaðilar sambandsins munu eingöngu hafa eftirlit með þeim íslensku til að tryggja að reglum sé framfylgt.
Mýta 4: Kvótinn fer úr landi
Ég held að þeir sem tala um fyrir þeirri mýtu að kvótahopp sé vandamál ættu að vakna upp úr fortíðinni. Heimildir í sjávarútvegsstefnu ESB og dómafordæmi gera það að verkum að aðildarríki hafa rétt til að krefjast efnahagslegra tengsla við heimahöfn og hindra kvótahopp. Bretar þekkja það vel.
Mýta 5: Önnur ríki taka ákvörðun um kvóta Íslands.
Ákvörðunin er ekki tekin af Brussel þó hún sé tekin þaðan. Þau ríki sem eiga hagsmuna að gæta á ákveðnu svæði gera það. Lögsaga Íslands skarast ekki á við Evrópu. Ráðleggingar íslenskra vísindamanna munu liggja til grundvallar og þar sem ekkert annað ríki hefur leyfi til að veiða í lögsögu okkar þá mun engin skipta sér af því - líkt og nú mun það því verða ákvörðun íslenskra stjórnvalda.
Mýta 6: Evrópusambandið mun úthluta kvóta.
Um þetta hefur ESB bara ekkert að segja. Hvernig við úthlutum eða hvaða kerfi við notum kemur ESB ekki við og ekki einu sinni hvort við veiðum upp í allan kvótann (og nei, aðrar þjóðir hafa ekki leyfi til að veiða ef við klárum ekki árlega kvótann okkar).
Mýta 7: Brottkast mun aukast því það er skylda í ESB.
Þetta atriði hefur verið mikið vandamál meðal aðildarríkja ESB en á fundinum hjá Aðalsteini kom fram að ESB og Noregur gerðu samning þar sem brottkast var bannað. Ekkert er því til fyrirstöðu að Ísland fái það auðvldlega í gegn enda eina landið sem mun veiða innan lögsögunnar.
Mýta 8: Risavaxið styrkjakerfi
Fjárlög ESB eru aldrei meira en 1,27% af þjóðarframleiðslu ESB. Styrkir sem veittir eru til sjávarútvegs eru aðalega í formi byggðarstyrkja til að draga úr alltof stórum skipaflota aðildarríkjanna. Í grunninn er áætlunin að draga enn frekar úr ofveiði á svæðinu (sem kemur lögsögu Íslands ekki við) og skapa störf í stað þeirra sem sjómenn tapa. Við Íslendingar sem konungar styrkveitinga og sem skömmustulaus sníkjudýr (má bjóða þér Marshall aðstoð) munu ekki eiga í erfiðleikum að ná sér í styrki með rökum um hinar dreifðu byggðir sem kvótakerfið fór illa með.
Er eitthvað fleira slæmt sem þú hefur heyrt um ESB og vilt fá að vita hvort að sé rétt?
Er lífið ekki dásamlegt?
Það slæma við þetta sama upplýsingaþjóðfélag er sú heimska sem þar getur viðgengist, má þar nefna blogg og facebook þar sem illa upplýstir eða illa innrættir einstaklingar halda fram rangfærslum en mikið hefur borið á slíku að undanförnu varðandi ESB, einkum hvað varðar sjávarútveg.
Mig langar því að taka fyrir nokkrar mýtur um sjávarútvegsstefnu ESB í stuttu máli sem ég byggi á mýtupunktum úr fyrirlestri sem Aðalsteinn Leifsson flutti, en ég svara auðvitað sjálfur hvað felst í þeim (að hluta til frá sömu heimild en auk þess á vitneskju minni eftir verkefni á MA-stigi um sjávarútvegsstefnu ESB). Þá vil ég jafnframt biðja þá sem hafa frekari spurningar um ESB (hversu barnalegar sem þær kunna að hljóma) til að spyrja svo að hver og einn geti tekið afstöðu til slíks.
Mýta 1: Hingað kemur floti Evrópusambandslanda og veiðir allan fiskinn upp úr íslenskri lögsögu.
Þessi fullyrðing er algjörlega galin. Hún stangast gjörsamlega á við reglur ESB um hlutfallslegan stöðugleika sem byggir á veiðireynslu. Engin þjóð hefur veiðireynslu frá árinu 1976 (við útfærslu í 200 mílur) og aldrei hefur ESB farið aftar en 9 ár aftur í tímann til að meta veiðireynslu. Ef að ESB myndi fara aftur til ársins 1975 væru þeir að búa til fordæmi sem myndi þýða mögulega lögsókn 170 ríkja á hvort annað. Undantekningarlaust á því engin önnur aðildarþjóð rétt á kvóta innan íslenskrar lögsögu við inngöngu Íslands í ESB. Ekki nokkur þjóð gæti veitt svo mikið sem kíló umfram það sem nú er.
Mýta 2: Hægt er að breyta ,,hlutfallslegum stöðugleika" með einfaldri ákvörðun annarra ríkja.
Í fyrsta lagi er enginn vilji meðal aðildarríkjanna til að breyta þessari grunnreglu sjávarútvegsstefnunnar sem hefur lifað óbreytt frá árinu 1983 þegar sjávarútvegsstefnan var tekin upp. Það hafa staðfest sjálfur Joe Borg, Michael Köhler og Reinard Priebe sem eru þrír af hæst settu starfsmönnum sjávarútvegsstefnunnar.
Ef svo ólíklega færi að reglunum yrði breytt gæti Ísland notað Lúxemborgarákvæðið sem segir að þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi þá þurfi samþykki allra aðildarríkja. (Hér eru óupptalin þau atriði sem Ísland mun fara fram á sem sérlausn.)
Mýta 3: Eftirlit á fiskimiðum er í höndum ESB og það mun minnka.
Önnur mýta útúr korti. Eftirlit með veiðum í lögsögu Íslands verður áfram í höndum íslenskra eftirlitaðila. Eftirlitsaðilar sambandsins munu eingöngu hafa eftirlit með þeim íslensku til að tryggja að reglum sé framfylgt.
Mýta 4: Kvótinn fer úr landi
Ég held að þeir sem tala um fyrir þeirri mýtu að kvótahopp sé vandamál ættu að vakna upp úr fortíðinni. Heimildir í sjávarútvegsstefnu ESB og dómafordæmi gera það að verkum að aðildarríki hafa rétt til að krefjast efnahagslegra tengsla við heimahöfn og hindra kvótahopp. Bretar þekkja það vel.
Mýta 5: Önnur ríki taka ákvörðun um kvóta Íslands.
Ákvörðunin er ekki tekin af Brussel þó hún sé tekin þaðan. Þau ríki sem eiga hagsmuna að gæta á ákveðnu svæði gera það. Lögsaga Íslands skarast ekki á við Evrópu. Ráðleggingar íslenskra vísindamanna munu liggja til grundvallar og þar sem ekkert annað ríki hefur leyfi til að veiða í lögsögu okkar þá mun engin skipta sér af því - líkt og nú mun það því verða ákvörðun íslenskra stjórnvalda.
Mýta 6: Evrópusambandið mun úthluta kvóta.
Um þetta hefur ESB bara ekkert að segja. Hvernig við úthlutum eða hvaða kerfi við notum kemur ESB ekki við og ekki einu sinni hvort við veiðum upp í allan kvótann (og nei, aðrar þjóðir hafa ekki leyfi til að veiða ef við klárum ekki árlega kvótann okkar).
Mýta 7: Brottkast mun aukast því það er skylda í ESB.
Þetta atriði hefur verið mikið vandamál meðal aðildarríkja ESB en á fundinum hjá Aðalsteini kom fram að ESB og Noregur gerðu samning þar sem brottkast var bannað. Ekkert er því til fyrirstöðu að Ísland fái það auðvldlega í gegn enda eina landið sem mun veiða innan lögsögunnar.
Mýta 8: Risavaxið styrkjakerfi
Fjárlög ESB eru aldrei meira en 1,27% af þjóðarframleiðslu ESB. Styrkir sem veittir eru til sjávarútvegs eru aðalega í formi byggðarstyrkja til að draga úr alltof stórum skipaflota aðildarríkjanna. Í grunninn er áætlunin að draga enn frekar úr ofveiði á svæðinu (sem kemur lögsögu Íslands ekki við) og skapa störf í stað þeirra sem sjómenn tapa. Við Íslendingar sem konungar styrkveitinga og sem skömmustulaus sníkjudýr (má bjóða þér Marshall aðstoð) munu ekki eiga í erfiðleikum að ná sér í styrki með rökum um hinar dreifðu byggðir sem kvótakerfið fór illa með.
Er eitthvað fleira slæmt sem þú hefur heyrt um ESB og vilt fá að vita hvort að sé rétt?
Er lífið ekki dásamlegt?
4 Ummæli:
en af hverju er þá xD ég meina LÍÚ svona mikið á móti þessu þá?
ivar
p.s.
VG sucks
:)
Það eru eiginhagsmunirnir, hræðslan við breytingarnar sem gætu fylgt erlendu eignarhaldi fyrir þá sjálfa. Einokunarstaðan er þægileg og þannig má auk þess í gegnum eignarhald hafa áhrif á pólitík landsins - erlendum aðilum yrði eflaust slétt sama.
Aðrir hafa nefnt að innganga í ESB og hvernig yrði komið í veg fyrir kvótahopp muni jafnframt hafa þau áhrif að þeir sem núna eigi kvótann geti ekki farið með gróðann úr landi eins og nú er... en auðvitað eru það hagsmunir kvótakónga en ekki almennings.
En það væri gaman að fá svör við því hvort að þessir greifar vilji fremur ESB aðild eða að kvótar verði innheimtir eins og talað er um.
Kveðja Bjarni Þór
Ég hef reynt að halda mig utan við smáborgarastjórnmál en þetta er hreinlega of fyndið:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/image/834700/
... var einhver að tala um sovéska ritskoðun á myndum :)
hehehe... eruð þið ekki að grínast var að sjá aðra mynd sem væntanlega allir eru búnir að sjá:
http://eyjan.is/silfuregils/2009/04/23/gledilegt-sumar/
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim