föstudagur, apríl 24, 2009

Mýtur um Evrópusambandið - Orkumál

Víða á bloggsíðum fólks hefur gætt misskilnings þegar talað er um ESB og orkumál, því er haldið fram að Ísland muni glata náttúruauðlindum sínum (s.s. vatni, olíu og jarðvarma) og því er gott að leiðrétta þann misskilning í eitt skipti fyrir öll.
Í umræðunni að undanförnu um Evrópumál hafa allir heyrt að semja verði um 35 kafla við ESB en að í gegnum EES samninginn tekur Ísland nú þegar yfir 22 af þessum köflum - einn þeirra kafla er um Orkumál þ.e. við höfum tekið upp meginhlutann af tilskipunum og reglugerðum sambandins, nokkrar undantekningar eru þó t.d. varðandi náttúruvernd.
Þessa kafla hafa bæði samningarmenn ESB og Íslands sagt, að komi til aðildar sé einungis formsatriði að klára, það muni gerast á fyrstu vikunum og snúast um sértækar lausnir vegna stöðu Íslands. Sem sagt kaflinn er nú þegar í EES samningnum og enginn önnur þjóð hefur rétt til þess að hrifsa olíu, jarðvarma, vatn eða aðrar staðbundnar náttúruauðlindir af Íslendingum, það mun ekki breytast enda er það ein meginreglan innan ESB að þjóðir haldi auðlindum sínum sbr. olía Breta í Norðursjó. Ástæðan er auk þess einföld: Evrópusambandið er ekki með neinar reglur eða löggjöf um nýtingu eða eignarhald orkuauðlinda. Í síðasta bloggi fjallaði ég um mýtur varðandi sjávarútveg sem allir ættu að kynna sér.

Einhver fleiri slæm atriði eða meiri misskilningur um ESB sem við getum rætt um?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

5 Ummæli:

Anonymous arna sagði...

vil benda á þetta. ég segi fyrir mig að ég hef ekki efni á að sleppa þessu :)

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/24/vaxtaavinningur_af_esb_adild_228_milljarda_laekkun/?ref=fphelst

24 apríl, 2009 12:31  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Er ekki frekar stutt síðan allt varð brjálað vegna þess að ESB vildi nýta olíu breta? Það var síðan hætt við það vegna þess að þess þurfti síðan ekki, en það var verið að skoða það þvert á vilja breta.

Ég bara spyr.

Kveðja,
Birna

24 apríl, 2009 12:54  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það er hárrétt Birna og takk fyrir að commenta. Það skapaðist umræða eftir áramót um að búa til sameiginlega auðlindastefnu og það kom inn á nýtingu Breta, en minna fór fyrir því að ekkert varð úr því enda engin vilji hjá þeim þjóðum sem búa yfir náttúruauðlindum til að gera slíkt og það á við um meirihluta aðildaríkjanna (hvert og eitt þeirra gæti svo beitt neitunarvaldi í þágu þjóðarhagsmuna og það myndi Ísland gera ef svo ólíklega færi í framtíðinni).
Í fyrsta lagi er ESB svo fyrst og fremst ríkjasamband og þar er ekki hægt að vaða yfir aðildarríkin. Í öðru lagi yrði að verða grundvallarbreyting á reglum sambandsins um að náttúruauðlindir séu í eigu aðildarríkja og í þriðja lagi yrði fyrst að mynda sérstaka stefnu og koma sameiginlegri auðlindastefnu inn í sambandið.

Kveðja Bjarni Þór.

24 apríl, 2009 14:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir. Er mikið búin að velta þessu fyrir mér :)

Kveðja
Birna

24 apríl, 2009 14:09  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Sem er frábært. Það væri óskandi að allir gerðu það. Gangi þér vel að kjósa ;)

Kveðja Bjarni Þór.

24 apríl, 2009 14:19  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim