Örstutt um heilbrigt samfélag
Ef við byggjum í heilbrigðu samfélagi og stjórnmálamenn landsins tækju ákvarðanir út frá gagnrýnni hugsun og skynsemi, hefði fyrsta verk nýrrar stjórnar (áður en stjórnarsáttmáli var undirbúinn) verið það að sækja um aðild að ESB. Fjármál heimilanna, staða viðskiptalífsins og halli ríkissjóðs kalla á það. Kallað er eftir öðrum leiðum en ESB en bergmálið er eina svar þeirra sem svo öskra - engar lausnir í sex mánuði.
En hvað gerist ef við veljum leið skuldaskussans sem valin hefur verið síðustu sex mánuði og höldum áfram að ,,gera ekki neitt"? Þá er ljóst að EES samningurinn er í hættu, við erum nú þegar að þverbrjóta hann með gjaldeyrishöftum og það kom fram á fundi sem Alþjóðamálastofnun hélt í gær, það myndi aftur þýða algjört hrun - sú frétt ratar sem ,,mini frétt" á bls 4 í Fréttablaðinu en hver skyldi þá vera stóra fréttin vera á bls 2?
Það hlýtur að vera stórfrétt sem slær út fréttina um framtíðarhorfur okkar næstu árin eða hvað? Jú, kona er miður sín vegna þess að hún hefur uppgötvað að legsteinn á leiði látins eiginmanns hennar er til fóta! Er eitthvað meira lýsandi fyrir kjánagang mála á Íslandi í dag?
Er lífið ekki dásamlegt?
En hvað gerist ef við veljum leið skuldaskussans sem valin hefur verið síðustu sex mánuði og höldum áfram að ,,gera ekki neitt"? Þá er ljóst að EES samningurinn er í hættu, við erum nú þegar að þverbrjóta hann með gjaldeyrishöftum og það kom fram á fundi sem Alþjóðamálastofnun hélt í gær, það myndi aftur þýða algjört hrun - sú frétt ratar sem ,,mini frétt" á bls 4 í Fréttablaðinu en hver skyldi þá vera stóra fréttin vera á bls 2?
Það hlýtur að vera stórfrétt sem slær út fréttina um framtíðarhorfur okkar næstu árin eða hvað? Jú, kona er miður sín vegna þess að hún hefur uppgötvað að legsteinn á leiði látins eiginmanns hennar er til fóta! Er eitthvað meira lýsandi fyrir kjánagang mála á Íslandi í dag?
Er lífið ekki dásamlegt?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim