mánudagur, apríl 27, 2009

Giggs... Giggs will tear you apart (again)...







Ryan Giggs var í gær loksins heiðraður í fyrsta skiptið sem leikmaður ársins á Englandi sem er ótrúlegt en þetta er 18 árið hans - en hann hafði betur í baráttu við fjóra liðsfélaga sína og Gerrard. Það er flestum fullljóst að verðlaunin hlýtur hann fremur fyrir framlag sitt (var valinn í lið síðasta áratugs árið 2007) og það að hafa aldrei verið valinn áður oft á kostnað minni manna. Giggs er sigursælasti leikmaður enskrar knattspyrnusögu og fer einnig í sögubækurnar sem einn mesti fagmaður og fyrirmynd í þessari sömu knattspyrnusögu - hann hefur verið á toppnum síðan hann var valinn efnilegasti leikmaðurinn bæði árið 1992 og 1993. Hann hefur oft misst af titlinum sem leikmaður ársins áður m.a. hafa Les Ferdinand, Shearer, Ginola allir verið teknir fram yfir Giggs þegar United hefur unnið titilinn og auk þess Sheringham þegar hann var í United. Þá hefur hann einnig oft átt risatímabil sem einungis hafa verið skyggð af ótrúlegum tímabilum annarra m.a. Cantona tímabilið 93-94, Keane tímabilið 99-00 og Henry tímabilið 02-03. Frá tímabilinu 05-06 (þegar United liðið var í molum en náði engu að síður í titilbaráttu) hefur Giggs breytt um hlutverk og hinn hraði kantmaður hefur breyst í þroskaðan miðjumann eftir því sem hægst hefur á vegna aldurs.
Allir gera sér grein fyrir því að Vidic, Gerrard og Ronaldo hafa verið betri á þessu tímabili og sennilega ætti Vidic þetta mest skilið fyrir að hafa verið eins og hjúpur yfir marki United þegar liðið hélt hreinu samfleytt í rúmlega þriðjung tímabilsins (á sama tíma og Rio, Evra, Brown og Neville voru að mestu frá) og barði áfram Rafael, Evans og O´Shea í vörninni en ég held að enginn leikmaður muni kvarta yfir því hver hlaut verðlaunin þó að misvitrir sófaspekingar kunni að setja út á það.
Annars er tími til kominn á að hætt sé að velja leikmann ársins löngu áður en tímabilið er búið, það þjónar engum tilgangi og getur hreinlega litið bjánalega út eins og þegar United vann þrefalt og Ginola var valinn bestur sem leikmaður Tottenham.
Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

lífið greinilega kominn í sinn vanagang... fótbolti.. maður var byrjaður að gleyma honum.. búið að vera svo mikil pólitík hérna.

En núna spyrja Liverpool aðdáendur öruggl. er ekki kominn tími á hrós grein um Liverpool?

ciao,
ivar

27 apríl, 2009 15:34  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim