fimmtudagur, apríl 30, 2009

Efnahagsmál

Efnahagsmál: Þeir sem ekki lásu Morgunblaðið á mánudaginn eða síðu Egils Helgasonar í dag ættu að lesa greinina eftir Jón Steinsson sem þar birtist undir heitinu ,,Ráðleggingar til vinstri stjórnar" - ég hef takmarkaða trú á að þetta verði að raunveruleika, eins vel og þetta hljómar.

Knattspyrna: Að United skuli ekki hafa unnið stærra en 1-0 í gær er skandall. 4-0 hefði gefið raunverulegri mynd á þennan leik - er hræddur um að liðinu verði refsað í seinni leiknum fyrir klúðrið í þeim fyrri.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

láttu ekki eins og flón... United voru svo miklu betri og þó þeir hafi átt að vinna stærra þá er þeir í mjög góðri stöðu og fara áfram. Hvað er þetta.. sérðu ekki Jón Bjarnason og Atla Gíslason taka þessum tillögum fegins hendi? Þetta eru frjálslyndir menn sem eru ekki fastir í gamalli ídíólogíu kommúnismans... eða er það nokkuð?

tchau,
ivar

30 apríl, 2009 11:07  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Síðasti leikur á Emirates fór nú 2-0 fyrir Arsenal þannig að þetta er langt því frá svartsýnistal. Þeir eru að fá menn til baka úr meiðslum en við vorum sennilega að missa Rio í meiðsli. Við erum að fara að spila mikilvæga leiki í titilbaráttunni en þeir geta hvílt sína lykilmenn fyrir seinni leikinn.

Varðandi efnahagstillögurnar þá hljóta menn í það minnsta að skoða alla möguleika. Þessir tveir flokkar hafa sögulegt tækifæri til að uppræta ,,mýtuna" um að allt fari í klessu þegar vinstri flokkar taki við. Hugsaðu þér ef að þeir gengu í ESB og færu að tillögum Jóns og nýttu sem því myndi fylgja til að snúa aftur við þróuninni í átt að réttlátara samfélagi... en sennilega er það rétt hjá þér áherslur VG munu klúðra þessu :)

30 apríl, 2009 12:04  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim