fimmtudagur, október 27, 2005

Játningin

Ég trúi á ESB, sjálft sambandið, skapara lágra vaxta og stöðugleika

Ég trúi á evruna, hennar einkadóttur, frelsara vorn, sem getin er af Evrópusamvinnu, fædd af Seðlabanka Evrópu, pínd á dögum hamfarakapítalisma, krossfest, en lifði það af, veiktist lítillega, reis á þriðja degi aftur upp úr kreppunni, steig upp á sinn stall, situr við hægri hönd ESB og mun þaðan áfram verja lifendur og ófædda.

Ég trúi á heilagan innri markað, heilagar almennar stofnanir, samfélag þjóðanna, fyrirgefningu syndanna, upprisu Íslands og mannsæmandi líf.

Verði aðildarviðræður.

Er lífið ekki dásamlegt?

miðvikudagur, október 26, 2005

Aukinn orðaforði lítilla typpalinga

Oft vill það henta að menn eiga ekki nógu mörg orð til að lýsa iðjuleysingum, skussum og armingjum. Næst þegar á vegi þínum verður slíkur einstaklingur sem þér þykir vænt um er gott að hafa við hönd orðið ,,rassmalagestur"

Dæmi: (Þú) ,,Sæll kæri vinur. Hvernig gengur? Ertu ennþá í sálfræðinni?"

(Vinur þinn) ,,Nei, ég hætti og skipti yfir í mannfræði en er ekkert byrjaður að læra þó það sé langt liðið á nóvember."

(Þú) ,, Ekki finnst mér það nógu gott kæri vinur, taktu þér nú tak og vertu ekki svona mikill rassmalagestur"

Í dæminu hér að ofan hefur þú notað framandi orð, sem gerir það einnig kjánalegt að vera skussi en ekki töff. Með þessu hefur þú aflað þér virðingar og gert vini þínum greiða - aldrei að vita nema að hann útskrifist með ágætis einkunn úr mannfræði... eða finni sér eitthvað fag sem gerir úr honum þarfan þjóðfélagsþegn.

Litlu typpalingarnir ykkar!!!

Loksins eru litlu typpalingarnir ykkar komnir á netið og farnir að láta til sín taka. Hér verður rætt um menn og málefni líðandi stundar sem og liðna tíma og komandi tíð með blóm í haga. Engu né engum verður hlíft og allt látið flakka.
Typpafýla?