Játningin
Ég trúi á ESB, sjálft sambandið, skapara lágra vaxta og stöðugleika
Ég trúi á evruna, hennar einkadóttur, frelsara vorn, sem getin er af Evrópusamvinnu, fædd af Seðlabanka Evrópu, pínd á dögum hamfarakapítalisma, krossfest, en lifði það af, veiktist lítillega, reis á þriðja degi aftur upp úr kreppunni, steig upp á sinn stall, situr við hægri hönd ESB og mun þaðan áfram verja lifendur og ófædda.
Ég trúi á heilagan innri markað, heilagar almennar stofnanir, samfélag þjóðanna, fyrirgefningu syndanna, upprisu Íslands og mannsæmandi líf.
Verði aðildarviðræður.
Er lífið ekki dásamlegt?
Ég trúi á evruna, hennar einkadóttur, frelsara vorn, sem getin er af Evrópusamvinnu, fædd af Seðlabanka Evrópu, pínd á dögum hamfarakapítalisma, krossfest, en lifði það af, veiktist lítillega, reis á þriðja degi aftur upp úr kreppunni, steig upp á sinn stall, situr við hægri hönd ESB og mun þaðan áfram verja lifendur og ófædda.
Ég trúi á heilagan innri markað, heilagar almennar stofnanir, samfélag þjóðanna, fyrirgefningu syndanna, upprisu Íslands og mannsæmandi líf.
Verði aðildarviðræður.
Er lífið ekki dásamlegt?