fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Bandarísk stjórnmál

Ég vill hreinlega byrja á því að benda aftur á síðuna hennar Silju Báru sem er að standa sig fjölmiðla,,manna" best í umfjöllun um Landsfund Demókrata. Hér að neðan eru svo merkilegustu ræðurnar og hér er linkur á youtube-síðu tileinkaða Landsfundinum

Michelle Obama

Brian Schweitzer

Hillary Clinton

Ted Kennedy

Biden

Obama og fleiri á morgunn, fylgist með á ofangreindri youtube-síðu tileinkuðum Landsfundinum.

Er lífið ekki dásamlegt?

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Spurning dagins

Ég rakst á skemmtilegan fróðleik og þess vegna spyr ég: Úr hvaða lagi eftir Jakob Frímann var samplað og notað í lagið ,,Round and Round" sem er sungið af Method Man og Jonell?

Er lífið ekki dásamlegt?

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Linkablogg

mánudagur, ágúst 25, 2008

Stjórnmál - Trú - Handbolti - Vísindi og Tom Waits

Handbolti: Það er ekkert hægt að segja sem ekki hefur verið sagt um handboltalandsliðið, en vert að þakka fyrir sig og þessa skemmtun. Sérstakt hrós og þakkir fá B.Fritz, Diddi, Stulli, Hreiðar og Robbi fyrir sína þátttöku í stærstu stund íslenskrar íþróttasögu.

Trú: Það er ekki eingöngu rétt að óska handboltamönnunum okkar til hamingju. Vefritið Vantrú á um þessar mundir 5 ára starfsafmæli og heldur áfram að þroskast og dafna á sinn fallega og heilbrigðahátt á sama tíma og dregur úr yfirnáttúrulegri trú Íslendinga.
Svo er að koma út ,,heimildar"mynd í byrjun október sem ber nafnið RELIGULOUS þar sem skemmtikrafturinn og þáttastjórnandinn Bill Maher fer um, ræðir við trúað fólk og hæðist að trú þeirra um víða veröld (hér ræðir Bill Maher við Larry King).

Stjórnmál: Ég er voðalítið búinn að fylgjast með bandarísku stjórnmálunum undanfarna daga sökum næturvinnu, brúðkaups, nafnaveislu og Olympíuleika. En Obama valdi sem sagt Biden með sér sem hefur auðvitað bæði sína kosti og galla. Biden virkaði yfirvegaður og sterkur karakter í kappræðunum áður en hann dró sig í hlé og hefur auðvitað gríðarlega reynslu og vegur þannig upp á móti því sem Obama er talinn skorta (hér eru raktir nokkrir kostir hans og á hvaða svæði hann gæti hjálpað Obama á og til hvaða kjósendahóps... þetta er svo gott að bera saman við þessa færslu).
Þeir sem vilja fylgjast með landsfundi Demókrata og eftirmála þeirra er bent á blogg kennarans knáa Silju Báru, sem er sannarlega góð viðbít við Eyjuna (enda ein af þeim síðum sem maður vill annars gleyma að lesa.

Lesefni/ Vísindi: Það er rétt að mæla með skemmtilegri grein í nýjasta tölublaði tímaritsins Lifandi Vísindi (9.tbl 2008) sem ber heitið ,,Erfðafræðilega byltingin".



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , , ,

laugardagur, ágúst 23, 2008

Ajax Project - Ruffige - Mach III EP (Mind in Motion að neðan)



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Mind in motion - S.A.D.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Of gott til að birta bara einu sinni... (Hey Jude - The Overton Berry trio)



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Faldar perlur


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Nokkur atriði

Fótbolti: Einhver kann að sakna umfjöllunar um enska boltann og er hinum sömu bent á andfotbolti.net þar sem fjórar brakandi færslur bíða þeirra sem ekkert hafa skoðað frá síðustu helgi.

Handbolti: Sannkallað handboltaæði er að eiga sér stað hérlendis sem getur einungis þýtt að það sé stutt í tapið. Ef það eru hins vegar einhverjir kraftar sem geta ýtt liðinu í úrslit að þá er það hið ,,endurvakta" Didda crew sem löngu var tímabært.
En ég er ekki síður stoltur af meintum 15 manni stórvini mínum BF og þó sérstaklega fyrir viðtalið í 24 stundum - það hefur þurft mikinn kjark eftir margar yfirlýsingar að viðurkenna loksins fyrir landsmönnum að hann hlusti á Sigur Rós.

Stjórnmál: Ungliðahreyfingar voru mættar niður við Ráðhús í morgun þar á meðal ákveðinn heimspekingur með litlu róttæku krakkana sína (hver getur komið auga á hann?)

Fótbolti: Það er eitthvað mikið rangt við þetta!










Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

föstudagur, ágúst 15, 2008

Megas - Flærðarsenna

Það eina góða við nýjan meirihluta er að enn eina ferðina fæ ég að birta þetta viðeigandi lag og texta. Annars segi ég bara: Það stóð ekki lengi Framsóknarlaust Íslands... takk fyrir það viðbjóðslegu íhaldspöddur sem skipið borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins.


Annars erindi rekur
úlfur löngum sannast það
læst margur loforðsfrekur
lítt verður úr þá hert er að
meðan slær orð við eyra
er þér kær vinur að heyra
sértu fjær þá er það ekki meira

slíkt eru hyggindi haldin
höfðingsskapur og menntin prúð
veröldin falsi faldin
fóðrar sinn kjól með skollahúð
lærð er á lymsku beglur
leynt sér hjá fann þær reglur
sem köttur sá er kreppir að hvassar neglur

oft er fagurt í eyra
alþýðulof af hræsni veitt
hinum er á það heyra
heimur þykir sem kálfskinn eitt
í augun greið hlæja og hlakka
hrósa um leið biðja og þakka
búin er sneið er snúa þeir við þér hnakka

heimskur er sá sem heldur
hvers manns lof sem fullgert sé
einfaldur oft þess geldur
alvöru meinar það hinum er spé
tryggðargjöld táls með korni
temprast köld nema við sporni
vinur í kvöld er vélar þig að morgni

heimurinn hrekkjafulli
handverk þetta mest nú brúkar nú
að fegra eir með gulli
út gengur honum myntin sú
orðaglens ei þarf kaupa
allir léns með það hlaupa
kossa flens kallsa ljúga raupa

Er lífið dásamlegt?

Efnisorð: ,

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Risafaðmlag


Ég er þrjóskur maður en stundum þarf bara nokkrar minningar til að mýkja mig.
Ronaldo þér er fyrirgefið!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Hverjum þykir sinn fugl fagur (en þinn er lúsabitinn starri)

Það eru tveir miðlar sem hafa gjörsamlega farið offari á undanförnum mánuðum og árum í umfjöllun sinni um unga leikmenn; annars vegar Morgunblaðið í umfjöllun sinni um unga leikmenn Arsenal (sem á vissulega rétt á sér ef frá er talið hversu blaðið er hliðhollt Arsenal) og svo á stuðningsmannasíðum Liverpool manna þar sem hver einasti ,,næsti" Messi, Zidane, Rooney, Torres, Ronaldo, Fowler og Gerrard hafa verið keyptir til liðsins ( án þess að það hafi skilað nokkru hingað til).
Nú get ég ekki verið minni maður og ætla í góðu gamni en þónokkurri alvöru að skrifa stuttan pistil um framtíðarstjörnur United (sem eins og hjá hinum stórliðunum verða oftar en ekki kóngar neðri deildanna).

Brasilíska sambaþríeykið:
Að Anderson undanskyldum eru þrír ungir brasilíubúar sem hafa vakið athygli hjá United. Það eru Da Silva tvíburarnir og Possebon.
Fabio ku vera betri tvíburabróðirinn, hann var fyrirliði u-17 ára liðs Brasilíu og var markahæsti maður liðsins á heimsmeistaramótinu 2007 og er talinn búa yfir miklum leiðtogahæfileikum en því miður fyrir hann að þá spilar hann sömu stöðu og sennilega besti vinstri bakvörður í heiminum sem einnig er hjá United og því spurning hvenær tækifærið gefst en vonandi fær hann nokkra leiki gegn lakari liðum á Old Trafford á þessu tímabili.
Rafael er hinn tvíburinn og eins og Fabio elskar hann að taka þátt í sóknarleiknum og fékk tvö tækifæri á undirbúningstímabilinu og jómfrúarleik hans lýsti Ferguson sem frábærum. Rafael spilar hægri bakvörð og virkar ekki síður skynsamur varnarlega og les leikinn vel (var hreinlega einn af betri mönnunum gegn Juve). Það er ljóst að báðir hafa þeir getuna og hraðann til að spila fyrir United en sennilega vantar enn þónokkuð upp á líkamlegan styrk (eins og eðlilegt er fyrir 18 ára gamla pilta). Saman hafa þeir að sjálfsögðu verið kallaðir hinir brasilísku Neville bræður.
Þriðji pilturinn er svo hinn 19 ára gamli Possebon sem á að vera Box2Box miðjuleikmaður en hefur virkað á mig í leikjunum á undirbúningstímabilinu fremur sem einhvers konar ,,næsti" Carrick eða Alonso. Yfirvegaður á boltanum, með góða móttöku og snúninga og eins og Carrick að þá er hann jafnfættur og sendingarnar ekki ósvipaðar - er fljótur að koma boltanum á rétta staði. Ef að hann fer svo að sýna einhverja sóknartakta (á víst að vera fínn skotmaður) að þá er það bónus.
Um þessa þremenninga + Anderson hafa eldri menn sagt að þeir séu jafnvel spenntari fyrir þeim en fyrir Beckham kynslóðinni... ef það reynist eitthvað í áttina að ,,næstu" Beckham kynslóð að þá er United ekki á flæðiskeri statt til framtíðar ef að liðið heldur auk þess í Ronaldo, Rooney, Nani og Tevez.

Breski aðall-inn
Líkt og hinir brasilísku eru þrír breskir strákar að berja sér leið inn í aðalliðið en við þekkjum þá betur (sá fjórði er Simpson sem verður á láni hjá Blackburn í eitt ár, en er svo óheppinn að vera hægri bakvörður líkt og Rafael sem menn slefa yfir).
Fyrstan skal nefna J.Evans sem er tvítugur miðvörður sem Ferguson veðjaði á fremur en Pique. Evans fékk ágæta reynslu í fyrra með Sunderland í efstu deild (og árinu á undan í næst efstu deild) og vildi Roy Keane kaupa piltinn nú í sumar en án árangurs. Evans er stór, ágætlega sterkur, fínn á bolta og skynsamur (spurning með hraða) en það er varla líklegt að hann fái stóra sénsa í ár nema vegna meiðsla enda Ferdinand, Vidic og Brown fyrir framan hann í goggunarröðinni.
Hinir tveir eru báðir svartir senterar, eigum við ekki að segja ,,næstu" Cole&Yorke.
Campbell er sá eldri (verður 21 árs í haust) og er algjör Andy Cole; hefur þvílíkan hraða, er duglegur og gríðarlega ákveðinn en skortir tækni (t.d. við að klára færi). Var í láni í fyrra hjá Hull og átti stóran þátt í því að þeir spila nú í Úrvalsdeildinni, skoraði 15 mörk og lagði upp nokkur mikilvæg. Hefði verið til í að sjá hann rembast í eitt ár í Úrvalsdeildinni með Hull en sennilega mun hann spila nokkra leiki fyrir United (sérstaklega þegar við erum komnir yfir og ætlum að drepa leikinn með skyndisóknum).
Yngri framherjinn heitir Welbeck og verður 18 ára í haust (er innfæddur Manchester maður). Ferguson telur hann mikið efni og fór hann með liðinu í umdeilda ferð til S-Arabíu á seinni hluta síðasta tímabils - Ferguson lofaði reyndar að drengurinn fengi að spreyta sig í deildinni en það varð ekki úr og hann var ekkert með í leikjunum á undirbúningstímabilinu vegna þess að hann var að spila með ungmennaliði Englands. Ég hef séð hann spila nokkra leiki og helst af öllu lítur hann út fyrir að vera ,,næsti" Kanu eða fremur ,,næsti" Adebayor. Hann hefði haft gott af því að vera lánaður í neðri deildarlið enda ekki framarlega í goggunarröðinni með Rooney, Tevez, Campbell og jafnvel nýjan senter + mögulega Manucho. En kannski ef að Evans, Possebon, Campbell og Da Silva bræðurnir fá að spila varaliðsleiki að þá mun hann þroskast enn frekar.

Næst? Ítalskt Rómaveldi í gerjun?
,,Næsti" Totti? Er það hinn 16 ára gamli Davide Patrucci sem United stal frá Roma í byrjun sumars? Mun hann í framtíðinni mynda eitrað framlínupar með samlanda sínum, hinni 17 ára gömlu markamaskínu Federico Macheda sem kom frá erkifjendunum í Lazio. Hver veit? Eitt er víst - framtíðin er björt, hjá United eins og hinum stóru liðunum (og hér er þó einungis stiklað á mjög stóru).

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Um fjölfarinn völl

Fyrsta umferð enska boltans er um helgina. Undirbúningurinn hjá United hefur verið nokkuð líkur því sem var á síðustu leiktíð þegar liðið vann Samfélagsskjöldinn í vító en var alls ekki reiðubúið í deildina, en í ár eru meiðsli og önnur leiðindi örlítið meiri en þá (sem þó voru mikil). Ronaldo er auðvitað meiddur fram í október, Rooney verður einhverja leiki að ná sér eftir matareitrun og Carrick vætanlega líka, Hargreaves og Saha... ekkert nýtt þar (endalaus meiðsli), Nani í banni í fyrstu tveimur umferðunum og Anderson á Olympíuleikunum (en að auki verða aukaleikarar á borð við Foster, Park og örugglega Silvestre frá).
Nú er ég búinn að sjá tvo drepleiðinlega 0-0 jafnteflisleiki hjá United í röð og ef að ég þarf að horfa uppá O´Shea og Fletcher saman á miðjunni mikið lengur að þá mun ég endanlega missa alla lífslöngun og þegar þriðji maðurinn af fjórum er svo öldungurinn Giggs að þá er ekki von á góðri byrjun hjá tvöföldum meisturum.
Þegar nýtt tímabil hefst er ljóst að síðan Úrvalsdeildin var stofnuð í byrjun 10.áratugsins hefur aðeins einu liði tekist að vinna ensku deildina þrjú ár í röð (en auk þess hefur einungis einu liði, fyrir utan United tekist að halda titlinum) og þegar litið er á Meistaradeildina að þá hefur sigurvegurunum ekki tekist að endurtaka leikinn og ekki einungis það heldur hefur Meistaradeildarmeisturum síðustu ára gengið afleitlega á næsta tímabili (sbr. AC Milan og Barca). Það er því nóg af áskorunum fyrir sitjandi meistara og hin toppliðin þrjú munu örugglega koma enn einbeittari og betri til leiks.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, ágúst 11, 2008

Gullmoli

Hver man ekki eftir laginu ,,Was that all it was" með stórhljómsveitinni Scope sem var vinsælt einhvern tímann árið 1994 eða 19995? Hér er DJ Sneak lagið ,,Disco Erotica" (í mjög svo slæmum gæðum svo vinsamlegast notið heyrnartól) frá árinu 1994... Disco House eins og það gerðist best á þeim tíma.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Örsögur af okkur

Lífið: Eins og sjá má á myndum að neðan og svo væntanlegum myndum að þá höfum við Arna gert margt í sumarfríinu.

Fórum í hressandi rafting ásamt Mikael og Kötu (sem var meira farþegi en þátttakandi sökum ofsahræðslu) og fjórum Canada búum sem björguðu ferðinni - en á öðrum bátum voru fullir útlendingar og hnakkahálfvitar. Allir duttu úr bátnum og menn hoppuðu af kletti - allt saman mjög gaman og nú er hreinlega að plana erfiðari ferð næst.

Við vorum svo plötuð af illkvittnu fólki í Sushi hitting sem væri ekki frásögu færandi nema vegna þess að sá hittingur endaði með því að ég pantaði mér pizzu og mun aldrei láta gabba mig í þetta rugl aftur (víðsýni er ofmetið fyrirbæri og Sushi er viðbjóður sem Japanir ættu að líta á sem sína eigin helför).

Á besta degi sumarsins hingað til fórum við Arna á Esjuna, síðast þegar ég fór þangað var ég hátt í 10 kg þyngri og með Olympíufarann BF með mér, sem skokkaði upp fjallið og hlustaði ekki á vælið í mér. Í þetta skiptið var ég í hlutverki BF og neyddi Örnu alla leið þrátt fyrir þreytu, lofthræðslu og þriðja stigs bakbruna... en það hafðist að lokum. Reyndar vorum við stungin af af tveimur 70 ára gömlum mönnum, en vorum á pari við jafnaldra par (þar sem konan var langt komin á meðgönguna).

Við Arna tókum svo létt ferðalag á útihátíðina Klofa sem þetta árið bar heitið ,,Klofaskapur", stöldruðum reyndar einungis í sólarhring en það var besti hluti hátíðarinnar. Þar komu við allskyns kynjaverur m.a. faðir AFO og félagi hans í redneck gervi, auk þess sem AFO fór í gervi Verslunarmannahelgarperrans. Kvöldið var gott en sjaldan hefur einn svefn verið jafn mikið truflaður og minn þessa helgi og örugglega mest allra á öllum útihátíðum miðað við höfðatölu. Á rúmlega fimm tímum náði eftirfarandi að vekja mig; fullur maður að detta á tjaldið þar sem hann tók þátt í amerískum fótbolta með tilheyrandi látum og röskun á svefni, þar að auki sjálfur boltinn í tjaldið, geltandi spói sem einn af pirruðustu gestum hátíðarinnar reyndi að þagga niðrí með því að grýta stígvéli í, Sigríður kennari (sem hlaut nafnbótina ,,Klofaskapur" ferðarinnar) sem alls vakti gesti þrisvar sinnum frá klukkan 07-10 með hrikalegum drunum vegna uppkasta og að lokum sexmenningarnir úr ameríska fótboltanum, fyrst með baði í ánni rétt við tjaldsvæðið sem leiddi af sér mikil öskur og svo með því að kitla hvern annan flissa og öskra þegar inn í tjald var komið. (Niðurstaða: Ég er orðinn of gamall fyrir það að sofa í tjaldi um Verslunarmannahelgi.)

Á laugardeginum var svo hinn árlegi þynnkubolti, þar sem tæklingar flugu, menn keyrðir niður og meiddir, konur teknar heljartökum og sennilega versti senter alheimssögunnar leit dagsins ljós - meira um það í væntanlegri myndaseríu frá helginni. Um kvöldið keyrðum við svo í bústað í grenndinni þar sem Katrín (móðir Örnu) og tilvonandi eiginmaður hennar tóku á móti okkur með humri og lambakjöti. Þá var svo tími til kominn að fara heim og gera borgarbarna hluti... horfa á video, fara í bíó, spila PlayStation (og putta sig í rassgatið) og allt fljótandi í gosi, pizzum og nammi.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Fleiri sumarmyndir

Myndin sem endurspeglar hina gríðarlega miklu stemmningu sem ríkt hefur á L45 í sumar
Óþolandi ástfangið par
,,The Mojito Girls" mættar - þá er stutt í höfuðlausa gleði
Skelltum okkur á topp Esjunnar á besta degi sumarsins. Eins og sjá má vorum við bæði drulluhress eða alveg þangað til að komið var heim og betri helmingurinn var skaðbrenndur og með þvílíkar harðsperrur
Þessi mynd var ofmikið úr karakter til að sleppa henni hér á blogginu, maður verður að hafa gaman að sjálfum sér líka
Áhugamenn um slæma matargerð eitruðu fyrir matargestum á L45 með því að leyfa þeim að smakka á banvænni chilliblöndu. Ég hló þá en var stuttu seinna aðhlátursefni...
Sushi: ,,eins og sígaretta vafin í þara og velt upp úr sinnepi og drullupoll"...
...og áhugamenn um vonda matargerð skemmtu sér
Dylan mætti í byrjun sumars og skemmti að minnsta kosti mér, Örnu, Daða og væntanlega Megasi.
Reykjavík!

Er lífið ekki dásamlegt?

PS. Myndir frá Verslunarmannahelginni bráðlega


Efnisorð: ,