föstudagur, desember 29, 2006

Við samningaborðið... einhver?

Tók eina góða rispu af Boston Legal yfir jólin, 10 fyrstu þættina í 3 seríu... yndislegt. Þeir sem ekki hafa séð Alan Shore og Denny Crane eiga svo mikið inni. Hver man t.d. ekki eftir þessu atriði?
En í beinu framhaldi af þessum 10 nýju þáttum datt mér í hug að leggja samning á borð fyrir mína ástkæru vini (því að ég býst við að það séu fáir aðrir sem lesi þessa síðu). Ég hef þegar gert samning við Viðar um að giftast honum (NB! Það þarf að skjalfesta) ef að við verðum báðir kvennmannslausir þegar við verðum 40 ára. Þá er kominn tími á að ganga skrefinu lengra og því segi ég: Hver er tilbúinn að gera þann samning að sá sem lifir hinn af verður að borða kjöt af hinum látna? Það má vera lærvöðvi, kálfi eða af handlegg... ég legg hins vegar ekki út í neitt sóðalegt!

fimmtudagur, desember 28, 2006

You can never hold back spring

You can never hold back spring
You can be sure, I will never stop believing
The blushing rose that will climb
Spring ahead, or fall behind
Winter dreams the same dream, every time
Baby, you can never hold back spring

And even though, you've lost your way
The world is dreaming, dreaming of spring
So close your eyes, open your heart
to the one who's dreaming of you
And, you can never hold back spring
Remember everything that spring can bring
Baby, you can never hold back spring
Baby, you can never hold back spring

Tom Waits

...

þriðjudagur, desember 26, 2006

Say it Loud - I'm Black and I'm Proud

Soul brother #1 er látinn.
Ég og Knútsson sáum kappann fyrir þónokkuð mörgum árum síðan á tónlistarhátíð í Bristol (þá í feiknarformi). Alltaf einn af mínum uppáhalds sem vissi hvernig þessi heimur er.
Nú er kynlífsmaskínan stöðvuð en lifir áfram í hjörtum blakkra manna.
Svona er þetta.

mánudagur, desember 18, 2006

Nú styttist óðum í janúar, jólaljósin hverfa og eftir situr Skammdegið í öllu sínu veldi haldandi í hönd föður síns Nístings kuldans og fyrir hönd fjölmargra aðdáenda janúar-mars þá tel ég mig knúinn til að vera bjartsýnn: You can never hold back spring.

laugardagur, desember 16, 2006

Þetta munu fermingarbörn fá frá mér um ókomin ár.

Ógleymanlegt augnablik...

Hver man ekki eftir jólasögunni um Stan sem drepur að mig minnir fjallaljónið svo að öll hin dýrin í skóginu geti lifað í sátt og samlyndi?

föstudagur, desember 15, 2006

Vonbrigði ársins

Ég verð að fá að segja það - þó að ég sé Real Madrid maður að þá hef ég unun af því að horfa á Barcelona. Einkum er gaman að fylgjst með liðinu spila í stórleikjum. Það er í rauninni sjaldan sem maður virkilega nýtur þess að sitja afslappaður og horfa á góða knattspyrnu. Í leikjum Man utd er ég spenntur og nýt þess því ekki eins vel, og Real vs Barca er auðvitað bara spenna. Það er því helst meistaradeildin sem maður getur notið þess að horfa á Barca. Nú hefur það hins vegar dregist þannig að Barca mætir einhverju leiðinlegasta íþróttaliði sögunnar. Liði sem hreinsar fram og spilar með 10 manna varnarmúr á útivöllum og reynir að þröngva inn marki á heimavelli með því að senda háa bolta á Crouch og þruma í átt að markinu og vona hið besta - liðið að sjálfsögðu Liverpool.
Ég man fyrir nokkrum árum þegar við vorum staddir í æfingaferð Mfl. Fram einhvers staðar á Spáni, þá mættust þessi tvö lið og við horfðum á seinni leikinn. Báðir enduðu þeir 0-0 og þegar 87mín voru liðnar af seinni leiknum og Barca var búið að vera með boltann 79% þá höfðu liðin aðeins náð einu skoti á markið og framherjar Liverpool liðsins ekki einu sinni séð glitta í miðlínuna.
Dráttur dagsins er því ótrúleg vonbrigði, það er búið að skemma fyrir mér tvo Meistaradeildarleiki með Barca og ég vona hvert einasta ár að Liverpool dragi sig úr öllum keppnum og spili deildarkeppni með Grikklandi (Evrópumeisturunum árið 2004) og liði Framsóknarmanna - keppnin gæti farið fram í helvíti.

Viðbjóðslegi Framsóknarflokkurinn

Ég verð að benda hér á pistil Guðmundar Steingrímssonar um kastljós þáttinn þar sem Björn Ingi Hrafnsson og Dagur B. Eggertsson mættust í og eins viðbrögðin við þeim pilstli.
Ég hef lengi verið sömu skoðunnar og flestir eru nú að viðra. Framsóknarflokkurinn er mein í íslenskri pólitík, fótasveppur á þjóðinni og réttast að fjarlægja slíkt mein með góðu eða illu. Megi þeir allir sem einn kafna í sinni eigin spillingarælu :)

Fucking Bastards!

Það er ekki oft sem leikmenn Liverpool líta vel út, hvorki knattspyrnulega né andlitslega. Þetta hins vegar vekur upp hjá manni sömu kátínu og þegar Liverpool er búið að missa af Englandsmeistaratitlinum um miðjan Oktober og aðdáendur liðsins eru búnir að spá þeim titlinum fyrir tímabilið.
Spurning með Robbie Fowler þarna í Hussein búningnum, hann veit kannski eitthvað meira en við hin - er búið að ganga frá kaupum á liðinu? Team Osama hugsanlega? Það væri í það minnsta skemmtilegt þegar að erkifjendurnir mættust Manchester United State of America og FC Live - Osama.

fimmtudagur, desember 14, 2006

Skitið upp á bak

Ég verð að viðurkenna að ég er gjörsamlega búinn að skíta upp á bak með söfnunina sem átti að verða árlegt fyrirbæri. Séu menn hins vegar reiðubúnir er ég tilbúin að leggja mitt að mörkum. Annars er það eina sem ég get boðið upp á er að koma tvíefldur á næsta ári og vel undirbúinn, vonandi með góðu fólki eins og fyrir ári síðan. Þangað til get ég einungis bent áhugasömum um að setja pakka undir jólatréið í Kringlunni og að bjóða nú í eitthvað hér. Sannarlega gott framtak hjá þessum manni sem ég NB! þekki ekki neitt.

mánudagur, desember 11, 2006

Run DMC - Christmas in Hollis

Jólin yrðu örlítið svalari ef að þessi jólaklassík væri spiluð oftar.

Þá sjaldan að maður gleðst yfir dauða annarra

Þá er einn mesti bastarður 20.aldarinnar loksins dauður. Sá tók völd með hernum fyrir tilstilli Bandaríkjamanna eftir að marxistinn Salvador Allende hafði unnið í frjálsum kosningum í Chile og murkaði lífið úr minnst 3000 manns. Megi hann, fylgismenn hans og þeir sem þátt áttu í þessari aðgerð deyja hræðilegum dauðdaga og brenna í eilífum eldi helvítis.

sunnudagur, desember 10, 2006

Ógleymanlegt augnablik

Maður er aldrei of gamall

Ég veit ekki hversu oft Arna hefur ekki nánast truflast þegar ég fer ósjálfrátt að beatbox-a (það er nú kannski óvirðing við beatbox að kalla hljóðin í mér beatbox en... what the hell!).
En djöfull skil ég þennan mann vel.
Sumir hafa brotinn takt í sér og aðrir ekki.

laugardagur, desember 09, 2006

Lakers bræður nær og fjær

Jólagjöf fyrir svarta manninn (sem sagt enn meiri samkynhneigð)

Nú þykist ég vita að það séu fáir menn með svo kolsvarta sál að þeir fíli þetta (melludólgar og sálarbræður).
En fyrir þá sem þekkja slíka er óhætt að mæla með þessu.
Power to the people!

föstudagur, desember 08, 2006

Þarna erum við að tala saman

Í margumtalaðri ferð minni til Parísar sá ég geðveika skólínu í búðinni Kiliwach (sem Tinna benti mér á... takk) en því miður kostuðu allir skórnir um og yfir 165 evrur... sem er too much fyrir skóböðul eins og mig! Skólínan heitir Swear og þetta skópar langar mig í. Þessi Zoovillage síða er reyndar eitursvöl líka og hér er svo heimasíða Swear. En nóg af samkynhneigð í bili, er farinn að gera eitthvað karlmannlegra... eins og að fá mér heitt kakó og smákökur... ,,osssa" gott.
Daði... hvenær ætlum við annars að sötra dísætan og hnausþykkan jarðaberjasjeik og taka hvorn annan í rassgatið?

mánudagur, desember 04, 2006

Minningarbrot úr Parísarferð

Það eina sem hélt líkama mínum frá því að úldna að innan síðustu dagana fyrir Parísarferðina var bölvuð frostharkan og snotur mær vestur í bæ. Nóvember hafði verið helvíti á jörðu sem endra nær og síðustu dagarnir voru nánast ólifandi. Það brakaði í hverju beini, vöðvarnir höfðu styst um helming og það ískraði í liðamótunum líkt og í gamalli hurð - hugsanirnar orðnar svo súrar og svart/hvítar að David Lynch hefði meira að segja ýtt á stop á DVD fjarstýringunni sinni til að koma því áleiðis til vina sinna hvers konar listrænn þvættingur þetta væri. Þessir Nóa Albinóa Groundhog dagar voru við það að buga mig þegar skyndilega ljóstýra laugardagsins blasti við í órafjarlægð og of seint að leggjast niður, gefast upp og deyja.
Í 12 stiga gaddi aðfarnótt laugardagsins 18. des var lagt af stað úr veðravíti vesturbæjar, skammdegisþunglyndi andskotans – ömurlegumheitum þessarar mannlegu eymdar. Þegar ofangreind frosttala birtist á flettiskylti við Hlíðarenda mátti heyra Megas syngja brot úr laginu svefn er allt sem þarf: ,,og það er takmarkalaust tilgangsleysið/en það tekur ekki að nefna það, lífið það er ekki beysið” Nóg? Hef ég þá komið frá öðrum helmingi þess... hvers vegna ég fór.
Hin ástæðan (og það sem hugsanlega kemur á óvart) sem vóg þyngra var til að hitta æskuvin minn Bjarna Fritzson og hans fögru svarrjóðu dís Tinnu, sem gengur með Bjarnason undir belti og fer það henni afar vel.
Eftir að hafa kvatt mína heittelskuðu inni í flugstöð að hætti svarthvíta sjarmatröllsins Humphrey Bogart (þ.e. með kossi... sló hana ekki... því hún átti það ekki skilið) var ekki seinna vænna en að taka sinn hatt og staf og halda af stað út í vél – reyndar með örstuttu stoppi í flughöfninni þar sem ýmislegt íslenskt góðgæti var keypt sem átti eftir að vekja kátínu meðal heimsborgaranna í borg ástarinnar.
Eftir náðuga flugferð þar sem ég svaf mestan hluta ferðarinnar, öðrum farþegum eflaust til ómældra óþæginda var dregin upp lestaráætlun sem Tinna hafði verið svo elskuleg að setja saman fyrir mig – áætlunin var einföld enda vel framsett en það sem aftraði mér frá því að lesa hana var öll þessi birta í hinni heiðskýru borg hámenningarinnar.
Bláa rútu (mér til óánægju) tók ég frá flugvelli að lestarstöð og þaðan þrjár lestir að endastöðinni Creteil Prefectur. En eins og ég hef oft tekið fram þá elska ég að ferðast með lestum, þó að vissulega dragi það úr ánægjunni þegar sjónsviðið er skert með því að láta þær ganga neðanjarðar.

You can hear the whistle, you can hear the bell
From the halls of heaven to the gates of hell
And there's room for the foresaken if you're there on time
You'll be washed of all your sins and all of your crimes
If you're down there by the train
Down there by the train
Down there by the train
Down there by the train
Down there where the traingoes slow

- Tom Waits


Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig en hefði getað orðið vesen hefði ekki verið fyrir indælan brasilískan dreng sem ég hitti í lestinni, sem ýtti við mér og sagði að hér ætti ég að fara út en þá hafði ég gleymt mér yfir fegurð borgarinnar.
Á lestarstöðinni í Creteil var hún mætti þessi elska til að taka á móti mér, kasólétt og falleg þar sem handboltahrúturinn var að heiman að keppa útileik. Gengum við saman tvö heim og hlýtur það að vera draumur margra kvenna að til að stytta okkur leið þangað gengum við í gegnum verslunarmiðstöð.
Þegar inn var komið var taskan lögð til hliðar og húseigandi leystur út með mútum fyrir að þurfa að hafa mig inn á sér í næstum viku. Íslenskt nammi, SS pylsur og jólaöl vöktu kátínu og eins féll í ágætan jarðveg barnaplata Megasar sem og Passíusálmarnir fluttir af honum, til marks um þátttöku mína í uppeldi barnsins meðan þau búa erlendis.
Eftir að hafa andað um stund og deilt tilfinningum okkar var ákveðið að skella sér í súpermarkaðinn. Ólétta konan rauk um í versluninni og raðaði í körfuna að hætti Rachael Ray og ég ráfaði um hálf meðvitundarlaus eins og vinstri bakvörður sem etur kappi við C.Ronaldo – tja eða bara eins og vinstri bakvörðurinn sem ég var.
Það var ákveðið að elda kínverskt um kvöldið, fylgjast með leiknum á netinu og hafa Friends í bakgrunni.
Nú segi ég það ekki af góðmennsku minni, en næst besti matur sem ég borðaði í þessari ferð var þessi kínverski réttur hennar Tinnu og skammt undan kom svo spagettíréttur sem hún gerði síðar – og eru nú Frakkar þekktir fyrir góða matargerð. Ég veit líka að Tinnu mun ekki sárna það að lenda í 2.sæti þó keppnismanneskja sé því þessi önd, já þessi önd sem ég kem seinna inn á var unaður – væri ég hins vegar að skrifa ferðahandbók um París myndi ég benda ferðalöngum á matargerð ,,Heimavinnandi húsmóður” í Créteil.
Ég verð nú reyndar að viðurkenna það að ég var sennilega ekki skemmtilegasti gestur í heiminum þetta kvöld, ferðaþreytan fór fljótt að segja til sín og ég dottaði nokkrum sinnum yfir leiknum og friends en kannski skiljanlega, hafði sofið lítið ferðanóttina.

Sunnudagur

Eftir að hafa dreymt einhverja subbulega steypu að venju var tími til kominn að vakna. Það var auðvitað eins og út þessa ferð einhvern tímann um sjöleytið sökum ofbirtu og síðan velt sér um í einhverja klukkutíma – hata það ekki.
Þegar ég fór svo á fætur var kveikt á flakkaranum og Friends sett í bakgrunninn, eitthvað svona til að minna mig á mína fögru mær sem eflaust var búin af grafa sig einhvers staðar niður í skafl eftir að hafa fest bílinn.
Við settumst saman niður við Tinna og ræddum um daginn og veginn, lífið í París og barneignirnar sem ég er svo æstur í. Það ber einnig að taka það fram hér að stúlkan sú reyndist mér afar vel alla ferðina. Fyrir utan að gera góðan mat (að hætti kvenna) hjálpaði hún mér að skipuleggja ferðir, fór með mér þegar Bjarni var á æfingum og var í alla staði yndisleg og kann ég þér bestu þakkir ef þú lest þennan pistil – við ræðum svo feminisman bara næst.
Eftir gott spjall hringdi annar handboltahrútur sem spilar í Frakklandi og ætlaði að hitta okkur áður en hann færi heim til að taka á móti sínu barni. Jonni kallast sá og er nú orðinn faðir – hreinræktaður norðanmaður, en meira af því seinna. Sá spilar með liði sem er staðsett í litlum bæ á frönsku riveríunni og hefði ég ekki verið að fara að verja degi með honum og væri hann ekki stærri og sterkari en ég hefði ég sennilega kýlt hann fyrir þá staðreynd. Hann var hins vegar ekki að treysta sér í lestina einn og tókum við okkur öll til og gerðum grín að honum fyrir þá sveitamennsku.
Eftir þetta byggðist þetta upp ekki ósvipað og atriði úr áðurnefndum grínþætti sem var í bakgrunni mest alla ferðina. Við Tinna sátum á spjalli í sófa, þá birtist Jonni og eftir nokkuð spjall mætti sjálfur heimilisfaðirinn á svæðið.
Heimilisfaðirinn var orðinn svo grannur af öllum þessum hraðaupphlaupum að mér var nóg boðið og sendi Tinnu að búa til pylsur handa honum. Að því búnu var haldið af stað að hitta enn einn Íslendinginn, frænda/vin Fritzsonar er á sínum tíma var skírður Jóhannes en við skulum kalla… Bobby. Hjá bastillunni hittum við Bobby… nei höfum það bara Jóhannes sem er flugmaður og þaðan var rölt í átt að Hotel de Ville (ráðhúsið) og svo var kíkt á hina mögnuðu kirkju Notre Dame sem skartaði sínu fegursta í veðurblíðunni, ólíkt litlu systur sinni á Íslandi ísilagðri sem var skapi næst að láta verða af smásögu Meistarans og hlaupa niður Skólavörðustíg og steypa sér í sjóinn og enda líf sitt þar með í krampakasti.
Það er alveg sama hversu oft maður kemur í Notre Dame það er alltaf yndislegt, skemmtileg setning miðað við það að þetta er aðeins í annað skiptið sem ég kem inn í bygginguna. En í það minnsta mæli ég með því fyrir þá sem ekki hafa komið þangað og eiga leið um París á komandi árum – jafnt trúaða sem og trúleysingja, því að hún hefur einnig mikið af málverkum og styttum sem hafa sagnfræðilegt gildi og auðvitað listrænt.
Að því búnu héldum við ferð okkar áfram um að mínu mati skemmtilegasta hluta Parísar (4. og 5. hverfi).
Í 5. hverfi er mikið um þröngar götur með kaffihúsum, veitingastöðum og tískufatnaði – og því betra að vera öruggur um gagnkynhneigð sína ætli maður að vera þar í lengri tíma. Við fengum okkur heitt súkkulaði, röltum um og skoðuðum, önduðum að okkur sögunni og menningunni allt þar til sú lykt breyttist í matarlykt og þá fengum við okkur Giro (kebab rúlla) sem var unaður og ég grét það ekki að komast í einhvern annan mat en boðið er uppá í fiskibollu og bjúgna samfélagi satans sem oft er kennt við Ísland.
Markmiðið með ferðinni var annars (að túristapakkanum fráskildum) að hitta þriðja handboltahrútinn hann Ragga (sem var mjög sáttur við að fá eina bláa jólaöldós) sem einnig spilar í París og borða með honum og spúsu hans sem einnig er ólétt (þrír atvinnumenn í handbolta í Frakklandi og konurnar þeirra allar óléttar) á marokkóskum stað. Allt var þetta fólk hið yndislegasta þó að ég hafi lítil samskipti haft við Claire (frú Raggi) enda urðu hún og Tinna að sitja í öðrum hluta veitingastaðarins sökum kyns.
Skiptar skoðanir voru á meðal manna um matinn, ég sem hafði óskað eftir framandi mat var hins vegar mjög sáttur þó að ekki hafi ég náð að klára nema rétt um helming af disknum. Ég pantaði mér lambakjötsrétt sem samanstóð af kjötinu sjálfu, hrísgrjónum, sætu kúskús-i, rúsínum, einhverju kryddi og kanel ofan á – yfir þetta var svo sett soðið grænmeti í sterkri sósu og var þetta mjög svo framandi á bragðið fyrir mann frá bjúgnalandinu í norðri.
Vel södd flest héldum við af stað heim á leið, Raggi og frú röltu yfir götuna, myrkrið var skollið á í þessari mögnuðu borg en hvarvetna lýstu ljós hárra bygginga upp leið okkar, það var logn og milt – svo margt að sjá og yfirvofandi dauði fjarri í fyrstu skipti svo mánuðum skipti. Þegar að lestarferð var komið mátti sjá Eiffel gamla í fjarlægð, Jóhannes var á heimleið og Jonni sem hafði passað uppá að flugmaðurinn fengi sér ekki áfengi þar sem hann var hans farþegi næsta dag fékk þær fréttir að á innan við sólarhring yrði hann nýbakaður faðir. Jóhannes kvaddi og setti upp flugmannagleraugun og tuggði tyggjó en við fjórmenningarnir héldum til Créteil.











Handboltamaðurinn, Sólskinsfíflið, Flugmaðurinn og Faðirinn.


Mánudagur

Norðanmaðurinn vaknaði upp snemma, enda spenna í loftinu… hvort að honum tækist að komast heim í tæka tíð til að vera viðstaddur fæðinguna. Um hádegisleitið fengum við þær fréttir frá honum að hann væri orðinn faðir, þá einn á flugvellinum.
Eftir að Fritzson hafði snúið boltanum nokkrum sinnum framhjá einhverjum frönskum markmannsdruslum og við Tinna borðað saman og deilt tilfinningum okkar, fannst Bjarna rétt að rífa mig upp og gera eitthvað karlmannlegt. Ég klæddi mig því úr náttfötunum og kanínu inniskónum og í mín karlmannlegustu föt og við félagarnir héldum af stað í Catacomb –una… en hún reyndist lokuð. Þar sem Fritzson var að fara á aðra æfingu seinna um kvöldið ákváðum við að hann færi heim að sinna konu og heimili á meðan ég færi í túristaleiðangur og skildu því leiðir.
Þar sem ég hafði komið áður til Parísar þurfti ég ekki að skoða eitthvað jafn ómerkilegt og Rauðu mylluna, en lét draum minn rætast um að kíkja á Louvre safnið og nei ég fór ekki í Da Vinci code leiðangur.
Louvre safnið er hins vegar rosaleg upplifun fyrir alla þá sem hafa snefil af áhuga á list eða sögu – í rauninni er erfitt að lýsa því með orðum. Þetta er auðvitað þvílíkt endalaust safn af mörgum glæsilegustu dýrgripum listasögunnar og erfitt að melta allt saman. Ég var í 5 tíma á safninu og tókst aðeins að komast yfir 2.hæðina þar sem evrópsk málverk og styttur eru í aðalhlutverki. Ég verð að segja eins og flest allir þeir sem koma á safnið að þá var Mona Lisa langt því frá einhver rosaleg upplifun – olli hreinlega vonbrigðum. Það er óskiljanlegt að fólk verði að standa í einhverri 5-10 metra fjarlægð og megi ekki taka myndir þar sem hún er í glerbúri. Aðrar þekktar myndir á borð við Frönsku byltinguna, myndir af hernaði Napoleons og ótrúlegar myndir af Maríu mey og Jesú eru mun merkilegri, stærri og fallegri og óskiljanlegt hversu illa þær eru varðar. Hvaða brjálæðingur gæti tekið upp túss og rústað myndunum án þess að nokkur næði að stoppa slíkt. Á meðan ég var inni í þessum Monu Lisu sal þar sem margar glæsilegustu myndirnar eru samankomnar gerðist það í þrígang að einhver tók upp stóra myndavél og smellti með flassi á kvikindið og í öllum tilvikunum þremur brást hópurinn sem var að skoða myndina við með samskonar hætti öskraði eins og varnarmaður sem fær dæmt á sig víti á síðustu mínútu í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar ,,NO, NO, NO!!!” og tveir verðir komu umsvifalaust hlaupandi inn í þvöguna til að góma ,,tilræðismanninn” – þvílík rugl viðbrögð við ekki merkilegri hlut. Eftir ofneyslu á listaverkum, hélt ég út af safninu og hét sjálfum mér því að koma aftur seinna og klára safnið, mannmergðin þarna inni var slík að ég var hreinlega farinn að þrá símtal frá satanískum áróðursmeisturum bankanna og eftir 5 tíma var ég líka orðin ónæmur fyrir fegurð verkanna og rann þarna framhjá hverju meistaraverkinu í hverjum salnum á fætur öðrum eins og þeir væru grænmetissalurinn í Bónus.
Það var hressandi að komast út og það var byrjað að rigna, fölnuð laufin sem áður höfðu hangið á greinunum létu sig nú falla í frjálsu falli. Ég gekk framhjá pýramídanum og yfir brú Signu, á henni miðri stöðvaði ég göngu mina. Fyrir aftan mig Louvre safnið og gengt mér embættismannahöll… að mig minnir utanríkisráðuneytið, til vinstri mátti sjá Hotel de Ville og í framhaldinu toppinn á Notre Dame, þegar litið var til hægri mátti sjá toppinn á Eiffel í órafjarlægð og þangað hélt ég för minni áfram – hversu yndisleg borg er París?
Mér varð snemma ljóst á göngu minni meðfram bökkum Signu í árstíðarskiptunum að ítalskir opnir leðurskór eru ekki best fallnir til lengri borgargöngu á rigningardögum. Gangan úr 1.hverfi í 16. hverfi var frekar löng og tók sinn tíma, ég ákvað eftir töluverðan spotta meðfram bakkanum að stytta mér leið inn í 7.hverfi til könnunar. Að mínu mati felst einnig töluverð upplifun í því að sjá eitthvað úr fjarlægð og færast hægt og bítandi nær í stað þess að taka Metro alveg að staðnum og klára upplifunina eins og 12 ára drengur. Eftir að hafa nánast upplifað enga útiveru í lengri tíma sökum frosthörku var líka tilvalið að nýta tækifærið og taka hressilegan göngutúr einn og hugsa sinn gang í lífinu.
Þegar nær fór að draga jókst spennan og skyndilega var ég mættur inn í lyftu á leið efst upp í turninn hugsandi með sjálfum mér ,,nei, hvurn andskotann er ég núna búinn að koma mér í” því að í fyrsta lagi er ég semi lofthræddur og í öðru lagi treysti ég vélum, á borð við lyftur, ekkert sérstaklega vel.
Það er samt alltaf jafn spennandi að takast á við eitthvað á borð við manns eigin hræðslu og t.a.m. ákvað ég að láta ekki nægja að vera inni á efstu hæð heldur fór út þó að það væri nú orðið dimmt, rigning og töluvert hvasst – eða eins og góður maður sagði eitt sinn þegar hann gekk frá Árbæ upp í Breiðholt af djamminu ,,ég var aleinn en var ekkert hræddur”. Að þessari upplifun lokinni ákvað ég að verðlauna sjálfan mig með því að taka lyftuna niður og snæða súkkulaðifyllta pönnuköku í turninum.
Þegar út úr Eiffel gamla var komið fór heldur að bæta í vind og auk þess var farið að rigna rófulausum hundum og riastórum köttum. Ég fékk nú að gjalda fyrir þá rómantísku hugmynd að ganga því ég hafði ekki hugmynd um í hvað átt metroið var. Fransmenn í skyrtum með klúta um hálsinn og mis upprúlluð yfirvaraskegg neituðu að aðstoða þennan villta ferðalang nema ef vera skyldi að ég keypti af þeim eins og eitt Croissant og vissi hvaða stafi væri rétt að gengisfella til að bera það rétt fram. Eftir að hafa ratað í rangt neðanjarðarlestarkerfi og rekist þar á risa rottu rambaði ég loks á réttan stað kaldur og blautur. Hugsunarsljór af kulda komst ég þó áleiðis til Créteil að ég vil meina með innbyggðum heimsborgarahætti. Þar beið mín glimrandi gott gúllas og kartöflumús sem móðir Tinna hafði hrist fram úr erminni – auk þess var mín heittelskaða Arna á skype-inu – þannig að tilfinningin fyrir köldum fingrum og þrútnum tám vék fyrir góðum mat, ástríku en væmnu samtali og Friends í eftirrétt. Ég var búinn eftir þennan rosalega túristadag, Bjarni eftir handboltaþrælkunina og Tinna eftir að hafa þrifið og fært okkur mat að hætti góðra heimavinnandi húsmæðra og varla minnkar þreytan við það að bera barn undir belti sem bráðlega mun mæta í heiminn. Við tókum því létt spjall, uns við gáfumst upp og hölluðum höfðum.


Þriðjudagur

Nú fara dagarnir að verða óljósir, ekki vegna óreglu eða einhverju af slíkum toga… heldur vegna þess að ég skrifaði ekki punkta um það helsta sem ég gerði daglega, eins og menn eiga auðvitað að gera ætli þeir sér að skrifa ferðasögu.
Ég byrjaði þó þennan bjarta og fallega dag með því að vakna fyrir allar aldir sökum áðurnefndrar ofbirtu, er komin er til vegna þess hversu ófanatískt landið er birtulega séð eftir árstíðum, ólíkt Íslandi. Skellti mér út í bakarí og fékk mér tvö súkkulaðifyllt Croissant og kók eins og siður er meðal manna sem taka líkamsrækt alvarlega (kíkti líka á margumtalað vatn... rómantík). Eftir það át og jógúrti betur spjölluðum við Tinna áfram um landsins gögn og gæði, verðbólguskot og aðferðafræði – á meðan að við biðum eftir húsbóndanum. Eftir kjarngóðan hádegismat að hætti húsfreyjunnar skelltum við bræður okkur í Catacomb-una sem var mjög undarleg upplifun.
Sagan er í stuttu máli sú, þó að hér fylgi myndir með, að þegar svarti dauði reið hér fáki dauðans yfir Evrópu og stráfelldi allt að þriðjung hverrar þjóðar þá var víða ekki pláss fyrir hina dauðu. Var því tekið á það ráð að stafla beinum þeirra upp í miklar hrúgur eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Eftir að hafa borgað okkur inn, gengum við í hringstiga ofan í jörðina og að honum loknum tóku við langir, þröngir og litlir gangar sem gæti gert fólk með innilokunarkennd skelkað. Að lokum komum við að beinagöngunum og upplifunin var rosaleg.
Fýldur Frakki gegndi hlutverki varðar og svei mér þá ef þetta var ekki annar af pirruðu vörðunum sem gættu Monu Lisu, í það minnsta bað hann okkur um að slökkva á flassinu og að snerta ekki beinin. Hvers vegna ætti annars vegar að vera bannað að hafa flassið á þegar teknar voru myndir ekki molna beinin við það og hins vegar sem hugsanlega er á aðeins grárra svæði ,,hver í andskotanum vill snerta beinahrúgur manna sem létust úr svarta dauða?” . Þeir sem mig þekkja vita að ég er með netta sýklafóbíu og því ósennilegt að hægt væri að greiða mér nógu háa upphæð fyrir að snerta beinin - það fór hrollur um mig í hvert skipti sem dropi úr loftinu small á höfði mínu – viðbjóður! En eins og oft áður segja myndir meira en þúsund orð og ég gef þeim því orðið… en ég gat ekki annað en hummað í huga mér á meðan á beinaganga-göngunni stóð ,,og pyttirnir gleypa og plágurnar dynja yfir/ og þegar pestin hún kveður er enginn sem eftir lifir/ menn steypast í glötun, þeim sturlast geð/ það stendur heima og síðan er sem ekkert hafi skeð”
Eftir þessa mögnuðu ferð héldum við heim og tókum Tinnu í sínu glæsilega ástandi með okkur í verslunarmiðstöðina í næsta nágrenni við heimilið. Þar tókum við okkur til og smelltum í okkur frönsku eðalbakkelsi og eftir fyrsta bitann rann tár niður kinn mína sökum yndislegheita. Að því búnu gengum við um að hætti kaupóðra rándýra - menning og djúpar heimspekihugsanir voru víðs fjarri. Með augun uppglennt, sæmilega sveittur og tussulegur til fara þrammaði ég um með kryppu eins og Múmínálfur á spítti í geðveikislegu dogmamyndbandi við nýlegt lag eftir Tom Waits, sem var jafnvel geðveikislegra en þetta.
Ég keypti fátt enda varð varan að vera vel þess virði enda verðlag svipað og á Íslandi. Þó hafði ég af, að versla þrenn pör af svokölluðum sængurskóm fyrir Örnu, móður mína og systur. Að auki fékk fallegasta kona í heiminum fagra húfu, og einnig vettlinga og sjal í stíl en áður hafði ég lokið af skyldukaupum (Robert Doisneau veggmynd).
Að þessu loknu minnir mig að við höfum borðað á efstu hæð verslunarmiðstöðvarinnar, fínustu steik fékk ég með bakaðri kartöflu og alles á fáránlega lágu verði – ástæða þess hversu illa ég man þetta er þó ekki tilkomin vegna þess að ég skrifaði ekki glósur heldur á ég það til að detta í ,,black out” þegar ég er að versla.
Þegar við höfðum fengið nægju okkar matarlega - troðið í okkur dauðum dýrum, þá dönsuðum við okkur, hvert með sínu lagi og dansi, heim á leið. Tinna kom fyrst heim enda hafði hún valið að valhoppa við lagið ,, Ég syng í rigningu” en við Fritzson komum heim á svipuðum tíma, ég með frjálslegri aðferð af valsi við lagið ,,Enn (að minnsta kosti)” og Fritzson með frumlegum vélmennadansi við lagið ,,Eitt lag enn”.
Þegar heim var komið var ennþá smá æsingur í mönnum eftir verslunarferðina og sumir voru upptjúnaðri heldur en aðrir eftir dansinn og eftir stuttar en snarpar ryskingar í stofunni brugðum við Tinna á það ráð að setja Fritzson í heitt bað, enda átti hann greinilega eftir að taka út smá útrás vegna þess að hann hafði aðeins tekið eina handboltaæfingu þennan dag en tvöfaldan skammt af kreatíni. Nei, nei Bjarni hélt ró sinni sem endranær enda verðandi faðir og mun ábyrgðarfyllri en það galgopafífl sem hér ritar.
Við tókum því rólega þetta kvöldið þegar heim var komið og kíktum örlítið á Friends, þar sem Tinna var ekki með SATC á flakkaranum… hvað er eiginlega málið með það? Ég var því farinn að sakna allverulega einu manneskjunnar sem getin er af hest og spóa, og þá á ég við C.Bradshaw en ekki Örnunnar minnar. Að því loknu bauð heimilisfólk góða nótt, enda á barmi þess að fá algjört ógeð af gestinum og frelsinu fegnir.

Miðvikudagur

Þá er það helvítis miðvikudagurinn maður. Þegar hér er komið við sögu er allt farið að renna saman eins og mynd sem krakkfíkill endurtekur í sífellu að teikna á sama blaðið eða eins og kona sem er svo afmynduð af spiki að það er ekki lengur hægt að greina rassinn frá bakinu og höfuðið rétt skýst hálslaust upp úr bakinu. Miðvikudagur og fimmtudagur koma til með að renna í eitt og mögulega er ég að ljúga ykkur full með dagavíxli en ykkur til slökunar er ljóst að ferðasaga þessi mun líklega ekki birtast í sagnfræðiritinu Saga 21.aldarinnar svo að hættið þið þessu helvítis nöldri.
Eftir að hafa gengið í svefni og brætt svissneskan ost yfir stofugólfið, vaknaði ég með leir í eyrunum við dúndrandi ofbirtu klukkan 07:00. Ég reyndi að halla höfði í smátíma, en fann fyrir nærveru einhvers og gat því ekki sofið… var hér komin kona sú sem stytti sér líf hinumegin við ganginn og hafði áður sótt á fólk niður tröppurnar? Nei, skynjun mín var ekki meiri en sú að þegar ég snéri mér við var þar staddur Fritzson sjálfur á húsbóndanáttsloppnum, sjúgandi hálsbrjóstsykur og drekkandi kaffi yfir Morgunblaði alnetsins. Að mig minnir voru tvær æfingar þennan dag og því skrapp ég aðeins aftur út í verslunarmiðstöð og tók í leiðinni nokkrar fintur og sprengikraftsæfingar á meðan Fritzson tók morgunæfingu. Ég lallaði um þennan risavaxna kjarna og þó að klukkan væri 10:00 var pakkað (og í rauninni var pakkað þarna öllum stundum) ég fékk mér franskt bakkelsi, Häagen dazs – ís og franskt eðalsúkkulaði (bæði í vökva sem og föstu formi – hata það ekki). Að lokum fékk ég símtal frá kærustuparinu og mig minnir að við höfum tekið mæðraskoðun þennan dag (það gæti þó hafa gerst á fimmtudeginum, en það var stutt og laggott) áður en ákveðið var að taka stefnuna á lestarstöð sem er stolið úr mér hvað heitir sem einnig er verslunarmiðstöð og þar í kring eru einnig verslunargötur og Pompidou nýlistarsafnið (3.&4.hverfi). Þar var kíkt í H&M, footlocker, fnak?(Skífa þeirra Frakka) og margt fleira. Sjaldan eða jafnvel aldrei hef ég óskað þess jafn heitt að eiga grilljón billjónir og vera aftur 18 ára. Í fyrsta lagi þá væri ég ekki 90kg en aðallega vegna úrvalsins á ótrúlega svölum fötum á svarta manninn. Glansandi bláir og brúnir Adidas gallar Chile 1962 og magnaðar Adidas úlpur með með gylltu merki o.s.frv. Magnið af svölum gömlum íþróttaskóm var líka yfirgengilegt. Á endanum sætti ég mig við það að kaupa aðeins gamla Jabbar skó til að nota í ræktina (í Lakers litunum auðvitað) enda er ég að fara að hössla feitt í ræktinni, í gær sá ég t.d. hálfsköllóttan mann á fimmtugsaldri, mögulega 40kg of þungur og kafloðinn á baki og öxlum – ég sá að hann horfði feitt á rassinn á mér… til í kallinn!
Eftir að hafa skoðað sig um var komið hungur (ekki losti samt) í liðið og ákveðið var að taka ameríska túristann á þetta… Pizza Hut, sem er smá skandall í allri matarmenningunni. Við síamsbræður sem á þessum punkti vorum farnir að klára setningar hvor fyrir annan af gömlum vana, fengum okkur með ostafylltum kanti Ooo! Unaður! Eftir nokkra setu var haldið af stað að nýju og meira skoðað, þá tókum við straujið á Starbucks og sökktum okkur niður í sófann enda komin með Friends fráhvörf. Eftir tvöfalda súkkulaði muffin og heitt súkkulaði var ákveðið að á þessum tímapunkti væri ekki verra að velta sér 10m og sjá nýju Bond myndina í bíó – reyndist hins vegar vera uppselt og enn einu sinni þurftum við að róa Fritzson niður áður en hann fengi krossinn (og ekki kross gísku rétttrúnaðarkirkjunnar mjehehe eitt stykki Cha-ha - and-ler). Að svo stöddu féllum við öll þrjú í ,,kóma”… svifum um eins og börnin sem við erum, í landi sælgætis og suðandi flugna, hawaii gítarrif og blikandi stjörnur tóku okkur yfir eyju ástarinnar þar sem lítil börn dönsuðu undir blástursleik dýranna í skóginum – en allt í einu búúm! Við á leiðinni á nýlistasafnið góða að snæða dýrindismáltíð með Colgate brosandi þotuliði hámenningarinnar, fólkinu sem flýtur áfram í óraunveruleika eigna sinna – svífur um sali danshallanna í trúðslegum galafatnaði, fagnandi ,,yfirburðum” sínum.
Nýlistasafnið er eins og nafnið gefur til kynna, listasafn og er á mörgum hæðum, efst er þessi líka svali veitingarstaður með view yfir Signu, kirkjuna góðu að Louvre og Eiffel gamla og ég veit ekki hvað og hvað. Þrátt fyrir allt þetta pakk sem sótti staðinn þá er lookið alveg hreint fyrir yngri kynslóðina og með matnum var spiluð hiphop/funk/jass tónlist af plötusnúð með vinylplötum – svo gríðarlega ánægður var ég með þetta að ég tipsaði plötusnúðinn til að sína lit um 2 evrur sem vakti mikla gleði hjá honum.
Maturinn var mjög svo góður, allir sáttir við hann – sjálfur fékk ég mér snigla í forrétt eins og heimsborgarinn sem ég er alls ekki, bestu sniglar sem ég hef fengið enda í París.
Varðandi aðalrétt þá tók ég ráðleggingum frá Bjarna sem sagði að smekksmaðurinn Baldur Knútsson hefði fengið sér appelsínuönd, þar sem ég hef oft sótt Baldur heim og alltaf farið sáttur þaðan eftir hans eldamennsku gat ég ekki annað en treyst honum. Þegar ég tók fyrsta bitann af öndinni fann ég hreinlega hvernig ég roðnaði í framan og hugsaði með mér ,,má þetta?” og leit í kringum mig. Það var eins og ég sæti þarna með súkkulaði á disknum mínum. Samkynhneigði maðurinn á næsta borði sem var greinilega að borða þarna í fyrsta skiptið með syni sínum og konu eftir að hann kom út úr skápnum blikkaði mig því hann áleit að ég væri ástfanginn af honum en ekki þessari dýrlegu önd. Þar sem ég tel ekki frekari orða þörf og hef því lokið lýsingu minni á þessum afbragðsmat lífs míns vil ég minna aftur á það sem ég hef áður sagt, kínverski maturinn sem Tinna bjó til á fyrsta degi var næst besti maturinn sem ég smakkaði í þessari Mekku matargerðarinnar og skammt á eftir kom spagetti rétturinn hennar – ekki amalegur kokkur þar á ferðinni og frábær heimavinnandi húsmóðir.
Að máltíð lokinni var rétt að fara að halda heim á leið, af svölunum mátti sjá yfir París og ég festi augnablikið í minningarbanka lífsins (ofurdrama?) enda stutt í heimför. Við gengum af stað í leit að metro sem myndi færa okkur heim. Hin mjög svo ákveðna húsfreyja réð ferðinni, alveg harðákveðin í því að finna metroið – úr þessu varð ágætis göngutúr um einn af mörgum samkynhneigðum hlutum Parísar, tveir ungir menn horfðu á mig með skuggalega tælandi augnaráði – eitt augnablik sem var í senn undarlegra og fyndnara en hárgreiðsla David James gegn Liverpool.
En Guð hafði ætlað mér önnur örlög en þau að fíflast í kvöld kynferðislega með tveimur erlendum strákum, við hringsnérumst uns við fundum metro og hoppuðum heim og skiptum enn eina ferðina yfir í bleika áttu. Ég var þreyttur, lestarferðinni verður best lýst með gömlum rólegum djössuðum blússlagara. Ég sveif áfram þreyttur eins og draugur í hægri endursýningu á meðan ástfangna parið hélt utan um hvort annað á leiðinni heim í tunglsljósinu af lestarstöðinni og ég hugsaði með mér ,,svefn er allt sem þarf”. Þegar heim var komið tók við stutt en gott spjall með Friends í bakgrunni en að því loknu svefninn góði. Ég áttaði mig á því, eftir því sem lengra leið á ferðina hversu holl og góð upplifun það er að verða vitni að því og búa um stund með pari erlendis. Sjá hversu vel þarf að standa saman til að slíkt geti tekist, nú er ég hvorki félagsráðgjafi né sálfræðingur og því kannski ekki rétt að ég setji sjálfan mig í dómarasætið, en ég ber þó skyn á mannlega hegðun eins og aðrir og sé ekkert því til fyrirstöðu en að gefa þessu ástkæra pari fullt hús stiga fyrir sína frammistöðu saman á erlendri grund.

Fimmtudagur

Heyrðu, ég held ég hafi logið. Minnir að það hafi verið tvær æfingar þennan síðasta dag.
Tók í það minnsta daginn snemma og Tinna brunaði með mér þessi elska sem stóð sig svo vel svona fallega ólétt. Hún ákvað að sýna mér 2nd hand búð í hverfi sem við skulum kalla ,,mjög dýra hverfið með ungu ,,svölu” hönnuðunum”. Búðin sem hún fór með mig í og ég man ekki hvað heitir var reyndar mjög svöl. Risastór og blanda af Spútnik, einhverju nýju og svo allskyns gömlu dóti sem maður myndi aldrei finna hérlendis.
Þar sá ég sjúklega flotta skólínu, ítölsk og heitir Swear – veit ekki hvort að það sé hægt að fá slíka skó hér, verst að parið kostaði 165 evrur sem er hrottalegt verð. Ég endaði með því að fara tómhentur út og hélt áfram um þetta dýra, en oft á tíðum mjög svo skemmtilega hverfi. Kíkti í nokkrar íþróttaskóbúðir, greinilega hannað því að ég sá einhverja venjulega frekar ljóta adidas skó sem ég hefði ekki keypt á 35 evrur en þeir kostuðu reyndar 10 sinnum meira eða 350 evrur – geðveiki! Sem er NB rétt yfir 30.000 kall fyrir asnalega, venjulega adidas skó.
En jæja þetta er orðið full samkynhneigt. Ég fékk mér steik og ropaði og rak við eins og ég gat til að sýna fram á gagnkynhneigð mína. Rölti meira og keypti svartramannabol á bróður minn, fékk mér að éta, fór á lestarstöðina stóru, fékk mér Starbucks og ís og fjárfesti svo í Jabbar skónum góðu. Þaðan tók ég svo lest yfir að Hotel de Ville og þegar þangað var komið var byrjað að rigna. Ég gekk að Notre Dame og inn í 5. hverfi sem er í uppáhaldi og þaðan raunar hring inn í 6.hverfi að Signu og þar yfir í 1. hverfi hjá Louvre og til baka að Hotel de Ville til að njóta hinstu augnablikanna. Það var farið að rökkva þegar mér fannst eins og ég væri að fara að veikjast en áttaði mig þá á því að frá jógúrti morgunsins hafði ég aðeins drukkið þrjá bolla af kakói og ís. Ég rölti því að metróinu og kvaddi miðborgina í hinsta sinn í bili.
Þegar til Creteil var komið, létti ég af mér dótinu og skrapp í stutta sturtu sökum kulda. Húsbóndinn var á æfingu og húsfreyjan þreytt eftir matarinnkaup og almennt ástand. Ég ákvað því að kíkja one last time út í verslunarmiðstöð og viti menn, eftir að hafa fengið mér pizzu og súkkulaði fann ég þennan líka fína brúna frakka, sem ég keypti svo daginn eftir. Um kvöldið ræddum við svo saman þrjú á léttu nótunum eins og önnur kvöld í þessari dásamlegu og upplífgandi ferð, Bjarni var farin að kvíða því að missa spúsu sína og að vera aleinn síðustu þrjár vikurnar í Frakklandi. Tinna sem taldi, og telur eflaust enn, að ég hafi mýkst rosalega hvað varðar barneignir í ferðinni var á heimleið nokkrum dögum seinna til að taka próf upp í HÍ og smella einu stykki barni í heiminn í janúar. Eflaust er það rétt að ég hafi mýkst aðeins en við Arna erum þó sammála því að það er langt í barneignir – fyrst þarf að klára skóla, búa í NY… jafnvel París. Ég færði þeim sparibuxur, vesti og lakkskó á ófæddan Bjarnason og tók af þeim loforð að Megas myndi veita drengnum tónlistarlegt uppeldi þau ár sem þau verða fjarri Íslandinu slæma en áður hafði Fritzson fært mér magnaða gjöf sem ég þakka aftur fyrir. En nú var málið að sofna, fyrir erfiðan dag sem Tinna var svo væn að skipuleggja fyrir mig frá A-Ö.

Föstudagur

Áhyggjur mínar af því að sofa yfir mig voru ekki á rökum reistar. Rétt eins og fyrri daga þessarar ferðar var ég vaknaður fyrir allar aldir og örlög. Gúffaði í mig jógúrti og kvaddi heimilisfólk með sorg í hjarta, þau urðu samferða mér út, Bjarni hjólaði sinn veg á æfingu með Créteil en Tinna fylgdi mér að kaupa frakkann og þaðan út á lestarstöð. Lestarferðin gekk öll vel fyrir sig og ég náði í tæka tíð upp á völl með þremur lestum og rútu eins og þegar ég fór til Créteil. Eina sem ég hef út á þetta að setja er bakarísfrillan sem reyndi að blekkja mig til að taka ranga lest er ég spurði hana að því á hvoru sporinu ég ætti að bíða til að fara út á flugvöll, áttaði mig sjálfur á þessum falsleik hennar og vona að hún sitji föst í þessu sveitta starfi sínu á lestarsporinu til æviloka.
Ég var mættur á flugvöllinn eftir nokkurra daga ævintýri. Ég hafði gert það sem ég hafði komið hingað til að gera. Losnað úr skammdeginu, hitt æskuvin minn og notið nærveru hans og hans verðandi barnsmóður, upplifað menningu, sopið kampavín úr nöflum vændiskvenna, notið ásta með eitruðum smádrengjum, sogið af speglum og skeint mér á dreglum og Boss jökkum og frökkum þotuliðsins og með krökkum skökkum – geimferjuliðsins, þvælst á millri skítugra skuggasunda og upplifað ömurlegri hluti en allir þeir sem hvíla molnuð bein svarta dauða á sögulegum stað, ég hafði klárað af versta túristapakkann en skilið þó nógu mikið eftir sem afsökun til að koma hingað aftur seinna. Hluti á borð við fegurstu kirkjur borgarinnar, restina af Louvre, leikhúsin, óperurnar, veitingarhús innfæddra, kirkjugarð fræga fólksins og allt það annað sem rotinn hugur minn girnist. Ég var andlega endurnærður en búinn á líkama – til marks um það svitalyktin af Dylan bolnum og bólgnir, þrútnir illa lyktandi fætur… á tánum jafnvel blöðrur stærri en þær sjálfar. Ég svaf eins og illa lamin hóra á leiðinni til baka og vaknaði blessunarlega ekki fyrr en flugmaðurinn tilkynnti að það væri ,,tussustutt í lendingu”. Ég dreif mig inn í fríhöfn og keypti það sem ég var skyldugur til að gera. Til að lýsa útgangnum á mér eftir ferðina þá má geta þess að starfsmaður flugvallarins gekk þvert yfir staðinn í átt að mér með fíkniefnahundinn til að tékka á mér. Ekki veit ég hvort það var vegna þess að ég var nývaknaður, órakaður, með úfið hár undir ennisbandinu og í brúnum frakka eða sú staðreynd að ég hafði beðið í 20mín eftir töskunni minni með farþegum frá London á meðan taskan mín rúllaði ein á næsta bandi og þetta er dagsatt – finnst líklegt að þeir Tom Waits og Megas hefðu jafnvel hnippt í mig og boðið mér sæti á ímynduðu kaffihúsi flughafnarinnar hefði það verið hluti af þessum súra raunveruleika.
Þegar ég hafði áttað mig á þessum mjög svo óheimsborgaralega bjánahætti og náð í töskuna sem var rifin líklega af núningi eftir að hafa snúist þarna í 8 ár, var komið að því að hórast út. Þar beið þessi líka fagra snót, vel lyktandi og með hreint hár… og við hliðina á henni mín heittelskaða Arna mjehehehe! Nei þarna beið hún Arna mín gullfallegri en nokkru sinni fyrr en ég eins og áður sagði á næsta stigi fyrir ofan útælda og útmigna rónann. Ekki batnaði ástandið svo þegar út í bíl var komið því þá færði þessi elska mér að gjöf viðtalsbók Rolling Stones við Bob Dylan og ég leit jafn kjánalega út og Viðar þegar GT sagði honum að skíta í hádeginu – gat ekkert sagt, enda aðeins með smágjafir í fararteskinu sem þó vöktu lukku hjá smábeinóttri snót með krónískt kuldakast allan ársins hring.
Á Íslandi hafði lítið breyst, það hafði snjóað duglega og við það hafði frostið minnkað en að öðru leyti var ekkert að frétta. Í framhaldinu blasti við næturvaktartörn og ritgerðarsmíð í skammdeginu en að því loknu stutt í jól og þá eins í næstu ferð til Kanaríeyja 4.jan. Þangað til var rétt að kyrja í huga sér:

Og er svo nokkuð annað að lyktum
Og allar brýr þínar brenndar
Já verður nokkuð sannara sagt eða betra
Að sinni en allt er gott sem endar?
Og það er sama hvaða guð og það er sama hvaða lögmál
Það er sama hvaða mátt þú nefnir
Þessi alíslenska hríð já hún er ævinlega í fangið
Í hvaða átt svosem þú stefnir

-Megas

Ó hve feginn ég hefði orðið á flugvellinum í París ef allir þeir er ég þekki hefðu þangað komið og veröldin sjálf gleypt þennan fáránlega stað sem Ísland er. Andskotans, ég gleymdi að senda Kristjáni Brooks póstkort.

PS. Eina myndin sem ég náði að setja hér inn er sú sem þið sjáið að ofan og henni stal ég frá Tinnu. Mínar voru tregar að koma inn. Ég setti í Albúm 2 hjá Örnu.

Kveðja Bjarni Þór Pétursson.

New York - að degi til

Sólin hún skín yfir Plaza
Sest á laufin í Central park
Meðbræður betla við brúna
Bölvað lífið er eintómt hark
-En mér er ekki boðið
Mér er ekki til setunnar boðið
Er lífið allt svo ljúft?
Svarið er loðið!

Það er gleði við spegilslétt vatnið
Gulrauð laufin grípa hvern geisla
Betlari liggur á bekk
Segir ,,Lífið er bévítans fermingarveisla”
En mér er ekki boðið
Ekki til setunnar boðið
Einblíndu á akfeitt barnið
Af burgerum alveg út troðið.

Lestin hún liggur neðanjarðar
Grynnra en líf farþega þó andlega
Ein hún stóð, söng sálma
Full af sorg - og trega
-Nei henni var ekki boðið
Ekki til setunnar boðið
Með tvo drengi undir örmum
En ekkert í soðið.