mánudagur, apríl 30, 2007

WTF???

WTF???

Efnisorð:

There's only one Keano...

sunnudagur, apríl 29, 2007

Klassík

Þetta yndislega lag er eitt fyrsta Hardcore lagið sem ég heyrði - verður kannski ekki minnst sem merkilegs framlags til tónlistarsögunnar, en sjaldan hafa menn svitnað jafn mikið. Kynslóðin sem fannst lítið varið í það að slamma, fann sig í trylltum dansi útrásar og gleði. Ég man að ég var staddur niðri í Seljaskóla þegar að ég heyrði þetta fyrst og þá var ekki aftur snúið í nokkur góð ár - plötuumslagið rifjar upp margar yndislegar minningar þessara bernskuára.
Pálmar, Ívar Tjörvi, Jörundur, Kjartan, Andri og þið allir hinir:

Hardcore will never die

Efnisorð: , , ,

laugardagur, apríl 28, 2007

Teiknimyndar Cover lög

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Golden moments - styttist í Íslandsmótið
















Það er svo langt síðan að ég hætti í knattspynu að ég var nánast búinn að gleyma minningum á borð við þessa (skyldi ég passa í þennan búning?). Hver man ekki eftir því þegar við unnum KR í bikarnum úti í Frostaskjóli?
...jæja kannski ekki margir, en...















... þegar við björguðum okkur frá falli með því að vinna Keflavík 5-3 í 18.umferð?
Einhverjir fleiri, býst ég við að muni eftir því.
Íslandsmótið er á næsta leiti - verðum við í fallbaráttu?

Efnisorð: , , ,

sunnudagur, apríl 22, 2007

Hver þarf börn þegar að maður á svona gleðigjafa?

Theme songs úr þáttum

Ég verð að reyna að halda þessari síðu gangandi með bellibrögðum á meðan á prófalestri stendur, en ég vill taka það fram að aldrei áður hef ég verið í jafn miklum skít og á þessari önn. Er varla búinn að mæta og nú hamrast þau í andlitið á mér hvert á fætur öðru - próf, verkefni og ritgerðir svo ég ligg hér rænulaus og bráðlega tannlaus. Hefði gott af því að eyða heilu sumri í að fræsa eða að fara á sjó, til að taka þetta aftur alvarlega - en aftur af færslunni.
...En þar sem ég hef tekið saman teiknimyndarþættina, þá ákvað ég að gera slíkt hið sama með öðrum vinsælum þáttum - svona fyrir ykkur hin, sem nennið ekki að leita.

Cosby show (4 video)

Life goes on (Corky)

En hvað er Corky að gera í dag?

21 Jump street

Boooooob Saget and America´s...

Hunter

Bold&Beautiful

Dallas

Santa Barbara

The Fresh Prince of Bel-Air

Látið hugann reika og hendið inn linkum í commentakerfið!

Efnisorð:

föstudagur, apríl 20, 2007

Heimsendakristniboð Vestanhafs

Var að horfa á alveg einstaklega skemmtilega en mjög ógnvekjandi heimildarmynd um ,,Heimsendaspádóma" öflugra trúarhópa í Bandaríkjunum, sem trúa því af hjartans einlægni að heimsendir sé í nánd.
Myndin má sjá hér og heitir The Doomsday code.

Hluti þessa hóps heldur úti síðu með svokallaðri dómsdagsvístölu, þ.e. hversu miklar líkur eru á því að heimsendir sé í nánd (þar má líka finna marg fáránlegt eins og tímatöflu sem á að leiða að þessum spádómi og ótrúlega miðaldarlegan þankagang í FAQ - NB! þetta er risastór hópur sem hefur gríðarlegt pólitískt vald).

Þessir ,,öðlingar" hafa einnig gefið út einskonar leiðarvísir þar sem hinum trúlausu er kennt hvernig skuli lifa þegar að æðri máttarvöld hafa tekið hina trúuðu til himna og ,,allt annað" fer til fjandans.
Ég hef áður skrifað um um myndina Power of nightmares sem kemur inn á þetta frá öðru sjónarhorni og hef þetta því ekki lengra í bili. Þeir sem hafa áhuga á því að lesa gömlu greinina þá var hún skrifuð 11.sept 2006 - þið eruð nógu sæmilega greind til að fikra ykkur þangað (ef áhugi er fyrir hendi).

Annars bið ég áhugamenn um stjórnmál og trúarbrögð um að kíkja á myndina og sjá hvaða áhrif trúarhóparnir vestanhafs hafa.

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Gleðilegt sumar


Er farinn að þrífa bílinn!

Efnisorð:

mánudagur, apríl 16, 2007

Fyrir Viðar - Cartoon Theme songs

Ath! Á retrojunk.com linkunum eru stundum nokkrar klippur með hverri mynd (þarf að skrolla niður).
Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér?

Thunder Cats

Raggy Dolls

Tao Tao

Power Extreme

He - Man

Transformers

My little pony

Gummi bears

Fat Albert

Bangsi Bestaskinn

Turtles

Lafði Lokkaprúð

Bananas in Pajamas

Pósturinn Páll

Brakúla Greifi

Kalli og Kýklóparnir (á þýsku)

Hr. Hiksti

Mighty Mouse

Stjáni Blái

Ghostbusters

Alli og Íkornarnir

Bananamaðurinn

The Muppet show

Kærleiksbirnirnir

Mister T

Strumparnir

G.I. Joe

Ghostbusters II

Best of Bretland

Rifjið upp ykkar uppáhaldsþætti á 9.áratugnum

Endilega bætið við í commentakerfið þegar þið finnið ykkar gullnu teiknimynda augnablik.

Að lokum: Djöfull lýst mér vel á ef að Megas er að hitta meðlimi Hjálma til að taka upp lög, það þýðir ný plata og þá á maður auk þess inni blúsplötu sem hann hefur sagt í viðtölum að hann eigi nánast tilbúna. Er ekki yndislegt að vera til?

Efnisorð:

sunnudagur, apríl 15, 2007

Niður hina gullnu braut minninganna

Lífið það líður hjá, en vá hvað mig langar í lest
Lífið það líður hjá, en vá hvað mig langar í lest
Hoppa upp í flugvél og setja allt á frest
Taka enga ábyrgð leika rassmalagest
Já, þó að lífið það líði hjá – vá hvað mig langar í lest

Lífið það fer að styttast, en eigum við að hittast í lest
Lífið það fer að styttast, en eigum við að hittast í lest
Ferðast um fjarlæg lönd og ná okkur í pest
Gráta af hræðslu er við tökum alnæmistest
Og hlæja svo að öllu fyrir rest - er við höldum áfram í lest
(- áfram í handónýtri lest)

Mig dreymir það reglulega, að ferðast aftur um í lest
Mig dreymir það daglega, að ferðast aftur um í lest
Horfa út um gluggann sjá dvergvaxinn hest
Eitthvað breskt, franskt, framandi og ferskt
En mest þó því sem ég ann best – með þér einum í lest

Ég vil ekki eignast börn, því þau eiga ekki heima í lest
Ég ætla ekki strax að eignast börn, því ég vill vera í lest
Og svo er ég alltof ungur eins og sést
Og svo höfum við tveir þegar ráð okkar fest
a)Og við þurfum bara að fá okkur prest og flýja saman í lest
b)svo tölum við hvorki við kóng né prest, flýjum saman í lest

Sólsetrið við Frakklandsakra, fallegast sést úr lest
Sólsetrið við Frakklandsakra, fallegast sést úr lest
Við sendum saman Brooks, póstkortin flest
Og í Parísarhjóli ég hafði þig sem rómantískan gest
Ég man þú grést og hvernig þú lést, er hvarf ég burt í lest

Mikið var ég feginn í Milan, að komast burt í lest
Já, mikið var ég feginn frá Milan, að komast burt í lest
You were north-east and I was south-west
Og þú ældir úr þér magann í Búdapest
Fannst þér væri í kommagarð klesst og keyrðir fúll burtu í lest

Ég man ég varði eitt sinn - tuttuguogsjö tímum í lest
Milli Grikklands og Búlgaríu, já tuttuguogsjö tíma í lest
Margt hefur breyst og margt hefur gerst
Minni samskipti við þig, finnst mér samt verst
En það væri lygi að segja að ég hafi léttst, síðan lág ég í Evrópulest

Ég heyri ennþá hljóðin, í þessari fallegu Evrópulest
Ég heyri ennþá hljóðin, í þessari fallegu Evrópulest
Hittumst aftur í Aþenu og höldum heilmikið fest
Þú, ég og nokkur búlgörsk breast
Og ég skal splæsa í hálsfest og syngja eitthvað hresst
Ef þú hjá mér sest og brunar burt með mér í lest
-brunar burt með mér í lest, aha a aha*!
-brunar burt með mér í lest! aha a aha!
já, ég skal splæsa í hálsfest og syngja eitthvað hresst
er þú brunar með mér burt í lest - yeeeee!**



*aha a aha, svokölluð Elvis hljóð
** Þruma gítarnum í gólfið og sparka í trommusettið.

Efnisorð:

föstudagur, apríl 13, 2007

Það er ekki verra að velta því fyrir sér...

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Klassík

Tunglið... einhver?

The Bucketheads - The Bomb (hrikalegt myndband reyndar - en góðar minningar)

(Cover af upprunalega lagi Chicago - Street Player): SPECTRUM - スペクトラム - STREET PLAYER ... svona til skemmtunar.

---------------------

Nuyorican soul - Runaway

miðvikudagur, apríl 11, 2007

THIS IS FOOTBALL!!!

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Síðasti móikaninn

Ég vaknaði með slæma tilfinningu í maganum í morgunn. Það á sér reyndar lengri aðdraganda en ég hef náð að bæla þessa tilfinningu niður í þónokkurn tíma. Ástæðan er Meistaradeildin. Knattspyrna er ekki ólík hverju öðru fyrirbæri, hún kemur og fer í sveiflum. Þegar við lítum yfir sigurvegara síðustu 20 ára má beinlínis sjá sveiflurnar.

1.Frá 1988-1992 er skemmtilegt tímabil. Milan liðið gjörsamlega stórkostlegt með Hollendingana þrjá og Barcelona með skemmtilegt lið. Undantekningin Crvena Zvezda

2. Frá 1993-1997 er leiðinlegt tímabil. Marseille, Milan, Juventus, Dortmund - allt varnarlið. Undantekningin Ajax (OK 4-0 úrslitaleikurinn Milan vs Barca - en það var bara einn leikur)

3.Frá 1998-2002 skemmtilegt tímabil. Real Madrid þrisvar, Manutd einu sinni - þvílík sóknarlið. Undantekningin Bayern Munich.

4. Frá 2003-???? leiðinlegt tímabil. Milan, Porto og Liverpool - allt varnarlið. Undantekningin Barca í fyrra.


Í ár eru nánast öll skemmtilegu sóknarliðin dottin úr keppni.... Barca, Real, Arsenal, Inter og Lyon. Fyrir utan Inter er Manutd eina liðið af þessum sem hefur vott af varnargetu og eina skemmtilega liðið sem er eftir í keppninni. Mín slæma tilfinning er sem sagt sú að Manutd detti út í kvöld.

Þá fáum við Bayern vs Roma
og Liverpool vs Valencia
... það er eftir öllu í þessari keppni

Í úrslitum mætir Liverpool þá annaðhvort Roma eða Bayern - og ég fullyrði það hér með...
Bayern er eina liðið sem getur sigrað Liverpool í þessari keppni vondra liða.
Legg ég jafnframt til að Barca, Real, Arsenal, Inter, Lyon, Manutd, brasilíska landsliðið og hið portúgalska hrindi af stað 8-liða æfingamóti sem gæti átt sér stað á sama tíma og undanúrslitin og úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni - svona til að stytta FÓTBOLTA áhugamönnum stundirnar!
Það eina jákvæða við þetta ár er að það styttist í skemmtilega knattspyrnusveiflu samkvæmt 20 ára sveiflunni.

Efnisorð: , ,

sunnudagur, apríl 08, 2007

Hversu mikil snilld?

He-Man

Fantastic easter special (Season 11, þáttur 5)

Go God go (Season 10, þáttur 12-13)

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Vá! Ég var búinn að gleyma þessu yfirnáttúrulega lagi

Bob Dylan - It's Alright Ma (I'm Only Bleeding)

Darkness at the break of noon
Shadows even the silver spoon
The handmade blade, the child's balloon
Eclipses both the sun and moon
To understand you know too soon
There is no sense in trying.

Pointed threats, they bluff with scorn
Suicide remarks are torn
From the fool's gold mouthpiece
The hollow horn plays wasted words
Proves to warn
That he not busy being born
Is busy dying.

Temptation's page flies out the door
You follow, find yourself at war
Watch waterfalls of pity roar
You feel to moan but unlike before
You discover
That you'd just be
One more person crying.

So don't fear if you hear
A foreign sound to your ear
It's alright, Ma, I'm only sighing.

As some warn victory, some downfall
Private reasons great or small
Can be seen in the eyes of those that call
To make all that should be killed to crawl
While others say don't hate nothing at all
Except hatred.

Disillusioned words like bullets bark
As human gods aim for their mark
Made everything from toy guns that spark
To flesh-colored Christs that glow in the dark
It's easy to see without looking too far
That not much
Is really sacred.

While preachers preach of evil fates
Teachers teach that knowledge waits
Can lead to hundred-dollar plates
Goodness hides behind its gates
But even the president of the United States
Sometimes must have
To stand naked.

An' though the rules of the road have been lodged
It's only people's games that you got to dodge
And it's alright, Ma, I can make it.

Advertising signs that con you
Into thinking you're the one
That can do what's never been done
That can win what's never been won
Meantime life outside goes on
All around you.

You lose yourself, you reappear
You suddenly find you got nothing to fear
Alone you stand with nobody near
When a trembling distant voice, unclear
Startles your sleeping ears to hear
That somebody thinks
They really found you.

A question in your nerves is lit
Yet you know there is no answer fit to satisfy
Insure you not to quit
To keep it in your mind and not fergit
That it is not he or she or them or it
That you belong to.

Although the masters make the rules
For the wise men and the fools
I got nothing, Ma, to live up to.

For them that must obey authority
That they do not respect in any degree
Who despise their jobs, their destinies
Speak jealously of them that are free
Cultivate their flowers to be
Nothing more than something
They invest in.

While some on principles baptized
To strict party platform ties
Social clubs in drag disguise
Outsiders they can freely criticize
Tell nothing except who to idolize
And then say God bless him.

While one who sings with his tongue on fire
Gargles in the rat race choir
Bent out of shape from society's pliers
Cares not to come up any higher
But rather get you down in the hole
That he's in.

But I mean no harm nor put fault
On anyone that lives in a vault
But it's alright, Ma, if I can't please him.

Old lady judges watch people in pairs
Limited in sex, they dare
To push fake morals, insult and stare
While money doesn't talk, it swears
Obscenity, who really cares
Propaganda, all is phony.

While them that defend what they cannot see
With a killer's pride, security
It blows the minds most bitterly
For them that think death's honesty
Won't fall upon them naturally
Life sometimes
Must get lonely.

My eyes collide head-on with stuffed graveyards
False gods, I scuff
At pettiness which plays so rough
Walk upside-down inside handcuffs
Kick my legs to crash it off
Say okay, I have had enough
What else can you show me?

And if my thought-dreams could be seen
They'd probably put my head in a guillotine
But it's alright, Ma, it's life, and life only.

Efnisorð:

Bob Dylan í hiphop útgáfu Roots

The Roots - Maters of War

...sniðugt, en ég kýs þó orginal-inn.

Efnisorð: ,

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Welcome ladies and gentlemen to the 8th wonder of the world

Það vorar hjá stórvini mínum Bjarna Fritzsyni í París og rétt að koma sér í gírinn + að sinna tónlistalegu uppeldi. Ég fer að einbeita mér að því að komast í form svo að við getum tekið körfu þegar þú kemur heim.
Bið að heilsa Tinnu og Baldri - Jay-Z kveðja, Bjarni Þór.

Efnisorð:

sunnudagur, apríl 01, 2007

Lacan og Alcan

Formáli:Það er einhver mystic á bakvið þessa helgi. Ég er einhvernveginn úrvinda eftir komu Zizek. Að koma sér útúr sínum lokaða fræðimannaheimi og yfir í annan (reyndar með sömu snertiflötum).
Ég sat þessa tvo fyrirlestra sem hann hélt og svo með ,,heimspeki og listaelítunni" í gærkvöldi þar sem Zizek var aðalumfjöllunarefnið - þar var því fagnað mjög þegar að úrslit lágu fyrir í álverskosningunni. Þeir sem átta sig ekki á fyrirsögninni, tengingunni þá er Zizek svonefndur ,,Lacan sálgreinandi" og Alcan að sjálfsögðu fyrirtækið sem reyndi að taka lýðræðið í sínar hendur með geðsjúklegum áróðri, sem var langt umfram alla velsæmd. (Afstaða Zizek er reyndar önnur í því máli, en ég fer ekki nánar út í það)

Meginmál: Það er rétt að þakka Hafnfirðingum fyrir að fella í álverskosningunni í gær og óska Íslendingum til hamingju - það er gott að það sé ennþá til fólk hérlendis sem hefur meiri trú á sjálfu sér og sínu hugviti en þessum stóriðju skrípaleik sem við höfum orðið vitni af á síðustu árum. Ég veit hins vegar ekki hvort að það sé hægt að taka undir annars góða tilvitnun Guðmundar Andra Thorssonar í Bob Dylan ,,The Times They Are A-Changin' " (sjá Silfur Egils undir ,,Kosningar") því að sagan hefur yfirleitt reynst vera önnur en óskhyggja manna. Þar að auki er Hafnafjörður mjög sérstakt bæjarfélag stjórnmálalega séð - þar fékk Samfylkingin t.d. góðan hreinan meirihluta í sveitastjórnarkosningunum síðasta vor - þannig að ég held að það sé ekki hægt að ganga svo langt eins og margir vilja gera að segja þetta endanlega til marks um það að stjórnin sé fallin, það er hins vegar von mín.
Það sem er hins vegar merkilegra en mögulegt stóriðjustopp eru einmitt kosningarnar í gær, stjórnmálaskýrendur eru að gleyma því (sem reyndar Lúðvík Geirsson bendir á). Það var 76,6% kosningaþátttaka (samkv. fréttum í gær) í kosningum sem fól í sér beint lýðræði. Margir (yfirleitt forsjárhyggjuflokkar á borð við Sjálfstæðisflokkinn) hafa gefið skít í slíkar hugmyndir og annmarka þeirra (svo sem skítarök um að þar séu stjórnmálamenn að firra sig ábyrgð) málið er hins vegar það að íslenska þjóðin vill aukið beint lýðræði og auk þess hefur það komið fram um langa hríð að Alþingi er sú stofnun sem Íslendingar bera einna minnst traust til. Það er reyndar rétt hjá Þorgerði menntamálaráðherra að stjórnmálamenn firra sig ábyrgð með hlutleysi sínu, það á að vera hlutverk stjórnmálamannsins og flokkanna í stórum málum sem eru lögð fyrir þjóðina að segja sína skoðun og rökstuðning á bakvið hann - það er einna helst það sem klikkaði, en að segja að beint lýðræði sé afsökun stjórnmálamanna er einmitt ekki vel rökstudd skoðun heldur beinlínis áróður fyrir því að flokkur hennar haldi alvöldum (þ.e. yfir framkvæmdarvaldinu, sem ræður í skjóli hlýðni yfir löggjafarvaldinu (Alþingi) og sér um að ráða í dómsvaldið). Fólk verður svo að gera það upp við sjálft sig hvort að það treystir sér eða valdasjúkum stjórnmálamönnum betur.
Það er auðvitað álitamál um hvað mál skal kjósa - en það eru þó augljós mál um framtíð landsins, líkt og í gær og auðvitað hefði átt að vera um Kárahnjúka sem á að kjósa um. Annmarkar kosninganna í gær voru auðvitað að þar hefðu allir íbúar stórhöfuðborgarsvæðisins átt að fá að kjósa - þetta var ekki einungis mál allra Hafnfirðinga.
Það er reyndar eflaust ein af ástæðum þess að ekki hefur náðst sátt í stjórnarskrárnefnd um forsetaembættið, (þ.e. að leggja niður völd forseta í stjórnarskrá) að Sjálfstæðisflokknum hugnast ekki að henda þeim en fá í staðinn yfir sig hugmynd sem kaldhæðnislega Hannes Hólmsteinn varð fyrstur til að benda á um að safnist ákveðið margar undirskriftir frá þjóðinni geti hún farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu (t.d. 20-30% kosningabærra manna, sem er sambærilegt og gerist í öðrum löndum).
Það myndi þýða ótrúlega fjölgun á slíkum málum, sem er ekki gott fyrir flokk sem er með 35-40% fylgi og í algjörri lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum - ástandið yrði hreinlega þannig að ákveðin hluti þjóðarinnar myndi alltaf vilja kjósa um stærri mál og á meðal þeirra er ég (ég er meira að segja tilbúinn að slengja fram órökstutt þeirri fullyrðingu að að minnstakosti 15-20% myndi skrifa undir þjóðaratkvæðagreiðslu í hvaða máli sem er, þ.e. ekki endilega að þeir styðji þá sem setja óskina fram heldur vilja að þjóðin fái að ráða örlögum sínum).

Lokaorð: Það er eitthvað í loftinu, en það er ekki víst að það sé draumurinn eða óskhyggjan sem marga dreymir um. Sagan smýgur undan og vindar fara í óvænta pólitískaátt, því ættum við að vera orðin vön af reynslu okkar af stanslausu veðravítinu Íslandi. Það eru kosningar í nánd og líklegra en ekki fær engin það sem hann vill. Það ríkir chaos sem gaman verður að fylgjast með en útkoman gæti orðið eitthvað óskynsamt... sem eru auðvitað allar aðrar stjórnir en Sjálfstæðisflokkur og Samfylking!
Lifi Viðreisnin!
... en umfram allt megi kosningarnar í Hafnafirði glæða auknu lífi í hugmyndina
um beint lýðræði - treystum okkur sjálfum best.

Efnisorð: , , ,