laugardagur, desember 29, 2007

Íþróttamaður ársins WTF?

Þegar kemur að vali á íþróttamanni ársins ætti dómnefnd að hafa einfalda viðmiðunarreglu þegar kemur að konum: Er þessi íþróttakona nógu góð til að bera af í sömu íþrótt í leik gegn meðalgóðum akfeitum fyrrverandi karlkyns íþróttamönnum úr sömu grein?
Svarið sem kæmi upp hjá núverandi íþróttamanni ársins er klárlega nei. Ég dreg ekki í efa að hún hafi verið langsamlega best meðal kvenna, en hún kæmist ekki í meðalgóðan 2.flokk karla og kæmist aldrei nálægt því að spila í efstu deild - hið sama á hins vegar oft ekki við um kvennmenn í frjálsum, sundi eða badminton.
Þeir/Þær sem ekki fallast á þessi rök verða að svara eftirfarandi spurningu: Hvernig þætti konum það ef að námsmaður ársins væri karlmaður þrátt fyrir mun lægri einkunn en meirihluti kvenna einungis vegna þess að hann var langbestur karla?

Aðalatriðið er auðvitað það að réttast væri að velja Íþróttamann ársins og Íþróttakonu ársins, annað er í besta falli blautt prump þegar að kona verður fyrir valinu. Sama hvað hún hefur gert, slíkt er ekki réttlætanlegt á meðan til eru betri karlmenn í sömu íþrótt og það á við um nánast hverja einustu íþróttagrein.

Niðurstaða: Að velja konu sem íþróttamann ársins er eins og að velja karlmann móður ársins.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Þar sem fegurðin býr




Sjaldan hef ég verið eins stoltur af nokkrum manni sem ég þekki.
Er að spá í að þrykkja þessa mynd á bol, með undirskriftinni ,,Ekki bara handboltamaður"
Leiðinlegt að þeir skildu ekki hafa þessa mynd inni í Fréttablaði dagsins.

P.S. Þessi síða er ekki dauð, er bara ekki i netsambandi daglega eins og er.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, desember 20, 2007

Hið yndislega líf

Það er nánast ekkert sem hefur komið mér í jólaskap að undanförnu sökum ritgerðarsmíða. Þó hef ég farið og keypt jólaskraut, jólatré, gengið niður Laugaveginn o.s.frv. Ég hef meira að segja verið kallaður Hr. Skröggur af minni heittelskuðu ítrekað. Þegar að ég hins vegar settist nú niður í lok næturvaktar komi yfir mig jólagleðin og ég er ekki búinn með ritgerðina. Nei, það var bls 74 í Fréttablaðinu sem gladdi mitt hjarta - notendavæn klámsíða fyrir blinda.


Er lífið ekki dásamlegt?

mánudagur, desember 17, 2007

Knattspyrna

Djöfull er Tevez fallegur!

Ég nenni eiginlega ekki að skrifa um sigur United liðsins gegn Liverpool hér. Fyrir því eru tvær ástæður:
1. Liðin sýndu nokkurn veginn hvernig ekki á að spila knattspyrnu
2. Það er hreinlega orðin skemmtileg hefð að fara á Anfield geta ekki rassgat og vinna samt.

Þvert á vilja minn skrifaði ég hins vegar (sem eru uppáhalds orðin mín samkv. Örnu) pistil á andfotbolti.net sem þið getið lesið hér.

Whose that man from Argentina?
Whose that man we all adore?
Plays with Rooney and with Wes
He's our superstar Tevez
and Forever at United he will score!


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, desember 16, 2007

Eru engin takmörk fyrir bullinu?

Ég var að vonast eftir Kompás þætti sem afhjúpaði frekar fyrir trúlitlum Íslendingum hvers konar bjánaskapur kristin trú er byggð á og hvað fær ég...

Hinn heilagi gral á Íslandi?

Ítalinn Giancarlo Gianazza hefur legið yfir leyndardómum miðaldamálaranna Botticelli og Leonardo DaVinci í tíu ár. Þar fann hann leyndar vísbendingar sem bentu til Íslands og einnar helstu perlu bókmenntanna hinn Guðdómlega gleðileik eftir Dante. Þrotlaust starf fullvissaði hann um að í þessum verkum fólust skilaboð um að leyndardómum, ef til vill frá frumkristni, hefði verið komið fyrir á Íslandi á tólftu öld. Þórarinn Þórarinson arkitekt hefur unnið með Giancarlo og fylgt uppí myndina með vísbendingum sem felast í Sturlungu. Þórarinn telur loks komna fram raunverulega skýringu á pólitískum átökum í kringum Snorra Sturluson á þrettándu öld. Hverjir voru hinir „áttatíu austmenn, alskjaldaðir" sem voru í fylgd með Snorra á Þingvöllum? Þórarinn og Giancarlo telja að þetta kunni að hafa verið musterisriddarar sem töldu tryggast að koma dýrgripum frá landinu helga í örugga geymslu vegna trúarlegra og pólitískra átaka í Evrópu. Ísland hafi orðið fyrir valinu. Allar vísbendingar fræðimannanna benda á einn stað við ánna Jökulfall á Kili. Fjöldi leiðangra á staðinn með jarðfræðingum og fornleifafræðingum sem hafa mælt staðinn leiða í ljós að undir yfirborði kunni að vera hvelfing. Eru þar dýrgripir frá frumkristni?


Kompás rekur sig í gegnum ævintýralegar tilgátur og kenningar sem helst má líkja við Da Vinci lykil Dans Browns. Sá munur er á, segja Ginacarlo og Þórarinn, að Dan Brown vinnur með efnið sem skáld en þeir sem fræðimenn.
Kompás er á dagskrá á þriðjudögum kl. 21:55 á Stöð 2.


Er lífið ekki dásamlegt?

föstudagur, desember 14, 2007

Þitt veikgeðja Jafnaðarmannahjarta

Þar sem vinahópurinn virðist aftur hafa gleymt að halda einhvers konar söfnun er þá ekki rétt að benda á aðra síðu sem svo sannarlega er að gera góða hluti. Einar Örn er einn af hugsjónarmönnum Liverpool bloggsins sem ég veit að margir lesendur þessarar síðu skoða reglulega (hér er ég að vekja samhug hjá ykkur hjartalausu Liverpool menn sem lesið þessa síðu) og hann heldur úti uppboði/söfnun þessa dagana eins og hann hefur áður gert (og fyrir ykkur sem viljið ekki gefa pening í þróunaraðstoð þá hefur mátt finna margt ótrúlega gott hjá honum á góðu verði undanfarin ár). Endilega látið þetta breiðast út, hvort sem þið eruð Liverpool stuðningsmenn eða eitthvað miklu skárra.

Að lokum þetta

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, desember 13, 2007

Að rífa upp nýgróið sár

Þjóðkirkjan er búin að vera

Endilega lesið það sem Egill Helgason hefur að segja, þó ekki sé það ,,heilagur sannleikur".

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, desember 11, 2007

Úr öskunni í eldinn

Nú þegar að hlé hefur orðið á trúarbragðaumræðunni er rétt að snúa sér aftur að skotárásum á feminista. Þríeyki kjánaprika kom í Silfrið til að sína hvers vegna rótttækur feminismi mun aldrei ganga upp í nútímanum. Til þess þurftu þær ekki Andrés Magnússon, Guðmund Steingrímsson eða aðra þá sem pakkað hafa saman þessum bjánum og hlegið að þeim - ekki einu sinni Egill Helgson þáttarstjórnandi var með eistu í þessum þætti. Þetta var þægilegt drottningarviðtal en samt gátu þær ekki komið sínum málsstað þannig fram að einhver gæti tekið mark á honum. Horfið á þáttinn (síðasti liður, aftast) og hlæjið að því hversu slæmar þessar konur eru fyrir málsstað sinn og annarra kvenna.
Horfið á hvað þær verða glaðar þegar að bakgrunnurinn verður bleikur (tákn feminstafélagsins) en eru skömmu seinna farnar að bölva fæðingardeildinni fyrir að kyngreina með bleiku og bláu - er hægt að tala um annað en hálfvitaskap?

Nýjasta útspilið er svo punch line á fíflaganginn - ef að það skyldi nú vera karlmaður sem væri ennþá sammála nokkru af því sem þær hafa sagt. Verða konur landsins ánægðar þegar þessar kynsystur þeirra verða búnar að koma í veg fyrir að þær kaupi erótískt efni og/eða fylgihluti... nei, ætli það verði ekki komið annað frygðarhljóð í skrokkinn þá. Hvar endar þessi rannsóknarréttur nútímans? Þessi pistill er góður og þessi kætir einnig

Eiga þessar konur einhver fyrirtæki? Er hægt að láta hart mæta hörðu og sniðganga þau fyrirtæki og dreifa þeim boðskap um þjóðfélagið? Nú þarf einhver sem hingað sækir og vinnur í banka að upplýsa mig um slíkt, ef möguleiki er á. Ég hef ekki áhuga á að ýta undir lífsgæði þessarra kvenna.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

föstudagur, desember 07, 2007

Hr. Rámur

fimmtudagur, desember 06, 2007

Símadólgur

Arna bendir á ansi skemmtilegt á sinni síðu varðandi símadólginn ef að þið misstuð af fréttum dagsins.

Er lífið ekki dásamlegt?

Stiglitz

Ég fékk loksins tækifæri í gegnum námið til að lesa ,,Making Globalization Work" eftir meistara Joseph Stiglitz. Þvílíkur maður, þvílík bók - maður kemst hreinlega á flug. Ég fann hvernig hægri hnefinn krepptist þegar að ég las eftirfarandi setningu:


,, The average European cow gets a subsidy of $2 a day; more than half of the people in the developing world live on less than that"


Hvernig væri að fara að breyta þessu helvítis landbúnaðarkerfi í Framsóknarlausri ríkisstjórn?

Einar Kr. Guðfinnsson - you´re on my list!!!

Efnisorð: , ,

miðvikudagur, desember 05, 2007

Tom Waits flytur lagið heims um ból

Ég setti link á þetta lag fyrir ári og mun eflaust gera það á þessum árstíma ár hvert hér eftir. Frábær flutningur hjá stórkostlegum listamanni. Gagnrýni á kristni?

Tom Waits - Chritmas Card From a Hooker in Minneapolis

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Gagnrýni

Hér hafa menn og konur verið mis sáttir/ar við gagnrýni á kristna trú. Var nokkur búinn að gleyma ljóðskáldinu Daða?. Kannski ég - þetta ljóð var ljóð dagsins 23.september.



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, desember 03, 2007

Súkkulaðihátíð Krists?

Í anda jólanna, losta og frygðahátíðar Vesturlandabúa og umræðunnar undanfarna daga er rétt að benda á myndband með Tom Waits og þrjú fyrstu erindin við það lag. Troðum í okkur súkkulaði!

Chocolate Jesus

Well, I don't go to church on Sunday
Don't get on my knees to pray
Don't memorize the books of the bible
I got my own special way

I know Jesus loves me
maybe just a little bit more
I fall down on my knees every Sunday
at Zerelda Lee's candy store

And it's got to be a chocolate Jesus
Make me feel so good inside
Got to be a chocolate Jesus
Keep me satisfied

Hvernig væri að Sálgreina þetta?

Efnisorð:

JÓLAGJÖFIN Í ÁR

LEGG TIL AÐ HÓPUR LAKERS AÐDÁENDA TAKI SIG SAMAN (AÐ HÆTTI KVENNA) OG SPLÆSI Á HVERN ANNAN (MEÐ ÖÐRUM ORÐUM Á SIG) EINUM AF ÞESSUM!!!

Los Angeles Lakers Adidas Soul Swingman Jersey

Er einhver á leiðinni til USA eða frá USA með tóma ferðatösku?

Svo er það spurning hver ætlar að splæsa á mig einum Chamberlain fyrir þessar upplýsingar?

Hverjir eru menn?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

sunnudagur, desember 02, 2007

Silfrið

Mattíhas Ásgeirsson og Jón Magnússon ræddu um trúmál í Silfrinu í dag. Þar kom greinilega fram sá misskilningur sem verið hefur uppi um Vantrú og umræðuna síðustu daga.

Hér er skýrlsan sem hann vitnar til - gaman verður að sjá næstu könnun og hvort að þróunin haldi áfram.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

laugardagur, desember 01, 2007

Stjórnmál, trúmál og lifandi fyrirbæri

Samsæri? Af hverju er alltaf svona mikið að sniðugu dóti að gerast þegar að jólaprófin/ritgerðirnar eru í gangi?

1. Trylltir dagar í Bandaríkjunum! Allt að verða vitlaust í kosningabaráttunni þó að það sé um ár í kosningar. Giuliani líklega að skíta á sig 1, 2 & 3 og ekkert sérstakur dagur hjá frú Clinton heldur.

2. Egill Helgson feministavinur nr.1 er með nokkuð góða grein um íslensk stjórnmál sem allir hafa gott og gaman af að lesa.

3. Hvet alla til að lesa pistlana eftir Þorstein J. og Guðmund Inga Markússon í Fréttablaði dagsins (1.des)

4. Þessi maður er furðuverk, einstakt fyrirbæri.

Woody Allen er72 ára á sjálfan fullveldisdaginn og er ekki viðeigandi að hann eigi orð dagsins?
My Lord, my Lord! What hast Thou done, lately?


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,